Færsluflokkur: Vefurinn

Komin í "Fésbókarfárið"!

Jájá, bara svona rétt að láta ykkur vita sem hafið e.t.v. ekki frétt af því enn, komin með skráningu í þeim suðupotti!
En ekkert merkilegra en þessi fátæklega síða hérna, á enn eftir margt ólært, en ef einhver vill spjalla, til dæmis einhver af gyðjunum mínum í vinahópnum, þá er það hægt með því að tengjast þar líka. Svo hefur eitthvert bull hrokkið upp úr mér þarna líka og sumt verið fært héðan þangað,en kannski ekki mjög merkielegt.
Þó má smá vísukorn fylgja með he´rna sem ég setti hjá ekki minni manni en skáldinu Hallgrími Helga, sem virðist reyndar eiga allt of marga vini fyrir svo þúsundum skiptir! En eftir að ég hafði samþykkt hans vinabeiðni, kom þessi litla staka.

Það nú alveg segi satt,
um svip minn breiddist gleðiljómi.
Að komast undir Hallgríms hatt,
heiður bæði er og sómi!


Ég hjá Jóni Val!

Hvað er betra á fögru sumarkveldi, nú eða um dag þegar lítið er að gera eða lundin ei svo létt, en að skella sér inn á bloggið hjá guðfræðingnum kjaftgleiða Jóni Val Jenssyni og gleyma sér þar smá stund, ég bara spyr!?
Það geri ég stundum, eins og fyrr hefur komið fram og víla ekki fyrir mér að svetta einhverju blaðri eða bögukorni í athugasendum, mér til mikillar ánægju og skapsbótar oft á tíðum! Skiptir mig engu þótt andsvörin séu oft út í hött og heldur óbilgjörn sem tíðum hjá kappanum, virkar sjálfsagt álíka á mig líkt og vatni sé skvett á gæs!
Jóni Val líkar ekki mjög önnur sjónarmið en sín eigin varðandi Icesave og sendi mér þessa alveg ágætu sendingu um margt í fjórum línum.

Icesavesnatar ýlfra hátt,
aumka breska vini.
Að mýkja þá er mikið brátt,
Magga Guðmundssyni.

Auðvitað ekki sammála innihaldinu, en afar ánægður með sjálfan mig, setti ég þetta í snarhasti á blað sem andsvar.

Tilfinning er tær og góð,
talsvert stoltur er.
Kveðskapar að kveikja glóð,
í KJAFTASKINUM þér!

Nú svo var hann sem oftar með frjálsa túlkun á orðum annara, sem ég leyfði mér að gera athugasend við. Ekki féll karli það alls kostar frekar en fyrri daginn og orðaði það þannig, að Magnús "þessi" væri lítt marktækur.
Launaði ég fyrir mig svona.

Mælir svo Magnús ÞESSI,
af munni hógværa bæn.
Að dável drottin þig blessi
og dæmi Syndugi-Jón!

Skemmst er frá því að segja, að þögn brast á, sem gerist nú ekki á hverjum degi á þeim bænum!


´"Ég er tvegg' ára trítill...

...í tilveru bloggsins,
Heimskur, haldlítill,
hirðingi goggsins!

Ég á semsagt tveggja ára bullogblaðurafmæli á Moggablogginu
og ætla bara svei mér þá ALLS EKKI að hætta að því tilefni!
Þetta er nefnilega svo gaman, lenda í röfli, fá yfir sig skæðadrífu skamma og skætings bara vegna þess að mannlífskannanir eru mér kærar (eins og að kanna innræti aðdáenda viss enks fótboltafélags, sem fyrsti stafurinn í er Manchester) gera öðrum bloggurum lífið leitt eða skemmtilegt eftir atvikum, atast í stelpum allra kynslóða o.s.frv. o.s.frv...

Hef reynt margt afar skemmtilegt og fróðlegt og sumt raunar alveg sprenghlægilegt í öllum sínum alvarleika sem nú skekur þjóðina.
Aðeins einum öðrum bloggara hefur svo við mig mislíkað,að hann hefur lokað á mig, en það er engin annar en hinn sjálfsskipaði sérfræðingur þjóðarinnar númer eitt í peningamálum og raunar lausnum við öllum hennar vanda,

MR. LOFTUR ALTICE ÞORSTEINSSON/altice.blog.is.

Er þar á ferð jú hámenntaður herra, en er í raun mikið til "Simpatískt Sjallagrey", sem vill kalla aðra öllum íllum nöfnum, en þolir ekki annara gagnrýni og að af alvöru sé staðið upp í hárinu á honum.
En eins og KK syngur, "Svona eru menn.." og verða bara að fá að vera það.

Til hamingju "Sjálfurég" með daginn!


Umhugsunarvert já, en ekki ný sannleikur hygg ég!

Moggabloggið reyndar fyrir lifandi löngu orðið vettvangur bölv og ragns, svo heldur er nú þar seint í rassin gripið, að fárast sérstaklega yfir því. Ég er svo reyndar þeirrar skoðunar, að vettvangurinn sem slíkur, bloggsamfélagið, eigi í sjálfu sér litla sök á ef hefðun og orðfæri þeirra sem þar safnast inn, hafi þá í raun vesnað til eða frá.Ætli bloggið sé bara ekki sem svo margt annað nýtt, hrein og klár viðbót við samkvæmislíf fólks og þar sé bara eins og alls staðar, misjafn sauður í mörgu fé, sem kann ekki á stundum að hefða sér eða er eins og margur sagði um bræðurna sem voru í brennidepli í gamlaársdagsuppákomunni við Hótel Borg, að "snapa sér fæting" í þó yfirfærðri merkingu!? Mér segir nú svo hugur um! Og svo held ég raunar líka, að með hegðun og orðbragð margra, röflþörf með ómældum skammti af blótsyrðum og jafnvel grófum persónuaðdróttunum og hótunum, séum við að nokkru komin í hring, aftur til millistríðs og seinnastríðstímans, þar sem óheflaður talsmáti og grófur var nú daglegt brauð úr munni almúgans misupplögðum vegna áfengisdrykkju í sumum tilfellum, atvinnuleysis og almennt bágrar stöðu að einhverju leiti! Gallin við bæði lokanir á tengingar við vissar fréttir, hafa hins vegar haft þær leiðu afleiðingar, að þær bitna líka á saklausum bloggurum sem ekki hafa haft uppi nein stóryrði eða dónaskap í athugasendum sínum, það er ekki gott mál. Sömuleiðis er það stór galli við RITSTJÓrnarvaldið, (þetta er nefnilega ekki ritstýring heldur ritstjórn, eins og ég hef margoft reynt að útskýra fyrir bloggurum sem hafa uppi slíkar ritskoðunarupphrópanir) að þegar tenging hefur verið rofin hjá einvherjum við fregn og þá vegna kvörtunar, þarf viðkomandi bloggari að því er virðist alltaf þurfa að sækja skýringarnar sjálfur er hann telur á sér brotið við aftenginguna og botnar í raun ekkert í hví hún hefur átt sér stað! Í því hef ég sjálfur lent tvívegis og það án þess að hafa haft uppi neinar aðdróttanir, getsakir, blótsyrði eða neitt sem talist getur á skjön við reglur Moggabloggsins, en hef aldrei fengið neinar skýringar og raunar ekki leitað þeirra heldur, því ég er heldur seinþreyttur til vandræða og latur að leggja á mig meira erfiði en ég tel í alvöru þörf á! Nú er auðvitað ljóst, að umsjónarmenn Moggabloggsins hafa engin tök á að fylgjast með öllum þeim þúsundum er blogga og eiga út af fyrir sig fullt í fangi með að fylgjast með tengingum við fréttir einar og sér og kvörtunum síðan þegar þær koma upp. Samt virkar það já svolítið tilviljunarkennt á stundum er tenging er rofin, svo ætla má að rökstuðningur þess sem kvartar þurfi oftar en ekki að vera mikil, nú eða engin til þess að tengingin sé rofin!? En þetta eru nú bara vangaveltur, kannski ekki neinn sérstakur sannleikur, þó málin líti á stundum út í þessa veruna! Moggamenn ættu kannski að taka sig til og koma með skýrar og greinargóðar útleggingar á þessu, svo ég og aðrir getum hætt að vera með slíkar vangaveltur og það sem kannski meira væri, að bloggarar ýmsir hættu að hrópa Ritskoðun!! í tíma og ótíma er þeim þætti að sér eða öðrum bloggurum ósanngjarnt vegið! örlítið svo að meira umburðarlyndi gagnvart ofbeldi,sem "Össur frændi" og svo sem fleiri hafa verið með pælingar um í seinni tíð og vitnað er til í fréttinni. Ofbeldi hefur einfaldlega færst nær og nær okkur frá fleiri en einni hlið til dæmis með stafrænu byltingunni og samruna hennar meira og minna við tölvubyltinguna. Þróunin óhjákvæmilega eða ekki, hefur einfaldlega verið sú, að ofbeldi, kynlíf og fleira, er bara meira og minna ráðandi í flestri eða allri afþreyingu, hvort sem litið er til tónlistar, kvikmynda eða tölvuleikja. Það hefur í sjálfu sér ekki verið vandamál sem slíkt nema upp að vissu marki, en þegar firring vegs jafnframt í þjóðféfélaginu, slíkar þrengingar verða almennt eins og Bankakreppan hefur haft í för með sér, (og ekki sér fyrir endan á) atvinnuleysi, áfengis- og eiturlyfjaneysla með meiru, þá á þetta nú ekki að koma mönnum mjög á óvart held ég! En nú er ég líka sjálfur komin í hring hehe, nefndi þetta jú að hluta hér ofar líka og því farin aðeins að endurtaka mig. Þetta blasirsemsagt við og ætti sem ég segi ekki að koma Iðnaðarráðherranum okkar glaðhlakkalega á stundum neitt á óvart nú sem einhver ný uppgötvun eða sannindi! En eins og má lesa, líkar Moggamönnum ekki svo ílla að fá Össur karlinn sem stuðningsmann sinn við hertari aðgerðum og reglum, er pínu broslegt þó, því ekki hefur hann nú alltaf talist "merkilegur peningur" á þeim bænum gegnum tíðina! Ég var svo líka í þessu samhengi aðeins að hugsa um að bæta við þarflegum pælingum í tengslum við þetta er varðar rökfræði og raunsæi í málflutningi á Moggablogginu á köflum, sérstaklega að því tilefni að mikil læti spunnust og heitar umræður hjá félaga mínum Jens Kristjáni Guðmundssyni varðandi ábendingu hans á tengil er sýndi raunverulegt ofbeldisverk ungra misyndismanna í Úkraníu. Þó held ég að ég geymi það eitthvað, þetta orðið nokkuð gott og langt, en eitt af því sem jafnvel hinir ágætustu rökræðumenn lenda í er þeir í ákafa sínum eru að glíma á "Orustuvelli Orðsins", er að þótt þeir bendi réttilega á veilur hjá einhverjum og núi viðkomandi um nasir, þá þýðir það oft ekki endilega að viðkomandi hafi þar með rangt fyrir sér! En sjáum til með það síðar.
mbl.is Umræðuhættir á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lára Hanna í línum fjórum!

Að gefnu tilefni.

Lára Hanna vinsæl er að vonum.
víðtæk enda hennar fróðleikslindin.
Lesin er af körlum jafnt sem konum,
komin er nú alla leið á tindin!

Hvert tilefnið er og upp á hvaða "Tind" átt er við, geta menn væntanlega giskað léttilega á!


100.000 flettingar handan við hornið!

í pínulitlu sjálfhverfingskasti áðan, tók ég eftir því að ég er rétt við það að ná þessari merkilegu tölu í flettingunum!
Mér finnst það alveg bærilegt eftir rétt rúmlega ár, hafandi ekki nokkurt einasta markmið eða yfir höfuð hugmynd um þessa hluti lengi vel!
Er þó bara smákarl miðað við minn góða félaga Jens og bombuna Gurrí og stöllu hennar Jenný m.a. til dæmis, en það gerir ekkert til, ég uni glaður við mitt og rúnlega það!
Enda er ég eins og segir í textanum ódauðlega með Þursunum, "ÉG er pínulítill kall, ég er obbó, obbó, obbólitill kall"!
Nema...,
auðvitað þegar og ef ég nenni að
TAKA Á'ONUM STÓRA MÍNUM!?

Nú árið er liðið... - Bloggafmæli!

J'a góðir hálsar, ótrúlegt en satt, er þessi dagur er á enda runnin, sem stutt er í, er liðið HEILT ÁR frá því þessi blessaða bloggsíða hóf göngu sína! Engin sérstakur fögnuður á sér stað af þessu tilefni, en bloggvinum og öðrum er nú samt velkomið að kasta á mig kveðju! Tilgangurinn var nú mest að blaðra eitthvað um til dæmis íþróttir, pólitík og músík, auk þess að fá annars lagið útrás fyrir þessi ósköp sem ég er gæddur, að geta hnoðað saman alls kyns leir og lostaríkum hendingum og mörgu þar á milli! Held ég að það hafi gengið bærilega, allavega er ég sáttur svona í það heila og hyggst hanga í þessu eitthvað lengur mér og kannski einna helst stelpunum í bloggvinahópnum, til yndisauka! Það hefur ekki verið svo ýkja margt sem komið hefur mér "gamla hundinum" á óvart þetta ár, nema kannski helst hve hið neikvæða og oftar en ekki dapurlega verður stundum ríkjandi í bloggheimum.Ætla nú ekki að fara djúpt í þá sálma, en ljóst er að sum efni og raunar sumt fólk á ekkert erindi í þennan heim, en þetta er jú "opin og frjáls" vettvangur, eða nokkuð svo, þannig að lítið er hægt að segja meir við því auk þess sem að um það gildir hið fornkveðna, að "einhvers staðar verði jú vondir (vont) að vera"! En hvað um það, þá get ég ekki kvartað undan sæmilegustu undirtektum við mínum mismunandi merkilegu pælingum, með eða án tenginga við fréttir, flettingar komnar vel yfir 90000 á þessu heila ári og meðan ég nennti enn að fylgjast með vinsældalistanum, sem ég geri sjaldan eða aldrei lengur, þá náði ég nú hæst í sæti 12, sem bara var fínt! Og ekki hvað síst var það gaman vegna þess, að þessu 12 sæti náði ég einmitt 12. ágúst sl. á afmælisdegi vinkonu minnar Gurríar í Himnaríkinu á Akranesi! Hún hefur þó hingað til neitað að sjá örlagatenginguna í þessu hingað til, en segist reyndar halda að hún elski mig blessunin! Annars á ég upp til hópa fína bloggvini, sem auðvitað eru manni mismikið hugstæðir og nánir, en skemmtilegir hver á sinn hátt, gamlir sem nýjir! Má liðið semsagt sem fyrr sagði bara kíkja inn ef það nennir og eru knús, faðmlög og kossar, jefnvel djúpir og blautir, vel þegnir og þakkaðir takk!
Heila árið hef ég nú,
hérna stanslaust malað.
Gasprað já í góðri trú,
þó geti varla talað!

Þakka annars öllum, bloggvinum sem öðrum, fyrir að nena að heimsækja mig og fylgjast með mér reglulega. Án þess væri þetta brölt nú ekki til mikils!


Mávurinn og Dísin!

Einn minna nýjustu bloggvina er nokkuð svo hress náungi, Hilmar, himmalingur.blog.is.
Svolítill æringi og ærslabelgur er hann og líkt og Ragnari nokkrum Reykás, gengur honum ekkert svo ílla að skipta um skoðun annars lagið!
En þessi færsla er nú reyndar ekki um hann, heldur sá ég hjá honum litla færslu þar sem hann gagnrýndi fljóð nokkurt, Ásdísi Rán, sem með sínum fagra kropp ætlar að sigra einhverja milljóndollarakeppni. Hún hefur víst verið ansi mikið milli tannana á fólki fyrir vikið, þrátt fyrir að vera að því er virðist vel gefin og lánsöm stúlka, gift og þriggja barna móðir sem rekur fyrirtæki í Svíþjóð.
Ei hafði ég áður þó vitað af þessu og kíkti því sem snöggvast inn á síðuna hjá konunni ungu. Þar beindist athyglin hins vegar strax að athugasend frá Má nokkrum Högnasyni, sem helst hefur nú hingað til getið sér frægðarorð á blogginu sem fínn vísnahöfundur.
FAnnst honum eitthvað ekki alveg eðlilegt hve hlutfall flettinga væri hátt samanborið við heimsóknartölurnar, þ.e. fjölda einkennistalanna.
Á því eru þó líkast til eðlilegar skýringar, fraukan fagra hefur verið að því mér skilst að setja inn heillandi myndir af sér í albúm, svo hinir og þessir aðdáendur sem aðrir skoða sjálfsagt aftur og aftur í einvherjum tilfellum. 1600 einkennistölur á móti 40000 flettingum þarf ekkert að vera óeðlilegt þótt líkast til sé um met á Moggablogginu að ræða.
Þá er nú líka rétt að benda á, að bakvið hverja einkennistölu geta verið fleiri en ein tölva og þar með notendur, t.d. ekki óalgegnt að heimanet sé sett upp með tveimur eða fleiri tölvum þott talan sé bara ein.
Nema hvað, að ég skrapp svo inn til Má´s líka og þá var hann með sérstaka færslu um þetta, þann grun sinn að hugsanlega væru brögð í tafli.
Skellti ég þessari dýrt kveðnu stöku á hann til gamans að þessu gefna tilefni. (hognason.blog.is)

Más ei leynist hugsjón hrein,
hún nú beinist víst að Dísu.
Fæst þó greinir félagsmein
og fátæk ein á bloggi skvísu!

"Már Högnason greinir félagsmein" er einmitt slagorð síðunnar.


"Önnur hlið á sama pening"!

Já, þetta er enn ein útgáfan af svæsinni svikamyllu, til að hafa fé af saklausum netverjum.
Hins vegar skil ég ekki alveg hví sérstök ástæða er til að vara við þessu og gera úr vþí frétt, því ég held nú að meginþorri þeirra sem á annað borð fá þennan póst eigi nú þrátt fyrir Barnahjálp sameinuðu þjóðana, að átta sig á að ekki er allt með feldu. Fregnir af skyndilegri fuglaflensu ættu auk þess að hafa borist eftir öðrum leiðum en einvherjum tölvupósti, það segir sig nú sjálft.
Góð þumalputtaregla er annarrs, að opna helst og þá ekki einu sinni textasvæðið, í skeytum sem maður þekkir ekki. EF ég ætti að taka mark á skeyti sem þessu, þyrfti það að vera merkt einhverjum ákveðnum starfsmanni sem ég þekkti fyrir, til dæmis vegna þess að ég styrkti eitthvert ákveðið starf sem hann ynni við.
En sem ég segi, ef einhver ókunn skeyti á annað borð sleppa í gegnum nálarauga netsíunnar, þá er því bara eytt samstundis og forvitni ei látin ráða!
mbl.is Varað við tölvupósti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Víti til varnaðar, en...

Mjög athyglisvert já og ætti að verða mörgum sorakjaftinum sem veður um á blogginu, víti til varnaðar!
Það er þó að segja, er þeir opna kjaftin til að bölsótast um og yfir mönnum í svipaðri aðstöðu og stefnandin í þessu prófmáli er!
Hann nefnilega sjálfsagt vel efnum búin með stuðning að baki sér til að fara í slíkt mál, nokkuð sem þorri fólks hefur ekki efni á né nennir að standa í.
Upphrópanir og sylgjur munu áfram viðgangast, um það er ég hins vegar viss um, einfaldlega vegna þess að mjög margir bloggarar virðast ekki geta tjáð sig öðruvísi nema blanda persónum viðkomandi er þeir skiptast á skoðunum við, í málflutningin.
Þar á ég þó helst við bloggara sem eru nafnlausir, langflestir hinna eru kurteisari og málefnalegri. Að auki er það svo fólk líka sem ekki bloggar, en er tíðum með nafnlausar athugasendir, sem setur ljótan svip á bloggsamfélagið, þó auðvitað sé hægt að rekja það til viðkomandi ef einvher vill bregðast hart við eins og í þessu dómsma´li.
Í lokin verð ég svo aðeins að víkja yfir á hinn endan ef svo má segja, að mbl.is og ábyrð forráðamanna þess.
Eins og það er nú mikilvægt að halda ljótum og leiðinlegum skrifum í lágmarki, ekki síst persónulegum níðskrifum, þá verður líka að passa upp á að viðkvæmni og yfirdrifin eftirlitshneigð fari ekki að ráða ríkjum.
Þar á ég auðvitað við, að þegar bloggarar tengja skrif sín við fréttir, sé ekki að því er virðist að neinu tilefni tengslin slitin, nema kannski vegna þess að viðbrögðin við skrifunum verða hörð og ef til vill óviðeigandi!
Því varð ég sjálfur fyrir um áramótin, þegar klippt var á litla grein mína um vafasamt og umdeilanlegt val á íþróttamanni ársins 2007!
Þar var alls ekki vegið persónulega að einum né neinum, aðeins bent á með rökum að önnur íþróttakona en sú sem hlaut útnefninguna hefði átt það betur skilið.
Önnur skrif á öðrum bloggsíðum, svo undarlegt sem það var nú, sem og harkaleg orð í athugasendum við mína grein að annara hálfu, urðu hins vegar að öllum líkindum frekar til þess að klippt var á tengslin!
Og kannski viðkvæmni einhverra líka, sem ég þó fullyrði ekki.
mbl.is Sekur um meiðyrði á bloggi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband