Sögulegt já, en sannlega ekki komið til að góðu og önnur kona en ætla mátti!

Já, það hefði verið miklu ánægjulegra ef þessi merkisatburður í sögu lýðveldisins, að kona yrði loksins forsætisráðherra, hefði komið til öðruvísi en raun ber vitni og í skugga kreppu og óvissu!
En við vonum það besta og óskum Jóhönnu að sjálfsögðu til hamingju, þó með allri virðingu fyrir henni hefði önnur kona átt að setjast í stólin frekar ef örlögin hefðu ekki tekið í taumana með margvíslegum og neikvæðum hætti, Ingibjörg Sólrún!
En engin má sköpum renna, hljómar hið fornkveðna og þrátt fyrir allt visst gleðiefni að sjá loksins konu í forsæti. Hvort svo verður áfram eftir kosningar eða yfir endurtekur sig eftir að Jóhanna hættir, veit maður auðvitað ekki, en slíkt væri nú óskandi og þá á eðlilegum forsendum og í meirihlutastjórn!

Til heilla konur með viðburðinn!


mbl.is Söguleg ákvörðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Jóhanna rokkar

Hólmdís Hjartardóttir, 1.2.2009 kl. 16:09

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Og rólar vonandi líka eins og þú!?

Magnús Geir Guðmundsson, 1.2.2009 kl. 17:08

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 1.2.2009 kl. 18:08

4 identicon

Égheld að það vanti nú heil mikið þegar Solla er ekki til að halda flokknum saman,við verðu að vona það besta og það verði nú staðið við það sem er búið að vera ræða og lofa að gert verði,en það legst nú samt ekki nógu vel í mig að það skildi ekkert vera minst á vaxtalækkanir í stefnuni hjá Jóhönnu,svo ætla ég að síðustu að vona að bæði Ingibjörg og Geir nái heilsu á ný...

Gréta. (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 22:31

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Takk fyrir það gre´ta,en Ingibjörg ku ætla að vera áfram á hliðarlínunni í það minnsta og koma svo á fullu inn aftur ef ég hef skilið þetta rétt, svo vonandi jafnar hún sig já sem mest og best og sem skjótast. Sömuleiðis er vonandi fyrir fv. forsætisráðherra, að hann nái aftur fullum bata. Reyndar fylgdu í fréttum orð um að aðgerðir til vaxalækkunnar væru eitthvað sem ætti að koma, en þar var nei ekkert fast í hendi, sem þó margur, bæði fólk og fyrirtæki,þurfa mjög á að halda.

Magnús Geir Guðmundsson, 2.2.2009 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 218024

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband