Bloggvinkona beitt órétti!

Ég er núna rétt búin að vera bloggari í tvo mánuði, auk þess sem ég hef fylgst sæmilega með Moggablogginu nokkuð lengur.
En það var nú ekki fyrr en í gær, sem ég í fyrsta skipti sá bloggfærslu sem fengið hafði "Rauða spjaldið" einhver hefði tilkynnt um óviðeigandi tengingu við frétt! Margt hefur þó borið fyrir augu fyrr sem manni hefur vægast sagt þótt vera á mörkunum, ef þá ekki bara yfir þeim er tengjast velsæmi, en engin kippt sér upp við það og "klagað"!
En semsagt í gær sá ég þetta fyrst og trúði þá vart eigin augum!
Í hlut átti nefnilega nýjasta bloggvinkona mín, hún Helga Guðrún Eiríksdóttir úr Skagafirðinum, en er nú fróm og flott blaðakona í veldi Betu drottningar töff stelpa sem auðvelt er að verða skotin í, sem er nú alveg nógu merkilegt út af fyrir sig, nema hvað að hún fær þetta "ofbeldi" yfir sig fyrir litlar sem engar sakir!
Jújú, fregnin var ekkert gleðiefni, um Íslendingin sem sýkst hafði af Hermannaveikinni, en skemmtilega orðafléttan hennar Helgu Guðrúnar í myndrænum gletnisstíl með svolitlu "náttúruívafi", var augljóslega EKKERT að gera lítið úr henni, BARA ALLS EKKERT!
Ég er bara alveg gáttaður á þessu og velti fyrir mér hvort Helga Guðrún eigi einhverja óvini, eða hvort einhver þurfi að hefna sín á henni?
Kíkið sjálf!

http://blekpenni.blog.is/blog/blekpenni/entry/283275/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Þakka þér kærlega fyrir stuðninginn, Magnús mínn. Ég held ég megi fullyrða að ég eigi enga óvini, allavega er mér ekki í nöp við neinn og frekar hlýtt til flestra. En það er margt skrítið í kýrhausnum.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 12.8.2007 kl. 16:26

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ekkert að þakka, "the Honour is mine to defend you, my dear Lady" haha, eins og Hrói hefði örugglega orðað það við þig að svipuðu tilefni!En kannski er einhver ónefndur blaðasnápur móðgaður út í þig, eins og þú varst að spá í!?

Mundu svo að senda línu með póstinum Raf!

Magnús Geir Guðmundsson, 12.8.2007 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 218044

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband