Mótmæli með reisn!

Í ljósi reynslunnar er nú ekki alltaf hægt að treysta orðum löggæslunnar um fundi sem þessa og fjölda þátttakenda á þeim, talan 6000 því allt eins líkleg að vera uppundir 10000 í raun eða um það bil kannski!?
En um stemninguna fer Geir Jón hins vegar nærri um, friðsamleg en jafnframt í þeim anda kröftugri og skilaboðin með mótmælunum skýrari en nokkru sinni fyrr!
Hver veit nema að hérna sé að myndast eða skjóta rótum hefð fyrir mótmælum þó vissulega sé það vonum seinna að margra mati, löngu komin tími til og ef ekki núna, þá hvenær!?

Mótmæli að sönnu með sóma
sýndi nú lýður háróma.
Trega sinn tjáði,
traustu með ráði
Í faðmi friðar og blóma!

H'er segir svo reyndar einnig af einhverjum sem gerðu svipað og fyrir viku var gert, grýta eggjum m.a. í þinghúsið, en þá frásögn tekur maður nú með fyrirvara og gerir ekki meir úr að svo komnu, til eða frá.


mbl.is Friður og blóm á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það fór allt vel fram þangað til nokkur fermingarbörn hófu að kasta ehhjum og Klósettrúllum...þá fór ég heim

Hólmdís Hjartardóttir, 15.11.2008 kl. 18:53

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Fermingarbörn já!?

Og köstuðu ekki bara EGGJUM heldur sóuðu líka bráðnauðsynlegum pappír, aldeilis!

En skildi einhver hafa gefið snótinni blóm eða boðið kakó!?

Magnús Geir Guðmundsson, 15.11.2008 kl. 19:18

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

ekkert kakó.....en mikil Húsvísk matarveisla í kvöld

Hólmdís Hjartardóttir, 15.11.2008 kl. 19:43

4 Smámynd: arnar valgeirsson

þetta var alltof rólegt. var með piltana mína tvo og þorði ekki að vera næst sviði né alþingishúsi, ef eitthvað færi af stað. en ekkert gerðist.

vantar að velta bílum og kveikja í húsum og hafa þetta almennilegt.

arnar valgeirsson, 15.11.2008 kl. 19:55

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Húsvísk veisla = Táp og fjör og frískir menn, fljótandi öl og kæti!

Hehe, þú ert maður mótsagna Arnar minn, en það kviknaði nú samt í einu húsi þarna í eða við miðborgina ekki att, við Baldursgötu!?

En þú ert semsagt svolítil gunga svona, með opin túllan en tregur til framkvæmda ! Og kannski eins gott, en Leeds tapaði, fjárans maður!

Magnús Geir Guðmundsson, 15.11.2008 kl. 22:00

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Allt fór þetta vel og friðsamlega fram, alveg eins og það á að vera Magnús minn ójá og sjónvarpað og alles.  Bara gott mál. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.11.2008 kl. 15:18

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Fórstu í mótmælin MG?  Varstu einn af þessum fimmhundruð?

Ef ekki þá verðið þið 501 ef þú mætir næsta sunnudag.

Löggan að telja, fruss.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.11.2008 kl. 16:31

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Takk fyrir það mínar glæstu freyjur, Anna og Cesil!

Jamm, en eins og þið heyrið á dísinni efst tóku einvher börn að láta íllaa þarna í mannhafinu í Rvk., en í það heila öflugur fundur. Ég er nú friðsamur mótmælandi alla daga hvort sem er, bæði númer eitt og fimmhundruðogeitt!sem

Magnús Geir Guðmundsson, 16.11.2008 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 218019

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband