Vandræðalegt já!

Við skulum ekki víla hót,
það varla léttir trega.
Það er þó ávallt Búmannsbót,
að bera sig karlmannlega.

Já, þessi margfræga vísa Fjallaskáldsins, sem ég vona að ég muni rétt, kemur nú upp í hugan við þessi viðbrögð formanns D flokksins við þessum afdráttarlausu orðum hins forystumannsins í stjórninni, Ingibjargar Sólrúnar, formanns S!
karlinn Geir reynir já að bera sig karlmannlega, en eins og svo oft áður í seinni tíð er þetta heldur vandræðalegt og lítt sannfærandi í ljósi þess að nokkrum stundum áður höfðu tveir af áhrifamestu ungþingmönnum D birt grein í Fréttablaðinu um að þetta þyrfti nú NÁKVÆMLEGA að gera, að fara á fullt skrið með hugsanlega aðild að ESB!
En kannski vissi Geir ekki af greininni, veit ekki!?
Allavega er Ingibjörg ekki neitt að segja D flokknum fyrir verkum, var bara að svara því í þættinum frá sjónarhóli síns flokks, hvað gerðist ef D vill ekki stíga þetta skref á landsfundinum!
SVo kemur aftur á móti bara í ljós hvort þessi orð hennar standa þegar og ef landsfundur D hafnar ESB eða að kanna aðildarviðræður, reynslan kennir nú að í pólitíkinni standa nú orð og yfirlýsingar ekki beinlínis alltaf sem stafur á bók væru!Atburðarásin fram í enda janúar að þessi fundur verður haldin, getur alveg eins þróast svo að allt önnur sjónarmið eða aðstæður verða uppi!
Við sjáum bara til og munum!
En sömuleiðis,ef S flokkurinn stendur nú fastur á þessu, er það bara eins og þar stendur og segir í spekinni, að "Sá á kvölina sem á völina", D verður þá bara að velja eða hafna varðandi stjórnarsamstarfið og takast þá væntanlega á við kosningar líka í framhaldinu!


mbl.is Ummæli Ingibjargar hafa ekki áhrif á landsfund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Maggi, við kjózum framzókn í vor & fáum upp í óæðra rándýrt frá Ninnu Póló !

Steingrímur Helgason, 13.12.2008 kl. 22:56

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Æ nei, en að fá þetta uppí frá... kannski væri það ekki svo slæmt!?

Magnús Geir Guðmundsson, 14.12.2008 kl. 02:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 218019

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband