Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Falleg haustvísa!

Það fer víst ekkert á milli mála, að haustið hefur í allri sinni litadýrð haldið innreið sína!
Þeirri dýrð fagna margir og njóta, en aðrir fyllast kvíða í kólnandi veðrinu, vitandi vits að veturinn er á næstu grösum!
En eftirfarandi vísa höfðar áreiðanlega til flestra, er eftir STeingrím Thorsteinsson ef ég veit rétt!?
Fólk leiðréttir ef það er ekki rétt.

Vor er indælt, eg það veit,
er ástar kveður raustin.
En ekkert fegra á fold eg leit,
en fagurt kvöld á haustin!


Hyllum Forseta vorn!

Eins og yfirgnæfandi hluti kjósenda, hef ég í stórum dráttum verið ánægður með Ólaf Ragnar í Forsetaembættinu!
VAr þess þó vel meðvitaður og lá ekki á þeirri skoðun þó, að menn yrðu að horfast í augu við það að ef stjórnmálamaður yrði kjörin að nýju, yrðu ef til vill og nánast örugglega deilur og þarf nú ekkert að taka fram að svo varð og heldur betur hressilega!
En þarna fyrir 11 árum var hann bara langbesti kosturinn!
Þetta sem og margt annað, fer sjálfsagt fyrir brjóstið á einhverjum, en mér finnst ólafur Ragnar hafa staðið vel í megindráttum varðandi þessi umhverfismál öll saman og halda á lofti þessum hugsanlegu slæmu afleiðingum af mengun af manna völdum á loftslagið!
N'u er svo bara spurningin þegar þriðja kjörtímabilið er langt komið, hvort Ólafur og hans yndislega frú, vilja "taka slagin" fjögur ár í viðbót!?
Þjóðin sjálf af stærstum hluta áreiðanlega alveg til í að hafa hann áfram!
mbl.is Forseti Íslands verðlaunaður fyrir baráttu gegn loftlagsbreytingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valsmenn léttir í lund - Titillinn í sjónmáli!

Sigur að vinnast og það sem ekki margir bjuggust við, FH búið að glata forystunni einni umferð fyrir lok mótsins, þannig að Valsmenn standa nú með ekki bara Pálma Pálma með sér í liði haha, heldur PÁLMANN Í HÖNDUNUM!
Eru komnir með einu stígi meir!
mbl.is Valur sigraði FH, 2:0, og fór á toppinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í einu orði sagt...

...GLÆSILEGT!
Og er þetta ekki litla systir Gunnars Heiðars markaskorara úr Eyjum? Gæti sem best túað því!
mbl.is Ísland áfram og Berglind með þrennu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið var!

Já, mikið var að maðurinn skoraði, eftir allt vesenið sem hann hefur skapað, ætti hann að vera skildugur að skora ekki minna en 40 mörk á tímabili!
En ekki er að spyrja að linku dómara sem mæta á Old Trafford og heimadómgæslu, reka grey nígeriska sttrákinn út af,fyrir engar sakir!
Afar kaldhæðnislegt líka, hann var jú heldur betur bitbein á sínum tíma milli Chelsea og Man. Utd.!
mbl.is Manchester United vann Chelsea 2:0
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Misstig"!

"Menn geta nú misstigið sig" er kannski eina sem menn geta sagt nú í herbúðum Rauða hersins, sem réttlætingu á því að hafa ekki lagt Birmingham að velli, kluðrað fullt af færum til að knýja fram sigurinn, á annars vel skipulögðu og baráttuglöðu varnarliði jaxlsins Steve Bruce!
Gæti orði dýrkeypt til lengri tíma litið, en ég er hins vegar ekki svo leiður, lið vinar míns, sunderland, tók sig nefnilega til í restina og jafnaði gegn erkifjendunum í Middlesbourogh, en oftar hefur það nú verið raunin að síðarnefnda liðið hafi unnið þessa nágrannaslagi!
En Arsenal brunar áfram, eru bestir í augnablikinu og efstir!
mbl.is Stórsigur Arsenal - markalaust hjá Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spá mín virðist vera að ganga eftir!

Eins og ég bjóst við, tryggðu Fjölnismenn sér sæti í efstu deild með því að ná stígi eða stigum gegn mínum mönnum í Þór, sem fyrir umferðina voru öruggir með sæti í deildinni.
Að vísu neita Eyjamenn að gefast upp við hið "ómögulega", að ná þriðja sætinu, unnu góðan og nokkuð óvæntan sigur á Þrótturum, en litlar líkur eru held ég á að Reyni takist að vinna Þrótt meðan Eyjamenn vinna Fjölni! (Miði er samt möguleiki" eins og þar stendur!
En Að mínir menn leyfi KA að redda sér endanlega með því að tapa fyrir þeim, KEMUR EKKI TIL GREINA!
mbl.is Grindavík og Fjölnir upp og Njarðvík bjargaði sér af hættusvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Sameinuð stöndum vér...

...sundruð föllum vér! Þannig kyrjuðu þeir víst í frönsku byltingunni minnir mig og þannig hefur áreiðanlega á svipaðan hátt íbúum Kársnessins í Kópavogi verið innanbrjósts nú, eða eitthvað í áttina!?
Með réttmættum hætti eða ekki, þá sýnir þetta glöggt hvað hinn almenni borgari getur að líkum haft áhrif ef hann er nógu samstæður og óbilandi í trú sinni þegar honum finnst yfirvaldið vera að troða sér um tær!
Gangi þessi áfangasigur eftir, þá er ekki ástæða til annars en að óska íbuunum til hamingju, þótt vissulega verði þetta ekki til að létta brúnina á bæjarstjóranum og er hún þó þung fyrir!
mbl.is Kársnesingar taka niður mótmælaborða sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Álitshnekkir!

Vægt til orða tekið álitshnekkir já og orðstír íþróttarinnar er nú sannast sagna orðin heldur rýr!
Í raun finnst mér þetta tímabil nú ónýtt og eru sjálfsagt margir sammála því! Þessi eilífðarhneykslismál og leiðindi milli samherja í liðum og síendurteknar breytingar á tímatökum og fleiru, gera það örugglega að verkum að áhuginn dvínar nú til skemmri eða lengri tíma. Auk þess sem svo brotthvarf hins umdeilda en gríðarvinsæla Schumachers, hafði þegar haft sín áhrif!
mbl.is McLaren áfrýjar refsingunni ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og svo vil ég bara benda á..

.. að frá örófi alda hafa Spánverjar og Portúgalir eldað grátt silfur saman, ekki beinlínis alltaf verið hlýtt á milli þessara gömlu nýlendustórþjóða!
En að fúkyrði hafi farið á milli finnst mér nú aðeins of mikið sagt reyndar, allavega í tilfelli hins alla jafna mjög svo dagfarsprúða og kurteisa Rafael Benitez! En allir vita nú hvernig Jose (borið fram Hose, ekki djoseandskotansenskuframburði!) hefur hagað sér og talað!
mbl.is Benítez neitaði að tjá sig um Mourinho
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 218016

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband