Þorraauglýsing! (Eða eitthvað svoleiðis)

Þótt ýmislegt hafi nú gengið á í tilveru litla Íslands sl. vikurnar og mánuði, hafa landsmenn þó ekki alveg látið deigan síga og haldið sín hefðbundnu og ómessandi blót í tilefni Þorrans. Og mörg slík framundan enn, sem auðvitað þarf ekkert að hvetja mannskapin til að huga að, en lítill kviðlingur, sem já gæti alveg hljómað sem auglýsing varð til með blótin í huga með svona jákvæðum hvatningartón, eða þannig!

Þeysum nú á Þorrablót,
þjórum vel og etum súrt.
Galsa undir gefum fót,
gerumst villt og djömmum klúrt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Ég er reyndar lítið hrifinn af skemmdum mat þótt ég geti haft gaman af svona samkomum.

Hætti mér sjaldan á súrmatsins staði

saltkertð get ég þó étið.

Gárungar lesa þar grínið af blaði

sem get ég vel hæglega metið.

Offari, 2.2.2009 kl. 16:47

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Haha, þú ert ekki svo afleitur Offari Hjartar, takk fyrir kviðlingin, bara alveg hinn bærilegastasti, eins og kellingin sagði! (atkvæðamagnið öllu meira í síðustu hendingunni, en þeirri annari sýnist mér, reddast þó alveg í áherslunni)

Þú hefur bara ekki verið nógu drukkin til að eta súrinn, systir þín þarna í mótmælaborginni, tekur þetta hins vegar allt með trukki!

Magnús Geir Guðmundsson, 2.2.2009 kl. 17:00

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

að sjálfsögðu

Hólmdís Hjartardóttir, 3.2.2009 kl. 13:48

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Offari er matvandur andskoti

Hólmdís Hjartardóttir, 3.2.2009 kl. 13:50

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Haha, ekki að spyrja að sprundinu spræka í súrmetisslafri og öðru slíku!

En obbobobb, má samt ekki tala ílla um sinn bro!

Magnús Geir Guðmundsson, 3.2.2009 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 218023

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband