Annað hvort...

...einhver Sjallinn eða Framarinn spunnið þetta upp og blaðrað í Stöð 2!? Þeir greinilega gleypt þetta hrátt og náð svo þeim árangri að m.a. formaður Viðskiptanefndar virðist hafa trúað! Tala saman gott fólk, tala saman áður en farið er að svara fjölmiðlum.Hversu góð eða slæm svo þessi lög sem samþykkt voru fyrir helgina, skal hins vegar ekkert dæmt um. Vissulega hefði það verið alvarlegt mál ef eitthvert bréf með slíkum hótunum hefði ekki borist fyrir lagasetninguna, einhver í Skilanefndinni leynt því, en um það virðist semsagt ekki að ræða.
mbl.is Þjóðverjar hafa ekki hótað Kaupþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta ekki bara svona dæmigert "let 'em deny it"-spin?

Eiki S. (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 22:50

2 Smámynd: Hörður Einarsson

Leyfið þá bara fólki að sjá bréfið/póstinn, nema það sé eitthvað gruggugt og megi ekki koma fyrir almenningssjónir.

Hörður Einarsson, 1.6.2009 kl. 23:22

3 Smámynd: Oddur Helgi Halldórsson

Best er að reikna með því að aldrei komi neitt satt og rétt frá samfylkingunni.

Oddur Helgi Halldórsson, 3.6.2009 kl. 16:24

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Oddur minn Helgi, ég veit að þið félagarnir þú og Víðir eruð sárir og móðgaðir við Samfó vegna framvindunnar við myndun meirihlutans í bænum eftir sl. bæja- og sveitastjórnarkosningar og skil ykkur að mörgu leiti vel. En eins og nú hefur komið í ljós og, þá virðist þetta allt hafa verið ys og þys út af engu, hvort sem svo S og öllu sem frá flokknum kemur er treystandi eða ekki.

Hörður, viðskiptaráðherran var held ég í dag einmitt að boða, að ráðstafanir yrðu gerðar til að birta tölvupóstinn.

Nei E, ekki sýnist mér það.

Magnús Geir Guðmundsson, 3.6.2009 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 218057

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband