Fórnarlambið Ólafur!

Mér er enn í fersku minni er Ólafur F. Magnússon, var nánast í beinni útsendingu hrakin úr Sjálfstæðisflokknum með háðsglósum og frammiköllum er hann reyndi að réttlæta sín sjónarmið í náttúruverndarmálum á landsfundi flokksins.Fyrir þetta uppskar hann mikla samúð og flaut meðal annars auðvitað inn aftur í borgarstjórn í sérframboði ekki löngu síðar.
Með hjálp fleiri afla´, m.a. Íslnadshreifingarinnar, endurtók svo Ólafur leikin aftur í sl. kosningum og við þekkjum svo gjörla framhaldið, Alla þessa yfirdrifnu framvindu, bullið og vitleysuna sem dunið hefur á reykvíkingum!
Þetta er nú bara enn eitt innleggið í það allt saman,þá viðleitni Ólafs að því er virðist að upplifa sig enn sem eitthvert fórnarlamb vondra afla!
Í ýtarlegri frásögn í blaðinu, meir en hér greinir, koma þó slíkar ásakanir að ha´lfu hans í garð Helga, að jaðrar nú við meiðyrði eða atvinnuróg!
Ásakar Hann um að vera óheiðarlegan og tengir svo þá ásökun við læknismenntun sína, sem verður ekki öðruvísi skilið en að hann dragi heilsufar Helga í efa!
Er þá bleik brugðið satt best að segja í ljósi alls sem gekk á síðla vetrar með Ólaf sjálfan og sannarlega bága heilsu hans um hríð.
Og aðrar ásakanir hans og orð í þessu spjalli minna eiginlega líka á frávita fótboltaþjálfara að tjá svekkelsi sitt eftir stórtap og horfandi á það að vera líklega sparkað úr starfi fyrir vikið!
Í senn ömurlegt og sorglegt verð ég að segja.
Helgi Seljan vissulega kappsamur og kannski á stundum um of, en líkt og í írafárinu með Jónínu Bjartmars, á hann hygg ég ekki skilið slíkar dylgjur sem hér eru bornar á hann.
Ólafur er sannarlega sinn eigin gæfusmiður sem borgarstjóri og ef hann þolir ekki KASTLJÓSIÐ sem því fylgir að gegna embættinu í fyllstu orðsins merkingu, ætti hann að drífa í því að standa upp og kveðja!
En svo er það hitt, að D listaliðið situr uppi með þetta sem fyrr og ber að sjálfsögðu sína ábyrgð og kann ef til vill líka að þurfa að gjalda fyrir það!
mbl.is Ólafur: Boðaður á fölskum forsendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Frábær pistill.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.8.2008 kl. 09:46

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Slæmur pistill.

Steingrímur Helgason, 1.8.2008 kl. 09:59

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þakka ykkur báðum snillingunum, staðan semsagt 1-1!

En hvað skildi gera pistilinn frábæran og hvað slæman?

Ekki veit ég það!

Magnús Geir Guðmundsson, 1.8.2008 kl. 10:08

4 Smámynd: Þórbergur Torfason

Rétt og hnyttilega að orði komist Magnús. Þörf upprifjun, hvernig mannkertið hefur lent í þessu öngstræti. Liggur við að maður vorkenni Reykvíkingum að þurfa að fjölga í heilbrigðisstétt innan ráðhússins.

Þórbergur Torfason, 1.8.2008 kl. 10:20

5 identicon

Glæsileg upprifjun hjá þér Magnús um flokkamelluna Ólaf F og það hvernig hann er ýmist hrakinn úr Sjálfstæðisflokknum eða notaður af þeim til að koma þeim til valda. Ólafur F var í Sjálfstæðisflokknum, situr sem borgarstjóri fyrir Frjálslinda, en er í Íslandshreyfingunni. Ekki beint skrítið að andlega hliðin sé í rúst. Ég hef séð hunda ruglast á því að elta skottið á sjálfum sér, en þeir ruglast enn meir á því að elta annara skott út um allt.

Stefán (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 10:48

6 Smámynd: Johnny Bravo

Ég er ekkert sammála þér, meiðyrði og atvinnuróg á Helgi fullkomlega skilið enda hegðaði hann sér ekki mönnum sæmandi og als ekki mönnum í hans stétt. Skil ekki að hann haldi að hann stjórni eitthvað, skil það betur ef að það væru 2 viðmælendur, hann er bara heppinn að eitthver vill koma í þennan þátt hans um mitt sumar og tala við hann.  Kannski væri bara betra ef að einhver stjórnarastæðingur hefði komið og reynt að spyrja borgarstjóra og þáttarstjórnandinn væri að passa uppá að báðir fengju að tala.

Maðurinn kemur þarna í umræðu þátt og fær ekki að tala út, það var verið að spyrja um þessa konu, sem var aðstoðarkona hans og virkaði ekki sem slík vegna þess að hún hafði aðrar skoðanir en stefnuskrá flokksins og hann, en hún var látin vera áfram í skipulagsráði og þau ekki alveg jafn miklir vinir og áður vegna starfa hennar sem aðstoðarmaður.

Svo vill hún þennan háskóla þarna en hann ekki og það er nú svo að flokkur sem fær menn inn í ráðhúsið velur fulltrúa í ráð og getur skipt þeim út ef þeir hætta að vinna útfrá stefnu flokksins.  Það var búið að svara þessu og Helgi Seljan dóni hélt áfram að spyrja um það sama 6-8sinnum og það er ekkert að koma eftir í þessu máli og þar af leiðandi var þetta viðtal tímasóun áhorfenda en ekki fræðsla um bitruvirkjun og hugsjónir og stefnu borgarstjóra um miðborgina.

Johnny Bravo, 1.8.2008 kl. 10:54

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þakka þér Þórbergur og tek undir að Reykviðkingum er orðin vorkun af öllu þessu "Sirkúshafaríi"!

Hehe STefán, myndlíkingin þín bendir sterklega til þess að þú hafir nokkuð alið mannin í sveit og ekki er það nú slæmt. Og svei mér að hún er ekki heldur út í bláin.

Löng og mikil varnarræða hjá þér JB, Ólafur yrði held ég bara glaður að lesa þetta og myndi kannski bara reka einvhern úr öðru ráði og setja þig inn í staðin!? Get út af fyrir sig verið sammála þér um, að stundum er betra já að hafa andmælendurnar tvo á milli stjórnandans, en þarna var það sjálfsagt ekki inn í myndinni. Stjórnmálamenn nútímans verða að skilja að þeir eiga að geta staðið fyrir sínu máli er þeir valda deilum með verkum sínum og það þýðir ekkert að ætla svo eins og Ólafi er ákaflega tamt af úreltum sið, að svara aldrei beint því sem hann er spurður, heldur tala sem mest í kringum hlutina til að afvegaleiða spyrilinn. Það sýndi sig með Helga, að slíkt þýðir ekkert og framkoma Ólafs var því einfaldlega aumleg og það já líkt og hjá tapsárum fótboltaþjálfara skömmu eftir slæmt tap!

Magnús Geir Guðmundsson, 1.8.2008 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband