Bolir og fleiri flíkur!

Það er örugglega orðin gömul uppátektarsemi, að líkja fólki á einn eða annan hátt við flíkur, eða lýsa fólki misgóðu með slíkum nafngiftum.Beint eða óbeint, Bubbi fann að líkindum upp Jakkalakka um árið yfir vissa gerð karlmenna og konur geta verið algjörar "dúllur" eða "Blúndur" eftir atvikum!
Svo er það nútíminn, til eru "Hnakkar" "Úlpur" og svo "Hnakkamellur" sem frægt varð!
Og "Blir" líka, samanber bloggfyrirbærið sem kallar sig því nafni og hefur með ýmsum klækjum komið sér á topp vinsældalistans hjá Moggablogginu!
Kíkti eitt skipti snöggt inn á það, en stökk jafnharðan út aftur, ekki fyrir minn smekk! Einn frekar stór galli við Moggabloggið, að nafnleynd skuli leyfð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Gaurinn var víst að djóka í okkur ... og ég sem hélt að þetta væri bara enn einn töffarinn sem bloggar við fréttir! Nú skilst mér að hann verði afhjúpaður eða hafi verið látinn hverfa! Mjög gruggugt!

Guðríður Haraldsdóttir, 14.8.2007 kl. 16:43

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þú segir það bara Guðríður góð!

En getur þetta ekki bara verið svona uppgerðar töffaraskapur í fleiri en einum, svona til að sanna fyrir sjálfum sér og öðrum, að hægt sé að "hræra upp í þessu Moggabloggsdrasli"? Kæmi mér ekki á óvart, enda óknyttastrákur sjálfur stundum, eins og þú veist!

Annars átti nú að standa í fyrirsögninni "Bolir" ekki "Bolur" en nennti svo ekki að breyta því.

Magnús Geir Guðmundsson, 14.8.2007 kl. 17:12

3 Smámynd: krossgata

Ég kom held ég einu sinni inn á þetta treyjublogg, en þar var ekkert merkilegt og satt best að segja hélt ég að þetta væri fótboltabullublogg og kom því ekki aftur.

Nafnopinberun breytir engu í þessu.  Það er nafnleynd um allt internet og hefur verið um árabil - og er reyndar á öllum bloggum sem ég hef rekist á .  Það verða alltaf til sjálfskipaðir grínarar leynt eða ljóst.  Annars fannst mér þetta ekki alvarlegt uppátæki og enginn sakaður um að hafa drepið neinn og engar morðhótanir.  Svo hann fær ekki "Lúkasinn" eins og Gurrí orðaði það svo snilldarlega annars staðar.

Það er samt ákaflega merkilegt hvað margir moggabloggarar og vísisbloggarar og nokkrir aðrir eru uppteknir af því að fá nafn og kennitölur (smá ýkt) og annað þykir bara ekki fínt.  Þegar alls staðar fólk er varað við að gefa persónulegar upplýsingar á netinu, sem meðal annars vörn fyrir misyndismönnum, (fyrir utan að þetta er rótgróið í netmenningunni).  Börnum og unglingum er sagt að gefa engar upplýsingar til neins á netinu.  Þar til allt í einu er komið á íslenskar bloggsíður... rétt eins og það sé eitthvað öruggari staður en annars staðar í netheimum.  Þetta eru tvöföld skilaboð í mínum bókum.

krossgata, 14.8.2007 kl. 21:43

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ágæta Krossgata!

Veit nú ekki alveg hvaða tvöföldu skilaboð þú átt við, að halda úti bloggsíðu þar sem þú viðrar skoðanir þínar og eftir atvikum í athugasendakerfinu hjá öðrum, undir fullu nafni er eitt, verandi fullorðin einstaklingur, en alltallt annað að vera barn og unglingur flakkandi inn á einhverjum ótilgreindum spjallsvæðum, þar sem nefndir misyndismenn eru gjarnan í því augnamiði að lokka ungviðið út í fenið til sín!Þetta er alveg tvennt ólíkt í mínum huga og ósambærilegt!

Hvað varðar svo þetta "snilldaruppátæki" Henrys Birgis sem Bolur, þá fannst mér ekki skipta máli hvort hann væri sniðugur eða ekki, heldur hver tilgangurinn var í raun og veru! Jújú, nafnleyndin hefur ríkt, en undir fullu nafni hefði Henry aldrei getað þetta og ég held raunar að ekki sé öll sagan sögð með uppátækið, þótt hann segist afhjúpa gjörningin á svæðinu sínu á visi.is.En einhverjum stendur ekki á sama um þetta líka, allavega ef marka má aðstandendur Moggabloggsins, Henry lísir líka ekki beinlínis yfir ást á því í "afhjúpunarpistlinum"!

Kannski skrifa ég pistil hérna um hvað mér finnst augljóslega búa að baki, nenni því allavega ekki ennþá og vonast reyndar að aðrir uppgötvi það sem mér sýnist liggja að baki.

Magnús Geir Guðmundsson, 14.8.2007 kl. 23:00

5 Smámynd: krossgata

Börn og unglingar vafra á bloggum líka og halda úti bloggum, líka á moggablogginu. 

Annars var augljóst að Henry þessum Birgi þótti lítið til moggabloggsins koma, það (moggabloggið) er þó ekki verra en önnur blogg.  Hann hefði kannski átt erfiðara með þetta undir sínu nafni - held ekki, mér finnst nafnið ekki skipta máli - en sem Sigurður Jónsson eða Nonni Nonn alveg sömu möguleikar og bolur bols. 

Ekki veit ég hvað lá að baki eða hver tilgangurinn var.  Þetta mun þá algerlega hafa mistekist hjá honum ef fólk sér ekki hvað hann er að fara með uppátækinu. 

krossgata, 14.8.2007 kl. 23:52

6 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ma ma ma ma maður verður náttúrlega að ganga milli bols og höfuðs á svona mönnum sem nota flíkur til að flíka svona dýrslegum hvötum og kommentum!

-R. Reykás

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 15.8.2007 kl. 00:21

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hahahaha! Þú ert í banastuði í kvöld frú H.G.!

En við þig sem ert á bak við nafnið Krossgata, þá sýnist mér bara að við verðum að vera sammála um að vera ósammála! ÉG get að minnsta kosti ekki sett samasemmerki á milli spjallrása eða jafnvel MSM samskipta og svo galopina bloggsíða eins og Moggabloggsins!En einmitt, Moggabloggið er sannarlega ekki verra en önnur slík svæði, jafnvel betra en sum, því geta menn áfram spurt hvað Henry gekk í raun og veru til!

Magnús Geir Guðmundsson, 15.8.2007 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 218044

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband