Herdís er yndisleg!

Ég hef nú margoft líst ánægju minni með tilurð Dags íslenskrar tungu og tengingu hans við drengin sem fæddistt, "Þar sem háir hólar, hálfan dalin fylla", eins og Hannes H. orðaði það í kvæðinu um Öxnadalinn!
Afskaplega mikilvægt að gera tungumálinu sem hæst undir höfði og það auðvitað sem flesta daga, en líka svona með sérstökum hætti.

Og mikið er ég glaður að sjá þessi tíðindi, að sú bæði yndislega og stórmerkilega kona hún Herdís skuli vera heiðruð í dag, því fáir núlifandi Íslendingar hafa lagt eins mikið til góðrar innrætingar og kennslu barna en einmit hún!
Man enn eftir henni á vordögum Sjonvarpsins í STundinni okkar, svo afskaplega ljúflega og SKÝRA Í TALI kenna föndur eða eitthvað slíkt og þannig ná með einstökum hætti til þorra barna þess tíma í landinu öllu, ekki bara til þeirra er hún kenndi hundruðum saman í Ísaksskóla í áratugi!
Því einstaklega vel við hæfi að heiðra hana í dag já og það þótt fyrr hefði verið.
Það vita svo ef til vill ekki allir, að faðir Herdísar var sá afburða hagyrðingur, Egill Jónasson, löngum kenndur við Húsavík!
Herdís sjálf líka sett ýmislegt saman hygg ég nú, þó hún hafi í þeim efnum sem öðrum að mestu eða öllu leiti gert það í þágu æsku landsins, því ekkert gefið sig sérstaklega út fyrir að vera hagmælt. Um það hefur hins vegar afabarn Egils, Friðrik Steingrímsson séð dyggilega fyrir hönd fjölskyldunnar, ef svo má að orði komast, hann landsþekktur fyrir braggáfu sína!
Sömuleiðis er svo ánægjulegt að Útvarpsleikhúsinu sé veitt viðurkenning í dag, hefur það átt sinn þátt í menningaruppeldi margra kynslóða og gegnir enn mikilvægu hlutverki.
En svo bara lítil kveðja í lokin!

Æsku landsins Vegvísi,
vel nú fagna ég.
Húrra fyrir Herdísi,
hún er yndisleg!


mbl.is Herdís Egilsdóttir fær verðlaun Jónasar Hallgrímssonar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Herdís er flott

Hólmdís Hjartardóttir, 16.11.2008 kl. 18:00

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Og þú ert með skott HH!

Finnst "flott" ekki nógu fallegt orð um frú Herdísi og auk þess er það allt of mikið notað og um allan fjáran!

Magnús Geir Guðmundsson, 16.11.2008 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 218018

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband