Það er sem það gerst hefði í gær!

Gleymi þessum degi nei aldrei, alveg óhætt að taka undir með Kenny Dalglish þar.
15. apríl var dagurinn, Bjarni Fel á staðnum að lýsa þessum undanúrslitaleik í FA bikarnum og ekki útlit fyrir annað en í vændum væri toppleikur.
Sé enn ljóslifandi fyrir mér þegar allt tók að gerast í stæðunum vinstra megin á skjánum, hægra megin við annað merkið, en engu var líkara en holskefla fyði yfir og fleytti svo fólkinu og deyddi svo í kjölfarið niður stæðin!Alveg hrikalegt bara og Liverpool þarna enn í sárum eftir hörmungarnar á Heyselleikvangnum í Brussel um fjórum árum fyrr!
Og Bjarni karlinn fór næstum á taugum man ég og bullaði um hugsanleg átök aftur og hvaðeina, en um slíkt var þó sem betur fer ekki að ræða!
En nei, þessu getur ekki nokkur maður sem komin var til vits og ára og fylgdist með, gleymt og héld ég að það gildi um alla fótboltaunnendur, ekki bara þá sem halda með Liverpool, þó þetta hafi vissulega verið þeim tilfinningalegra enn meira áfall sem skiljanlegt er!
mbl.is Dalglish tjáir sig um Hillsborough-slysið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Tek undir með þér, þó ég sé Man Utd maður þá gleymir maður þessu aldrei og þetta má heldur aldrei gleymast. 

Gísli Sigurðsson, 3.3.2009 kl. 20:09

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Takk kærlega Gísli. Meðan menn muna, þá eru líka minni líkur á að hlutirnir endurtaki sig.

Magnús Geir Guðmundsson, 3.3.2009 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 218028

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband