Annar dagur EM - B riðill.

Annar keppnisdagur runnin upp og svona sæmilegir fyrstu tveir leikir í A riðli að baki. Ekki mikið um það annars að segja, úrslitin nokkuð svo eftir bókinni eins og sagt er, Svisslendingar áttu þó ekki skilið að tapa gegn Tékkum, en að slíku er ekki spurt í boltanum!
Portúgalar gerðu hins vegar það sem búist var við af þeim og virka til alls líklegir!
N’u er það B riðill, Austuríki gegn Kóatíu, rétt byrjaður og Þýskaland gegn Póllandi.
K´roatar eiga að sigra heimamenn, en spennandi verður að sjá hinn, þar gætu pólverjar alveg tekið eitt stig!

Jæja elskurnar mínar, þá er ekki úr vegi að blaðra aðeins um fótboltan, sjálfa Evrópukeppni landsliða, sem hefst á morgun með leik Sviss og tékklands kl. 16.00!
Ætla nú ekki að setja á mjög langa rullu um keppnina, en víst er að þúsundir landsmanna munu nú í upphafi sumars vera límdir við skjá sína. Aðrir sem skilja ekki töfra og aðdráttarafl leiksins verða bara þeim mun meir að njóta sumarsins á annan hátt, til útiveru eða bóklesturs til dæmis, en í öllum bænum eru viðkomandi beðnir um að byrja nú ekki sama nöldrið og oft hefur heyrst áður við svipuð tækifæri, bölvað RÚV sem eyðileggur fyrir manni fréttirnar og allt hvað eina fyrir þetta tilgangslausa boltaspark o.s.frv.
Nei, bara að sýna umburðarlyndi gagnvart “fíklunum” og finna sér annað að gera og það í friði.
Hér að neðan eru riðlarnir fjórir og læt ég með hverjum þeirra flakka lauflétta spá mína um þau lið sem ég held að berjist um sigurinn í í þeim!

A riðill:
Portúgal
Sviss
Tékkland
Tyrkland

Fyrirfram eiga portúgalar og tékkar að teljast mun sterkari en hin tvö liðin, heimamenn í Sviss sýndu þó á HM síðast, að þeir eru með samhent lið sem gæti komið á óvart.portúgalir fóru alla leið í úrslitin á heimavelli fyrir fjórum árum, en töpuðu þá óvænt fyrir Grikkjum. Eru nú ekki síður líklegir til að komast alla leið í úrslitin og vinna, en fyrst afgreiða þeir þennan riðil væntanlega án mjög mikilla erfiðleika.

B. riðill:
Króatía
Þýskaland
Austurríki
Pólland

Hér mætti ætla að Þýskaland og Króatía munu fyrst og fremst berjast, en pólverjarnir sýndu í undankeppninni að þeir eru með mjög gott lið. Þori hreinlega ekki að spá hérna, en vona að Króatar vinni riðilinn. Hitt heimalið keppninnar ásamt Sviss, Austurríki, á hygg ég litla sem enga möguleika, liðið verið mjög slakt í undirbúningsleikjum, en maður veit þó aldrei alveg þegar stóra stundin rennur upp!?
Þjóðverjar eru nú auvitað alltaf sterkir og með menn eins og Balac og Klose í fínu formi eru þeir auðvitað til afreka líklegir

C riðill:
Frakkland
Ítalía
Holland
Rúmenía

Þessi C riðill hefur verið nefndur “dauðariðillinn” og víst er að öll liðin eiga hér möguleika á sigri. Heimsmeistararnir frá Ítalíu verða þó að teljast mjög sigurstranglegir og ekki vantar þá heldur sjálfsöryggið, segjast betri nú en 2006 í Þýskalandi er þeir unnu HM!Veit hins vegar ekki alveg með Frakkana, tóku að vísu vel við sér á ný á HM síðast eftir slæglega frammistöðu í tveimur úrslitakeppnum a.m.k. þar á undan, en leikir þeirra til undirbúnings hafa ekki lofað neinu sérstöku. Meiðsli eru líka að hrjá lykilmenn svo ekki bætir það úr skák. En eins og með Þjóðverja, er hefðin mikil og sigurviljin gífurlegur hjá Frökkunum. Bæði Hollendingar og Rúmenar eru svo með fín lið og gætu alveg komist áfram, en tilfinningin er ekki eins mikið með þeim og hinum tveimur liðunum. Vona hins vegar að eitthvað fari úrskeiðis hjá Ítölunum, hafa lengi farið í taugarnar á mér og komist allt of langt stundum fyrir heppni og dómararugl!

D riðill:
Grikkland
Rússland
Spánn
Svíþjóð

Hér er mín uppáhaldsþjóð, Spánn og ég trúi ekki öðru en þeir taki riðilinn. Veit hins vegar ekki alveg með framhaldið, en með þeim held ég auðvitað vegna fjögra leikmanna Liverpool sem eru í hópnum!
Hef stundum haft taugar til Svía, en finnst þeir núna ekki líklegir til afreka. Rússarnir eru víst með ungt og spennandi lið, sem í keppnina mætir líkast til fyrst og fremst til að læra og öðlast reynslu, en gætu samt líka komið á óvart. Um svo að lokum Evrópumeistaralið Grikkja, þá held ég að ótrúleg ævintýri endurtaki sig einfaldlega ekki, liðið vinnur að líkum ekki einu sinni leik núna!

Þetta var svona stutt yfirferð á hundavaði með mjög svo raunsæislegum blæ held ég!
Fyrst og síðast vonar maður bara að þetta verði skemmtilegt, nóg verði af mörkum og fínum tilþrifum.
Sjónvarpið er reyndar aðeins með útsendingum sínum að mismuna landsmönnum, einir fjórir leikir allavega sýnist mér er fara fram í lokaumferðum riðlakeppninnar og leiknir eru á sama tíma, verða sýndir á + stöðinni, sem bara er dreift með ADSL áskrift og netsjðónvarpi Símans og í fyrra tilfellinu bara um takmarkað svæði sunnanlands, en kannski kemur það ekki að sök auk þess sem þessir leikir eru sýndir seinna og eru kannski fengnir 365 til sýningar?
Annars verður þetta bara flott held ég og byrjaði vel fyrr í kvöld með fínum upphitunarþætti með Þorsteini J.!

Góða skemmtun boltaáhugamenn!


mbl.is Króatar lögðu Austurríkismenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maggi, þó það sé gaman að blaðra um fótbolta er kannski óþarfi að koma með sömu færsluna aftur með smá viðbót, þó hún hafi verið svona hrikalega góð!!!!

Bubbi J. (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 19:42

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

hehehe, er ekki "Sveitavargurinn" byrjaður að gaspra rétt eina ferðina!

Svona verður þetta kannski allan mánuðin til að gera þig þunglyndan, enda ertu skildugur að lesa allar mínar færslur, lítt eða ekki breyttar!

Magnús Geir Guðmundsson, 8.6.2008 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 218055

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband