Leiðindaleikur semsagt í uppsiglingu!?

Hinn fyrrum frækni sóknarmaður og já einn af einmitt skemmtilegri fótboltamönnum þjóðarinnar frá upphafi, sætur alltaf og síðhærður, virðist já með þessu vera að boða daufan leik ef marka má þessi ummæli, en við sjáum hvað setur.
Annars verð ég að segja, að ég skil ekki alveg núorðið valið á liðinu og á þá við allan hópin, svo margir lítt reyndir þarna inni og eru afskaplega misjafnlega í sveit settir hjá sínum liðum. Og þrátt fyrir svakaleg forföll frá leiknum við Holland, þá breytist nú lítið svo undrun mín minnki. Fyrr í morgun taldi mbl upp fimm breytingar á liðinu jafnframt því að birta byrjunarliðið í dag gegn makedoniu. Þær breytingar eru þó enn fleiri, sex, því nafn Stefáns Gíslasonar vantaði í upptalninguna þar.
Hann, Eið Smára og Hermann fyrirliða, er erfitt að missa út, allir orðnir mjög reyndir þótt Stefán sé nokkuð á eftir hinum tveimur hvað það varðar.
En leikmenn á borð við Gunnar Heiðar, Veigar Pál og ég tala nú ekki um Jóhannes Karl, komast bara að einvherjum ástæðum ekki í hópin? Veigar víst verið meiddur og ekki fengið að spila mikið hjá Nancy í Frakklandi og upp og niður gengið hjá hinum tveimur. (sem ég veit ekki betur að gefi samt kost á sér) Það gildir bara hins vegar um svo marga fleiri í hópnum, orðið fyrir meiðslum og margir verið út og inn í sínum liðum.
Þá vekur það athygli við valið á byrjunarliðinu, að fastamaður í nú besta liðinu í Svíþjóð, Ragnar Sigurðs hjá Gautaborg, er ekki valin í stað Hermanns í miðvarðarstöðuna, heldur Sölvi Geir, sem alls góðs er jú maklegur, en hefur nú ekki sömu reynslu og ég hafði haldið getu líka á borð við Ragnar!? En Óli Jó, sá ágæti og skemmtilegi landsliðsþjálfari, hefur auðvitað sínar ástæður fyrir þessu vali og við það situr auðvitað!
mbl.is Pétur Pétursson: Reynum að drepa leikinn niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 218017

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband