Hvernig er það, hefur Eiður ekkert betra að gera?

Ég spyr nú bara að þeirri einföldu ástæðu, að þetta er ekki í fyrsta og ekki annað skiptið sem hinn annars ágæti fv. frétta- og alþingismaður, ráð- og sendiherra, stingur upp kollinum með einvherjar leiðréttingar um hitt og þetta sem forsetin á að hafa sagt! Svei mér ef ekki eru komin tíu ár eða meir, að blessaður maðurinn byrjaði á þessu og þá vegna einhverra ónákvæmra orða sem forsetin lét falla í afmælisþætti sjónvarpsins og bjarni Vestmann m.a. stýrði. allavega einu tilviki til viðbótar man ég eftir að Eiður tróð sér í fjölmiðla til að leiðrétta eitthvað sem ég man ekki lengur hvað var, en var óskaplega eitthvað óljóst og léttvægt. Ekki dreg ég nú að vísu úr því að forsetin þurfi að vanda sig sem oftast og best, en hvað Eiði gengur til með þessu aftur og aftur er hins vegar skrýtið því þess utan lætur hann lítt eða ekki á sér kræla!
Einhvern tíma voru þeir Eiður og Ólafur samtíða á þingi, kannski hefur þeim komið sérlega ílla saman þar!?
mbl.is Á svig við sannleikann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig H

Kristján! Eiður er einn af þeim sem hefur lifað flottræfilslífi í boði þjóðarinnar og gömlu kratana.

Rannveig H, 16.2.2009 kl. 12:29

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Algerlega sammála Rannveigu. Eiður hefur verið yfirlýstur óvildarmaður forsetans frá upphafi.

Já Eiður er svo sannarlega að kasta gróti úr eigin glerhúsi. Sjálfur búinn að lifa í vellistingum í boði Íslenska ríkisins.

hilmar jónsson, 16.2.2009 kl. 13:07

3 identicon

Það sem Eiður segir um forsetann er stutt frásögnum þeirra sem viðstaddir voru. ÓRG hefur verið til vandræða hvað eftir annað með ummælum sínum og í öðrum tilfellum en þessum hefur það ekkert með Eið Guðnason að gera. Það er með ólíkindum hve ýmsir eru tilbúnir til að bera í bætifláka fyrir forsetann. Það er að vísu alveg rétt að flottræfilsháttur einkennir íslenzka utanríkisþjónustu, en það er ekki Eiði að kenna. Þar við langa röð utanríkisráðherra að sakast.

Skúli (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 13:15

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Það er ekkert með ólíkindum, eins og hér er haldið fram, að borið sé í bætifláka eða hanskin tekin upp fyrir forsetan, því í yfirgnæfandi tilfellum hefur gagn´rynin á hann verið ómakleg og stjórnast fyrst og fremst af óvild og öfund gamalla andstæðinga í pólitík!

Ólafur Ragnar hefur ekki mótað umgjörð embættisins eða ráðið sjálfur flestum þeim athöfnum eða umbúnaði sem fylgir því, ekki frekar en Eiður sendiherraembættinu, finnst því flottræfilsháttur hjá forsetanum sérstaklega ekki byggt á miklum rökum.

Ég er hins vegar að velta því upp hvað Eið gangi til, en svo virðist já sem Hilmar segir hér, að ekki hafi beinlínis verið hlýtt lengi á milli þessara tveggja manna.

Magnús Geir Guðmundsson, 16.2.2009 kl. 13:31

5 Smámynd: Rannveig H

Skúli ! Eins og Hilmar benti á er ekki sama hvaðan grjótið kemur. Ég var ekki að verja ORG á neinn hátt aðeins að benda á að Eiður er búin að vera í sínum vellystingum í boði þjóðarinnar þó svo hann hafi verið einn af mörgum. Eiður var ekki kosin með lýðræðislegri kosningu til starfa. Eiður hefur skrifað nafn sitt á spjöld sögunar að vera einn af þeim sem hafa þegið stöður í gegnum pólitík.  

Rannveig H, 16.2.2009 kl. 15:47

6 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Það sem veldur mér forvitni er hversvegna og hverjum kemur það best að gangi slík og þvílík ólíkindaskrif sem þessi grein Eiðs er. - Hafa skal í huga að hann er/var embættismaður fulltrúi lands og þjóðar erlendis og þ.a.l. eiðsvarinn. -

Að ég tali nú ekki um hvar er virðing embættismannsins Eiðs við lýðræðislega kjörinn Forseta vor, og þá íslensku þjóðina um leið. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 17.2.2009 kl. 18:19

7 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Fyrirgefðu Magnús það á auðvitað að standa þarna: Hverjum það kemur mest að "gagni" þessi furðulegu ólíkindaskrif Eiðs Guðnasonar um Forseta Íslands. Og hvað gengur þeim til.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 17.2.2009 kl. 18:23

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Mínar góðu vinkonur Rannveig og Lilja Guðrún, hafið þökk fyrir innlitið. En kannski óþarfi Lady R að elta ólar við þennan Skúla, hver svo sem hann er!

Þetta komst nú strax vel til skila Lilja mín, þínar vangaveltur um tilgangin góðra gjalda verðar. Skil heldur ekki hverju þetta á að skila nema sem fyrr er sagt, að óvild ráði þessum endurteknu skrifum Eiðs.

Við þig Kristján Ingólfsson hef ég lítt að segja annað en þú ert með órökstuddar dylgjur auk ósæmilegs uppnefnis. Ólafur Ragnar sem allir aðrir er alls ekki hafin yfir gagnrýni, en slík sem þín missir alveg marks!

Magnús Geir Guðmundsson, 17.2.2009 kl. 22:03

9 identicon

Sæll Magnús.

Ég er sammála þér, ótrúlegt hvað Ólafur truflar geð guma. Ástæðuna tel ég helsta að menn eru að koma sök af íhaldinu yfir á Ólaf. Ólafur hefur staðið sig vel.

Fáum okkur kaffi saman næst þegar ég kem norður að heilsa upp á börnin.

kv sig haf

Sigurður j hafberg (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 23:23

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Margblessaður góði sonur Flateyrar, gaman að fá frá þér orð!

Í megin dráttum finnst mér það líka, að Ólafur hafi valdið sínu verki vel! En ég botna lítið í þessum eltingaleik Eiðs, einhver langrækni eða stirð lund sem ræður för!?

Sjáum nú til með kaffifund, ekki svo gaman sérstaklega að hitta mig ef þú skildir þá ramgba á mig á annað borð!

Magnús Geir Guðmundsson, 18.2.2009 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband