Nú, Katrín auðvitað eða Þormóður! VArla Óli Stef?

Það finnst mér nú liggja í augum uppi, hún fyrirliði hins frábæra kvennafótboltaliðs landsins, sem spilar í úrslitum EM í Rinnlandi næsta sumar og hann TRÖLLIÐ í Júdó, komst í 16 manna úrslit á OL...!
ER manninum nú alvara, að þessi komi helst til greina, en varla neinn handboltahetjanna, SILFURDRENGJANNA frá Ol!?
Nei, kannski ekki alveg, en eftir allt húllumhæið fyrir ári með þetta kjör, er bara erfitt að taka það alvarlega eða á einvhern hátt hátíðlega!
Auk þess vita svo allir sem vilja vita, að...

....ÓLAFUR STEFÁNSSON ER ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS 2008,

fyrst ekki var hægt að tilnefna alla drengina.
Hef nú annars fyrir margt löngu skrifað um þetta og bent á frábæran árangur Ólafs í heild á árinu, allir titlar unnir sem hægt var að vinna á Spáni og svo Meistaradeildartitill auk silfursins á Ol!
Hann ætti því einnig að vera sterkur kandidat sem handknattleiksmaður ársins í heiminum, myndi maður halda!?


mbl.is Hver verður íþróttmaður ársins?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Jú meistari góður nú mælir þú heilast, auðvitað er Óli íþróttamaður ársins með fullri virðingu fyrir hinum 9 á listanum. Það hefur enginn í sögu lýðveldisins leitt lið sín til annarra eins afreka og hann gerði á síðasta ári og svo get ég ekki beðið eftir því að heyra viðtalið við hann í kvöld eftir afhendinguna til að sjá og heyra hvaða gullkorn hnjóta af vörum hans. Ef hann vinnur ekki þá er það bara lögreglumál, en maður spyr sig. Kv. Tótinn

Þórarinn M Friðgeirsson, 2.1.2009 kl. 12:18

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jamm tóti, það þarf ekkert að ræða þetta og þú Sigurður hefur svo kannski alveg rétt fyrir þér með næstu sæti, nema hvað Alexsander ætti alveg eins skilið annað hvort þeirra!

En það ætti já bara að efna til fjöldamótmæla ef Heimspekingurinn vinnur ekki og beita svei mér þá bara borgaralegri ótukt ef ekki vill betur að leiðrétta kjörið!

En í meiri alvöru talað, þá er þetta kjör léttvægt og bara mest spennandi við það sem þú segir Tóti, að heyra viðbrögð Ólafs við kjörinu!

Magnús Geir Guðmundsson, 2.1.2009 kl. 14:15

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

  Auðvitað ÓLI

Hólmdís Hjartardóttir, 2.1.2009 kl. 14:47

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Auðvitað Hólmdís!

Magnús Geir Guðmundsson, 2.1.2009 kl. 15:48

5 Smámynd: Víðir Benediktsson

Svona í alvöru og með fullri virðingu fyrir öðrum, þá kom enginn annar til grein.  Hins vegar er Margrét Lára Viðarsdóttir íþróttamaður á heimsmælikvarða og vann þennan titil í fyrra. Mér kæmi ekki á óvart þó hún kæmi oftar við sögu í framtíðinni.

Víðir Benediktsson, 3.1.2009 kl. 09:08

6 Smámynd: Gulli litli

Byrjaður í íþróttunum ha?

Gulli litli, 3.1.2009 kl. 13:57

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Víðir minn, það hefur verið ljóst í marga ma´nuði, að Ólafur væri ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS, skrifaði pistil um það og að sjálfsögðu í fullri alvöru, fyrir nokkru!

Afrek hans á nýliðnu ári yfirgnæfðu allra annara og rúnlega það, svo einfalt er það dæmi já!

En með Margréti Láru, þá hlýtur þú að muna sem mikill áhugamaður um boltan, að kjör hennar á sl. ári kom ekki til að góðu og hún var ALLS EKKI íþróttamaður ársins 2007 hvað afrek snerti. Önnur stúlka, Ragna INgólfsdóttir stóð henni einfaldlega mun framar í samanburði, en nenni annars ekki að rifja þessi leiðindi upp aftur. Þau gera það hins vegar að verkum, að þetta kjör er afskaplega léttvægt og lítils metandi í mínum augum.

Hóhó Gulli minn, gaman að fá þig aftur í heimsókn og gleðilegt árið!

VEgni þér og fjölskyldunni vel á árinu!

Magnús Geir Guðmundsson, 4.1.2009 kl. 00:26

8 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Magnús minn Geir;  Erum við ekki bara stórust ?

Gelilegt nýtt Annus Mirabilis

Hildur Helga Sigurðardóttir, 4.1.2009 kl. 08:57

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú hafðir rétt fyrir þér Magnús minn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.1.2009 kl. 13:42

10 Smámynd: Solla Guðjóns

Óli er vel að titlinum kominn.

Solla Guðjóns, 4.1.2009 kl. 22:34

11 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hehe Hildur Helga STÓRBLAÐAKONA, jú gott ef ekki er!

Kær áramótakveðja til þín!

Þurfti nú ekki mikla getspeki til frú Cesil og víst var hann vel að þessu komin Sólveig!

Magnús Geir Guðmundsson, 5.1.2009 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 218008

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband