Að því tilefni vil ég segja!

Hanna Birna há og mjó,
hefur fangað augnablikið.
Segist fær í flestan sjó,
fráleitt hafa nokkurn svikið.
Samt er mörgum um og ó,
ekki treysta henni mikið.
Muna þegar drambið dróg,
dömu tíðum yfir strikið!

Annars má bara óska D til hamingju með að hafa gert konu öðru sinni í sögu flokksins að borgarstjóra, eða valið sér konu sem oddvita, sem tekur svo við embættinu, eins og hér um ræðir. En líkt og í hið fyrra skipti, kemur það hins vegar ekki til að góðu né með eðlilegum hætti og það er bara ekki til eftirbreyttni!


mbl.is Lyklaskipti í Ráðhúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert brilljeraður af heilögum anda.

Amen.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.8.2008 kl. 00:08

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Neinei Jenný mín, bara af púka nokkrum sem blæs reglulega í pípu sína svo skens og skaðræðisfjári gýs upp!

Magnús Geir Guðmundsson, 22.8.2008 kl. 00:38

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Góðar vísur, Magnús Geir!  Og EKKERT sem farið hefur fram í Ráðhúsi Reykvíkinga og tengdum stofnunum þetta kjörtímabil er til eftirbreytni. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 22.8.2008 kl. 01:36

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ekkert segir þú? Tja, það er þá enn verra en ég hélt, en þú býrð nú þarna á næstu grösum við "Ferlíkið", svo ættir að hafa eitthvað fyrir þér í því!

Magnús Geir Guðmundsson, 22.8.2008 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 218018

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband