Baráttan skilaði SToke City glæstu stígi!

Þó í hlut eigi mínir menn, sem misstigu sig heldur líkt og oft fyrr gegn lakari liðum, þá er ég í aðra röndina glaður fyrir hönd nýliðanna í SToke City að ná öðru stíginu á Anfield í dag gegn Liverpool! Þetta sýnir bara hvað baráttan er mikilvæg og hverju hún getur skilað þegar allir liðsmenn leggjast á eitt! En væri ekki með þetta tal nema helst vegna þess að vinur vor hann Jói í Sverige, er ævilangur stuðningsmaður SToke og ég get auðvitað ekki annað en samglaðst honum. En, sama fjárans ruglið því miður með´Liverpool gerir hins vegar vart við sig með þessum leik, klára ekki leiki við lakari lið á heimavelli, sem kann svo að verða örlagaríkt þegar upp verður staðið!? Liðið vinnur auðvitað ekki titilinn eða gerir almennilega atlögu að honum með slíkri frammistöðu. Þessi úrslit kunna þó ekki alveg að skipta miklu ein og sér, því Chesea og Man Utd. mætast á morgun, en auðvitað yrði það ksítt að missa Chelsea strax í tveggja stiga forystu ef þeir vinna, það er ljóst. Og Arsenal á svo líka tækifæri á eftir reyndar að fara á toppin með sigri á boltan, næðu þá 12 stigum, en hafa þá leikið einum leik meira. Þó auðvitað líka stutt liðið á tímabilið, en svona misstig gengur auðvitað ekki og má helst ekki endurtaka sig!
mbl.is Þrír leikir í Englandi, beinar lýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég hef alltaf smá hjartaskjól fyrir jafnaðarmennzkunni í Lifrarsollíngum þínum.

En strákarnir frá 'Stoke On Trent' eru grimmsterkir, eins & staða þeirra sýnir, nokk óvænt.

Steingrímur Helgason, 20.9.2008 kl. 19:02

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Takk karlinn. Jamm, ég vil stundum gæta sanngirni, svo er þessi leikur svo hrífandi sem hann er, óskaplega einfaldur í eðli sínu, sá vinnur sem betur nýtir færin, skorar ffeiri mörk!

Nenni ekki lengur að væla yfir úrslitum úr leikjum sem þessum, menn eiga svo bara ekkert skilið að vinna ef þeir nýta ekkert af færum sínum né yfirburðum.

Magnús Geir Guðmundsson, 20.9.2008 kl. 22:04

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Afsakiðafsakið, tómt rugl og röfl í mér, öll liðin hafa nú spilað fimm leiki, þ.e. Arsenal, Chelsea, Liverpool og Man. Utd. EFtir jafntefli hjá C og MU í dag, 1-1, eru Skytturnar því efstar með 12 stig, en C og L næst á eftir með 11.

Magnús Geir Guðmundsson, 21.9.2008 kl. 15:10

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

En MU heldur sínu striki að dóla þarna í neðri hlutanum!

Magnús Geir Guðmundsson, 21.9.2008 kl. 15:12

5 identicon

Nema hvað að Utd á einn leik inni. :)

Júlíus Pálsson (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband