Færsluflokkur: Vefurinn

Afbragðsgóð og aðgengileg vefsíða!

Ætlaði fyrir löngu að vera búin að mæla með þessari síðu, en geri það loksins núna.

cafesigrun.com

Ein af betur gerðum og aðgengilegri vefsvæðum á netinu, þar sem hollustuhættir í matargerð eru í fyrirrúmi í mjög fjölbreyttri mynd!
Sykur, ger og hveiti ekki að finna í neinni af hinum fjölmörgu uppskriftum eða þá í algjöru lágmarki.
Svæði er svo ekki hvað síst merkilegt fyrir þær sakir, að það er sérlega aðgengilegt og hannað með það í huga að flestir ef ekki allir sem á annað borð geta notað tölvur og netið, geti jafnframt notað það.
Alltaf ástæða til að hrósa því sem vel er gert og er í þágu góðs málstaðar!


Bolir og fleiri flíkur!

Það er örugglega orðin gömul uppátektarsemi, að líkja fólki á einn eða annan hátt við flíkur, eða lýsa fólki misgóðu með slíkum nafngiftum.Beint eða óbeint, Bubbi fann að líkindum upp Jakkalakka um árið yfir vissa gerð karlmenna og konur geta verið algjörar "dúllur" eða "Blúndur" eftir atvikum!
Svo er það nútíminn, til eru "Hnakkar" "Úlpur" og svo "Hnakkamellur" sem frægt varð!
Og "Blir" líka, samanber bloggfyrirbærið sem kallar sig því nafni og hefur með ýmsum klækjum komið sér á topp vinsældalistans hjá Moggablogginu!
Kíkti eitt skipti snöggt inn á það, en stökk jafnharðan út aftur, ekki fyrir minn smekk! Einn frekar stór galli við Moggabloggið, að nafnleynd skuli leyfð.

Bloggvinkona beitt órétti!

Ég er núna rétt búin að vera bloggari í tvo mánuði, auk þess sem ég hef fylgst sæmilega með Moggablogginu nokkuð lengur.
En það var nú ekki fyrr en í gær, sem ég í fyrsta skipti sá bloggfærslu sem fengið hafði "Rauða spjaldið" einhver hefði tilkynnt um óviðeigandi tengingu við frétt! Margt hefur þó borið fyrir augu fyrr sem manni hefur vægast sagt þótt vera á mörkunum, ef þá ekki bara yfir þeim er tengjast velsæmi, en engin kippt sér upp við það og "klagað"!
En semsagt í gær sá ég þetta fyrst og trúði þá vart eigin augum!
Í hlut átti nefnilega nýjasta bloggvinkona mín, hún Helga Guðrún Eiríksdóttir úr Skagafirðinum, en er nú fróm og flott blaðakona í veldi Betu drottningar töff stelpa sem auðvelt er að verða skotin í, sem er nú alveg nógu merkilegt út af fyrir sig, nema hvað að hún fær þetta "ofbeldi" yfir sig fyrir litlar sem engar sakir!
Jújú, fregnin var ekkert gleðiefni, um Íslendingin sem sýkst hafði af Hermannaveikinni, en skemmtilega orðafléttan hennar Helgu Guðrúnar í myndrænum gletnisstíl með svolitlu "náttúruívafi", var augljóslega EKKERT að gera lítið úr henni, BARA ALLS EKKERT!
Ég er bara alveg gáttaður á þessu og velti fyrir mér hvort Helga Guðrún eigi einhverja óvini, eða hvort einhver þurfi að hefna sín á henni?
Kíkið sjálf!

http://blekpenni.blog.is/blog/blekpenni/entry/283275/


« Fyrri síða

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 218001

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband