Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Afbragðs seinni hálfleikur, Rússar mættu einfaldlega ofjörlum sínum aftur!

Einfaldlega glæsileg og góð herkænska hins aldna Aragones í seinni hálfleik og spænska liðið gekk bókstaflega yfir rússneska liðið, sem þó á mikið hrós skilið fyrir framgöngu sína í keppninni, hún miklu betri en nokkurn óraði fyrir!
En Árni þingmaður og fleiri sem otað hafa hinum rússneska tota, ef svo má að orði komast, verða nú að viðurkenna að spánska liðið er mun sterkara!
og mín spá gekk eftir og þá bara síðasta, en jafnframt stærsta skrefið eftir, að taka Þjóðverjana á sunnudaginn í úrslitaleiknum.
Ballac og félagar munu þar vart eiga möguleika ef Spánverjarnir halda uppteknum hætti frá seinni hálfleiknum, spiluðu þar sem sannir meistarar!
mbl.is Spánn mætir Þýskalandi í úrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að marggefnu tilefni!

Í senn leiðinlegustu og leiðustu fregnir sem til eru, þessar sífeldu og endurteknu af stútum og það á öllum aldri undir stýri!
Ömurlegt bara, svo ég hendi þessari meiningu minni út í loftið, tilbrigði við gamalkunnugt stef!

Skýlust það er skoðun mín,
skorinort því flíka.
Að banna ætti brennivín
og bjórhelvítið líka!

Þannig er mér stundum innanbrjósts já við lestur sem þennan, þó í raun sé heldur lítill talsmaður boða og banna!


mbl.is Karlmenn á sextugsaldri ölvaðir í umferðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EM, undanúrslit, seinni leikur. - Vel og viturlega mælt!

Það er ekki beinlínis alltaf sem orð sem höfð eru eftir þjálfurum eru jafngóð og þessi frá HR. Hiddink!
Að minnsta kosti er það einmitt smáatriðin, heppnin, sem ræður úrslitum á endanum.
ER til dæmis alkinn staðreynd að betri liðunum fylgir líka oftar en ekki viss heppni, þau vinna sigra þrátt fyrir misjafna frammistöðu og í tilvikum þar sem þau eiga það alls ekki skilið, eða eins og mörgum þótti um fyrri undanúrslitaleikin í gær milli Þjóðverja og Tyrkja. Þar hafði fyrrnenda þjóðin sannarlega vissa heppni með sér, sem þó Tyrkirnir vissulega höfðu líka haft með sér fyrr í mótinu.
En aftur skal það endurtekið og ítrekað, sanngirni er ekki fylgifiskur fótboltans, allavega ekki í mörgum tilfellum.

Ég yrði ekkert hissa ef sagan frá því í gær endutæki sig í kvöld, rússar yrðu sprækir, næðu jafnvel forystu, en Spanverjar hefðu þetta á endanum!
En hvernig sem leikurinn þróast, er ég harður á að þeir spænsku vinni og taki svo "þýska stálið" og bræði það í úrslitaleiknum!

Spá:
Spánn - Rússland 3-1.


mbl.is Hiddink: Heppnir að vera hérna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dæmið snérist við!

Já, það má með sanni segja, Tyrkir sem oftar en einu sinni höfðu bjargað sér eða sigrað á síðustu mínútunum, urðu nú fyrir því að tapa sjálfir með svipuðum hætti, eftir að hafa í heildina verið sprækari og spilaglaðari!
SVona er nú þessi merkilega íþrótt og í kvöld ssannaðist enn og aftur að sanngirni er ekki beinlínis fylgifiskur í fótboltanum!
Spáði annars 3-1, þannig að ég var glettilega nálægt því tölulega auk þess að geta mér rétt til um sigurvegarana!
En ég er ekki á því að Þjóðverjar séu verðandi meistarar, óneiónei!
Þeir verða á ferðinni annað kvöld!
En leikurinn í kvöld enn ein skemmtunun í fínni keppni!
mbl.is Þjóðverjar unnu Tyrki 3:2 og leika til úrslita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EM, undanúrslit, fyrri leikur. Þjóðverjar sigurstranglegir!

Alltaf gott já að vera búin að setja sér háleit markmið og meðan möguleikin er fyrir hendi, þá er svo sem engin ástæða til annars en að hljóma brattur!
Sigurlíkur Tyrkja fyrirfram verða þó varla taldir miklir og þá ekki bara vegna þess að leikbönn og meiðsli hafa rofið stórt skarð í hóp þeirra, heldur að þeirri einföldu ástæðu, að á venjulegum degi og með fullri einbeitingu, eru Þjóðverjar einfaldlega mun betri!
1 á móti þremur er líklega ekki svo fjarri lagi að giska á hverjar sigurlíkur Tyrkja eru.
En þessi í heild góða keppni, hefur ekki hvað síst orðið skemmtileg vegna óvæntra úrslita, svo það er aldrei að vita!?
Og ekki má gleyma hinum margfrægu Lukkudísum, sem heldur betur hafa verið á bandi Tyrkjana og komið þeim allavega í tvígang til bjargar á síðustu stundu!

Spá:

Þýskaland - Tyrkland 3-1.


mbl.is Þjálfari Tyrkja: Höfum ekki náð markmiðum okkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En, enga "Skósmiðstakta" samt, Hr. Jens!

Þessi orð Lehmanns fá mig til að láta hugan reika ein 26 ár aftur í tíman, á HM 1982, er menn voru ekki bara yfirlýsingarglaðir heldur komist upp með nánast allt inni á vellinum!
Atvikið sem rifjast nú upp, er auðvitað hið ótrúlega ljóta brot forvera Lehmanns í þýska markinu, Toni Schumacher,er einfaldlega er ekki hægt að gleyma!
Gerðist það í leik Þjóðverja gegn Frökkum, að hinn afbragðsgóði varnarmaður Patric Battiston, komst einn í gegn og átti aðeins Schumacher eftir til að koma boltanum í markið. Sá þýski gerði sér hins vegar lítið fyrir og óð á fullu skriði út á móti Battiston og stökk síðan á hann með afturendan á undan sér sem lenti af miklu afli á höfði frakkans!
Stórslasaðist hann að vonum og var borin meðvitundarlítill eða laus af velli.
En Toni karlinn glotti bara og fékk ekki einu sinni gult spjald minnir mig!
Með því verra sem sést hefur af slíku á fótboltavelli, en sem betur fer mun þó Battiston hafa náð sér vonum framar vel.
Ætla því rétt að vona að Lehmann taki ekki upp á neinu slíku í hita leiksins, en nóg hefur hann nú stundum látið skapið hlaupa með sig í gönur auk þess þess sem hann eftirminnilega var rekin af velli í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2006 er lið hans Arsenal mætti Barcelona og tapaði í eftirminnilegum leik!
mbl.is Lehmann reiðubúinn að fórna „lífinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættið nú alvedg!

Fjandakornið já, allt sem er ljóst eða hvítt og sést úr fjarlægð samasem BANGSIMON!
EF svona heldur áfram fær löggan leið á þessu og hlustar ekkert þegar svo sá þriðji í alvöru birtist og veldur usla!

Endurtekið óttahjal,
og ímyndunarbrestur.
Bangsimon í blöndudal,
bjartur reyndist hestur!?


mbl.is Bjarndýrsútkall í Langadal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dægurþras, en samt..

Jamm, svona dægurþras já eða dægurgaman, blöð og tímarit út um allar trissur voðalega upptekin af svona löguðu nú í seinni tíð, innihalda lista og alls kyns aðrar samantektir um hamingjan má vita hvað!
En svona út af fyrir sig er nú allt í lagi ef Dion dívan syngur hvað sem henni dettur í hug á tónleikum og það gildir nú líka um flesta aðra, enda fátt eða ekkert sem bannar það.
En spurningin bara að fólk skuli halda eins og í þessu tilfelli að það geti hentað því og sé tilhlíðilegt að það syngi allt bara ef það kunni lagið, er kannski annar handleggur og víst er að stelpan jók nú ekki beinlínis hróður sinn með þessu uppátæki.
og satt best að segja gæti ég vart hugsað það til enda ef Angus Young og félagar í AC/DC myndu svara í sömu mynt og tækju til dæmis titillagið þarna úr kvikmyndinni titanic!?
Að reyna að heyra Brian Johnson syngja það í huganum er nú tja, ekki bara fjarstæðukennt, heldur bara alveg voðalegt! En haha, hljómar við tilhugsunina líka bráðfyndið!
Annars eru til ógrynni af skelfilegum túlkunum á annars miklum perlum rokksins, svo margar að ég man hreinlega ekki eftir neinni sem hægt er að taka út og kalla versta.
Það sem mér hefur þó oftast fundist ömurlegast við svona endurgerðir og túlkanir, eru útsetningarnar miklu frekar en endilega söngurinn. þar á ég sérstaklega við endurhljóðblandanir þar sem vélrænuviðbjóðurinn í þágu danshúsa er klestur við!
ekki nógu sterk ofð til að lýsa vanþóknun minni á slíku.
SVo hefur líka mjög oft farið í taugarnar á mér þegar hinir og þessir poppsöngvarar eru að taka klassísk íslensk sönglög. Til dæmis fannst mér á sðínum tíma skelfileg útgáfa Bo á einu af okkar fallegasta sönglagi, í fjarlægð eftir Karl Ottó Runólfsson við ljóð Gests, á fyrstu Íslandslagaplötunni! Hvað sem hver segir, þá var þetta bara vond útgáfa og popparinn ástsæli réð einfaldlega ekki við lagið. En leikkonan fagra og broshýra, Þórun Lárusdóttir, gerði sama lagi nokkuð svo þolanleg skil hins vegar á plötu fyrir einu og hálfu ári eða svo.
Minnst er á Walk this Way sem eina af bestheppnuðu útgáfunum hjá Total Guitar.
Skal það nú áréttað, að lagið er eingöngu frá Tyler og Co. þetta er ekki lag þéttholda hip hop gauranna í RunCMC, bara svo það fari ekki á milli mála.
mbl.is Celine Dion sökuð um helgispjöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei, HÆTTA er nú á því!

Get nú ekki sagt að ég hafi verið tónlistarlegur aðdáandi, þó ég þekki einstök lög hans eins og margur fleiri. Slade, Sweet, Nazareth m.a. voru meir í deiglunni í kringum mig á þessum árum og sveitirnar tvær fyrstnefndu meir áberandi minnir mig he´rlendis í glys- og glamúrrokkinu um og eftir 1970.
Hef því lítið við það að athuga ef karlinn kemst aftur á ról í rokkinu, en óttast nú frekar að hann sé nei sannarlega ekki hættur þeirri yðju sem hann situr inni fyrir. Barnaníðingum og öðrum kynferðisafbrotamönnum er nefnilega mörgum hverjum ekki viðbjargandi, þeir haldnir einhverri meiriháttar sálarvillu er dregur þá til þessara óhæfuverka sem að leggjast á börn.Eina ráðið oft á tíðum að hafa strangt eftirlit með viðkomandi og koma þannig í veg fyrir eða útiloka sem mest að glæpir hans endurtaki sig!
hvernig þetta verður með Glitter er hins vegar á huldu og fylgir ekki fréttinni.
mbl.is Gary Glitter er hvergi nærri hættur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eir elskar Magnús Geir!

Eir, vinkona mín til margra ára, játaði mér ást sína sérstaklega um daginn!
SVo sem ekki sérstaklega í frásögur færandi, fólk er nú sí og æ út um borg og bý að "Skvetta og sletta" slíkum ástarjátningum og ekkert nema gott um það að segja!
Nema hvað, að ykkar einlægur er í senn sjálfsálitsslappur og sjálfselskur, svo mótsagnakennt það nú annars hljómar, svo hann svaraði þessari elsku svona.

Hví elskar þú kjána sem mig,
er kann ekki margt né skilur.
Sjálfselsku sjaldan nei dylur
og seint myndi verðskulda þig!?

Viðbrögð hennar?
Engin sérstök nema þetta væri auðvitað "Meistaraverk".
Jújú, þannig séð og út af fyrir sig er það alveg rétt hjá henni.
Og auðvitað viðurkenni ég að gott er að vera elskaður og af sem flestum!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband