Sýnd veiði, en ekki gefin!

Ég held nú að það megi segja í bæði tilviki Liverpool og Arsenal, bæði Twente og Standard Liege góð lið hæglega gætu gert ensku liðunum skráveifu ef þau mæta ekki einbeitt til leiks og hafa ekki stillt strengina nægilega eftir sumarfríið.
Standard er auðvitað gamla félagið hans Ásgeirs Sigurvinssonar, þar sem hann spilaði um árabil og þroskaðist upp í að verða afburðaleikmaður. Man þetta nú ekki svo gjörla lengur, en held að með Standard hafi austfirskættaði Eyjapeyin Ásgeir unnið allavega einn bikar áður en hann steig næsta skref og fór til Suttgard í Þýskalandi og varða allavega meistari ef ekki bikarmeistari líka, auk þess einu sinni minnir mig að vera kjörin besti leikmaður ársins.
Auðvitað eiga þeir í "Rauða hernum" að vera mun sterkari, en eins eða mesta lagi tveggja marka sigur samanlagt kæmi nú ekkei á óvart eftir góða baráttu belganna!
Flestir aðdáendur Liverpool eru þó nú þegar nær og nær dregur, meir spenntari fyrir ensku deildinni, sem hefði getað unnist á sl. tímabili fótbolta- og mannskapslega séð, en gerðist því miður ekki, en nú á að taka hraustlega á'ðí er markmiðið og kveða í kútin til dæmis orð Owen Hargraves, sem lesa má um hér annars staðar á síðunni, um að baráttan verði númer eitt milli hans liðs og Chelsea!
´Stjórinn Alex Ferguson er reyndar á öðru máli og telur í viðtali fyrir stuttu, að Liverpool og Arsenal verði helstu keppinautarnir.
Við bíðum bara og sjáum til.
mbl.is Stórliðin höfðu heppnina með sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

maður veit sosum ekkert hvað gerist en þínir menn eru pínu óútreiknanlegir. tel þá varla hafa þetta, en hanga þarna í topp fjórum.

Leeds tekur þetta. ekki spurning..........

arnar valgeirsson, 2.8.2008 kl. 01:11

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Haha, þú ert ekki aðeins hinn dægilegasti húmoristi heldur besti bjartsýnismaður líka Arnar minn! En Leeds hljóta bara að fara upp úr 2. deild núna, voru grátlega nálægt því í vor og það þrátt fyrir stigamissin.

Púlararnir voru nú þokkalega hressir í dag gegn Rangers, trúi ekki öðru en þeir geri nú heldur betur en að hanga bara í topp fjórum!?

Magnús Geir Guðmundsson, 2.8.2008 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 218060

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband