Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

"Bara ef það hentar mér"!

Það er ekkert nýtt sjónarmið hjá Jóni Teinari, að draga próf og rannsóknir sálfræðinga sem gögn í sönnunarfærslu í efa, eða telja þau eiginlega bara marklaus og byggð frekar á samúð með skjólstæðingunum frekar en hávísindalegu mati.
Það gerði hann í hinu fræga "Prófessorsmáli" fyirr nokkrum árum og tókst með einstökum hætti sem verjandi þessa prófessors, að fá hann sýknaðan fyrir hæstarétti af ásökunum dóttur um áralangt kynferðisofbeldi.
Ætla ég nú ekki að rekja það mál mikið frekar hér, er sja´lfsagt mörgum enn í fersku minni, en þar gilti tilvitninin hér í fyrirsögninni í lag STuðmanna svo sannarlega um JS, því álit annara sérfræðinga af öðrum sviðum, sem hann dúkkaði upp með í hæstarétti og átti sér enga hefð né hliðstæðu að sagt var, voru þá aldeilis góðir og gildir pappírar til að hrekja gríðarlega miklar rannsóknir á ákæranda af mörgum sérfræðingum (og ekki bara sálfræðingum) í augum JS og þar með styðja orð skjólstæðings hans um sakleysi og það þótt viðkomandi sérfræðingar hefðu sjálfir ALDREI rannsakað stúlkuna né einu sinni komið nálægt henni!
Og að einhverjum óskiljanlegum ástæðum sem mér og fleirum eru hulin ráðgáta, tók hæstiréttur þessi plögg gild og sýknaði manninn!
Síðan hefur hins vegar mikið vatn runnið til sjávar, en enn deila menn um þennan dóm og þessi óheppilega ritdeila nú hjá JS og Eiríki tómasyni, e.t.v. afleiðing af því!?
mbl.is Mikilvæg tól í dómsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég, um mig, frá mér, til mín!

Að GAsprari get'ekki þagað,
er gömul saga og ný.
Almennt við hæfi sér hagað,
svo háttprýði felist í því!

Það er ekkert launungarmál, að mér koma þessar hendingar í hug í tilfelli hæstare´ttardómarans J'ons Steinars Gunnlaugssonar!
SEm hæstaréttarlögmaður til margra ára, fór hann oftar en ekki hamförum yfir hinum ýmsu dómum hæstaréttar og þá auðvitað einkum og sér í lagi er hans eigin mál áttu í hut og höfðu tapast frekar en hitt.
Skorti þá aldeilis ekki hörðu gagnrýnina og jafnvel minnir mig að heilu bækurnar hafi komið frá honum í þeim efnum!
Réttmæt gagn´ryni eða ekki? Um það dæmi ég ekki, en hvort heldur sem var, þá máttu þáverandi dómarar sitja undir þessu flóði þegjandi og hljóðalaust, enda þótti það einfaldlega ekki við hæfi að einstakir dómarar eða rétturinn sem slíkur, færi að útskýra dóma sína frekar eftir á!Það væri ekki við hæfi né sæmdi að gera slíkt, myndi efalaust rýra réttin trausti!
En svo þegar það gerist að Jóni sjálfum er sem frægt varð og nánast með ofbeldi í krafti vina hans í D listanum, er þröngvað upp á hæstarétt, er hann vart sestur í stólin fyrr en hann byrjar að kvarta yfir því að hæstare´ttardómarar geti ekki tjáð sig!?
Enda fór því miður svo að ekki leið á löngu en herran gat ekki setið á sér, en þá helst vegna fyrri "afreka" og tengsla beinna og/eða óbeinna við Baugshryllingsmálið!
og nú vílar hann svo ekki fyrir sér að hella sér út í opinbera ritdeilu við annan og eflaust mun merkilegri lögmann, prófessor Eirík tómasson, sem nokkuð seigur hefur verið um árabil við að gagnrýna ýmis mál þar sem Jón Steinar hefur komið við sögu!
Auk þess var Eiríkur líka einn þeirra er sóttist eftir að verða dómari ef ég man rétt, er Geir nokkur Haarde skipaði Jón þvert á matsnefnd er metið hafði flesta aðra umsækjendur og Eirík þar með, hæfari en Jón!
En semsagt komin hinumegin við borðið, þolir JS einsfaldlega ekki að gagnrýni sé að honum beint og VErður að svara henni HVAÐ SEM Það KOSTAR!
Nú var val hans út af fyrir sig gjaldfelling á trausti til hæstaréttar, sem og skipun Ólafs Barkar frænda þáverandi forsætisráðherra nokkru á'ður, að ég tali nú ekki um hin vægast sagt ógeðfelda gjörning þáverandi forseta alþingis í þágu ríkjandi stjórnar, að skrifa hæstarétti með beiðni um syndakvittun vegna öryrkjamálsins íllræmda, (þar sem JS kom reyndar líka aldeilis við sögu sem sérstakur ráðgjafi við lög og túlkun þeirra) En þessi gjörningur nú að stíga fram í "heillögum réttlætistilgangi" til að verja sjónarmið sín, svo annars kunn en jafnframt einangruð þau eru augljóslega, er til vansa og sæmir ekki dómara við hæstarétt Íslands!
En viðhorfið, -Ég, um mig, frá mér, til mín- skal bara ráða hvað sem tautar og raular og skiptir að því er virðist engu hvað sé undir!
Fyrir nokkrum árum fór Jón Steinar líkt og fleiri með svipaðan þankagang, mikin í umræðu um hið vonda fyrirbæri "pólitísk rétthugsun"!
Það er, að einhver viss skoðun eða viðhorf á einvherju eða í einhverjum efnum, yrðu svo rígföst að hættulegt gæti talist og þá ekki hvað sðíst ef svo reyndist að ranglega væri hreinlega mótað.
En mér er næst að halda eftir að hafa fylgst með honum sjálfum, að ein RISASTÓR RÉTTHUGSUN hafi gagntekið hann sjálfan, hans eigin viðhorf og þær skal hann verja og réttlæta nánast fram í rauðan dauðan og það hvar og hvenær sem er!


mbl.is Sitt er hvað, sönnunarbyrði og sönnunarmat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki laust við eftirsjá!

Nei, get ekki varist þeirri tilfinningu ef þetta verður raunin og tröllið hverfi á braut frá Anfield. og þegar slíkt gerist sem með Crouch, þá er maður heldur ekki alveg viss um hvort þetta sé rétt skref að láta hann fara, sem einn af betri framherjum Englands!?
En á móti kemur að gríðarlega sterkir menn eru enn eftir og eigi færri en þrír af efnilegri sóknarmönnum/vænspilurum Evrópu eru í startholunum nú að láta að sér kveða.
ERu þetta þeir hinn nýkeypti og aðeins 17 ára Bosnðiu-serbneskættaði DAni Nicola SArid, hinn 19 ára gríðarspennandi Christian Nemeth frá Ungverjalandi og svo auðvitað Ryan Babel hinn tvítugi Hollendingur, sem mjög vel byrjaði hjá Liverpool á sl. tímabili og skoraði m.a. tíu mörk.

Annars er gaman að geta þess, að ef þetta gengur eftir með brottför Crouch, mun framherjapar portsmouth ef svo ber undir geta líkast til orðið það hávaxnasta sem um getur. Crouch er um tveir metrar á hæð eða rétt tæplega og hinn nígeriski Kanu, sem einmitt var að staðfesta áframhaldandi veru í hafnarborginni frægu, er ekki miklu lægri, eða um 1.96 ef ég man rétt!?
Yrði ekki beinlínis árennilegt að fást við þá báða í einu!


mbl.is Crouch færist nær Portsmouth
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og Hitabylgjan "lét bara ekki sjá sig"!

Það var minnir mig á miðvikudag eða fimmtudag sem Veðurstofan boðaði já hitabylgju, um og yfir 25 gráður, sem fyrst átti að koma yfir landið norðan og austanvert síðdegis á föstudeginum.
En aldrei kom hún, allavega ekki hér nyrðra og bara norðanátt að mestu ríkjandi með þó sól á köflum auk þokkalegs hita.
En svo bara þoka og aftur þoka sem svo hefur dreifst já víða um land.
Ekki alveg ánægður með VÍ vegna þessa, en reyni að fyrirgefa henni, eins og ég reyni yfirleitt að fyrirgefa flestum "syndir þeirra"!

N'u þokufjandi þekur víða land,
þannig varla flýgur nokkur maður.
Og Hitabylgjan, hún sigldi bara í strand,
svo hafgolu að bráð varð þessi staður!

En eitthvað hefur núna rofað til, fligið kannski komið "á flug" og hver veit nema hitabylgja komi fyrr eða síðar!?


mbl.is Þoka hamlar innanlandsflugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Langur fundur, eitthvað að gerast, hreyfing!

Norðansnótin Elsa B. , formaður Hjúkrunarfélagsins, hefur orðað hlutina skemmtilega bæði í þessari frétt og þeirri er Mogginn birti við upphaf samningafundarins í morgun kl. tíu.
Fyrst sagði hún að "hún vonaðist eftir löngum fundi, því þá mætti ætla að "eitthvað" væri að gerast á honum"
Nú svo í hádeginu stóð fundur enn og ljóst að hann yrði lengri, "Hreyfing væri komin á hlutina og ýmislegt þyrfti að skoða", segir fraukan svo í hléinu í beinu framhaldi. (eða nokkurn vegin þannig)
Í gárungsskap er ekki annað hægt en að spá hitt og þetta í orð hennar, um að ræða líka hjúkkur að funda við allavega að mestu karla í samninganefnd ríkisins!?

Elsa vildi vænan fund,
varð svo og með "hreyfingum".
Líflegur um langa stund
og líkast til með "Þreifingum"!?

ÉG vona svo bara að framhaldið hafi líka verið "í áttina", að samningar náist auðvitað!


mbl.is Samningaviðræður enn í gangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Táp & fjör"!?

Skæðir eru Skagamenn,
þó skori núna mörkin fá.
Líkjast vilja Írum enn,
"öllara" sér fá í tá

En auðvitað voru allir þessir vandræðagemsar og slagsmálahundar auk krakkagríslinganna, sem voru þarna að þvælast til óþurftar og leiðinda,
UTANBÆJARLÝÐUR NEMA HVAÐ!?


mbl.is Erilsöm nótt á írskum dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Varúð, HItabylgja í nánd"!

í framhaldi af þessu, spáði Veðurstofan því í gær eða sagðist gera ráð fyrir hitabylgju um og yfir helgina víða um land, sem fyrst kæmi á norðanverðu seinnipartin á fföstudeginum!
Núna rétt um hádegi sín sólin glatt, en leiðinda norðangjóla í stað andvarans snemma í morgun líkt og lengi dags í gær.
En vér bíðum bara og hlökkum til að hitabylgjan mæti með sínum "kostum og göllum"!

Á leiðinni er hraðfleyg hitabylgja,
hana vonandi nú ekkert stoppar
Því yndislegar afleiðingar fylgja,
engin klæði þola lengur kroppar!


mbl.is Þykknar upp síðdegis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BArasta BULL!

Þetta tal í O'Neill, sem reyndar er ekki skoti Moggamenn, heldur Íri, er já barasta bull og svolítið sorglegt finnst mér.
Hefði líklega lítt sagt um þetta, ef ekki væri fyrir það að leikmaðurinn vill fara, en fær engu ráðið vegna duttlunga og græðgi yfirmanna hans!
Alltaf hundleiðinlegt að lesa um svona hluti og skiptir þá engu hvaða leikmenn eða fjélög eiga í hlut!
En sem ég sagði í öðrum pistli, þá ætti líkast til bara að hætta við þetta þó tregt væri að ýmsum ástæðum, halda sig við annars nokkuð gott bú nú þegar, eða bara leita á önnur mið!?
En við sjáum hvað setur.
mbl.is Engan afslátt af Gareth Barry
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Strákapör eða stórhætta á ferðum?

Þetta er nei ekkert grín að taka upp á slíku, en eins og fram kemur er á huldu hvað þessum tveimur herrum gekk eiginleg til!
En einmitt í ljósi þess, vekja orð Eyjólfs fulltrúa svolitla athygli, að jú skiljanlega líti löggæslan á vellinum þetta alvarlegum augum, en þetta geti jafnvel varðað allt að sex ára fangelsi?
VArla þótt alvarlegt sé, að hlaupa inn á brautina og þá kannski í einhverjum stráksskap og "ölgleði"?
Miðað við að alls kyns aumingjar sem berja náungan sundur og saman, jafnvel konur og börn, ræna mann og annan o.s.frv. en fá nokkra mánuða dóma kannski í mesta lagi fyrir, þá finnst mér nú undarlegt að fulltrúiinn sé svo þungorður áður en sannleikurinn kemur í ljós hvað mönnunum gekk til!
Sé hins vegar fleira sem hangir á spýtunni og öllu alvarlegra, þá má auðvitað fara að tala um hugsanlega þunga refsingu fyrir!

mbl.is Hlupu út á flugbrautina á Keflavíkurflugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt er þá þrennt er!?

Æjá, þetta er nú að verða heldur dapurlegur og teygður lopi verð ég að segja og neikvæður í ofanálag!
Barry væri þó sannarlega mikill fengur og með það í huga að ev til vill kemst á fyrr eða síðar kvóti varðandi innlenda leikmenn, væri mjög gott að hafa hann í liði "Rauða hersins"!
En svona gengur þetta ekki til lengdar, græðgin virðist eins og svo oft nú orðið, ráða þarna för og við það er ekki hægt að ráða. Kannski líka bara skynsamlegt í stöðunni að halda Alonso og treysta á áframhaldandi framfarirog styrk hjá Mascerano og Brasilíumanninum Lucas!? Ungir og efnilegir miðjumenn einnig í varaliðinu sem varð Englandsmeistari í vetur, svo á ýmislegt er þegar að treysta auk þess sem auðvitað er hægt að leita á önnur mið líka!
mbl.is Enn hafnar Aston Villa tilboði Liverpool í Barry
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 218060

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband