Árni Helga!

Í fréttum RÚV áðan kl. 7 var sagt frá því að á laugardaginn var hefði bindindisfrömuðurinn og sjálfstæðismaðurinn dyggi með meiru, árni Helgason, orðið 95 ára hefði hann lifað.
bjó Árni seinni hluta ævinnar í Stykkishólmi og þar var um helgina hafldið ungmennaskákmót í minningu hans. (semsagt ekki bara landsfundur Frjálslynda flokksins þar í bænum um helgina)
ÉG er nú bara að reifa þetta, því á meðan fréttinni stóð, rifjaðist upp að Árni var líka góður hagyrðingur og orti meðal annars mjög fræga vísu um þá dellu sem margur gengur með (og þá reyndar ekki hvað síst hægrimaðurinn) að hófdrykkja sé skynsamlegt og æskilegt fyrirbrigði!?
Læt ég hana koma hér til gamans.

hófdrykkjan er heldur flá,
henni er íllt að þjóna.
Hún er bara byrjun á,
að breyta manni í róna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vísan er góð Magnús minn.  Ég heyrði sagt á sínum tíma þegar fyrsti barinn opnaði í Hólminum að gárungar hefðu veðjað hver það yrði sem kæmi fyrstur manna inn á barinn, veðjuðu sumir á Árna karlinn, og viti menn sagan segir að hann hafi fyrstur mætt á svæðið, og þess vegna hefði barinn verið kallaður Árnabar

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.3.2009 kl. 21:28

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

TAkk kærlega fyrir þinn fróðleik um son árna Eyjólfur.

og mín ágæta frú Cesil, ekki var þetta nú síður skemmtilegt að heyra frá þér um bar þennan. En hvað skildi karlinn blessaður hafa verið að erindast fyrstur manna á hann?

Annars ætlaði ég nú að láta það fylgja með í pistlinum, að árni hafi jú lengi búið í Stykkishólmi, en hafi þó að mig minnir verið ættaður frá Eskifirði!?

Magnús Geir Guðmundsson, 16.3.2009 kl. 21:48

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Þú ert alveg ágætur

Solla Guðjóns, 18.3.2009 kl. 08:12

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Og þú ert það nú líka og rúmlega það, mín góða Sólveig, lifnar alltaf svo fallega yfir síðunni minni þegar þú mætir með brosið!

Magnús Geir Guðmundsson, 18.3.2009 kl. 11:59

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Á laugardaginn hefði ég líka orðið 95 ára ef ég hefði fæðst sama dag og Árni Helgason...

Ingvar Valgeirsson, 18.3.2009 kl. 14:25

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hehe Ingvar, alltaf jafn launfyndin og sposkur, ekki skrýtið þótt mér líki við þig, gerpið!

Magnús Geir Guðmundsson, 20.3.2009 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 218024

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband