Svo halda menn að Pönkið hafi ekki verið merkilegt og áhrifamikið!?

Það er nú eitthvað annað!

En Lydon heitir karlinn, ekki Lyndon að eftirnafni síðast þegar fréttist hafði hann allavega ekki breytt því, en Rotten er og var hans alræmda Pönktímabilsheiti!
En þetta er svo bara snilld!


mbl.is Stóraukning í smjörsölu þökkuð Johnny Rotten
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Logason

Hver sá sem heldur því fram að pönkið hafi ekki verið merkilegt getur varla talist merkilegur né áhrifamikill

Kristján Logason, 3.2.2009 kl. 16:29

2 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Annað dæmi um árangursríka markaðsherferð:  John Cleese (og Randver) fyrir Kaupþing...

Síðast þegar ég vissi var Rotten reyndar orðinn fasteignasali á Florida.   En markaðurinn hefur víst dregist heldur saman þar sem annarsstaðar.

Og auðvitað var pönkið merkilegt 

Hildur Helga Sigurðardóttir, 3.2.2009 kl. 16:52

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Laukrétt Stjáni, en fullt af alls kyns "snillingum" sem standa í þeirri trú og predika hart, að "Pönkið hafi verið prump"!

Haha HH, þú kemur með góðan punkt og auðvitað í þínum stíl! Vissi nú ekki um Randver,en vonandi gengur honum vel. Hann var reyndar með í einni sýningu eða svo hérna nyrðra á sl. leikári.EN JC, hans vandamál helst konur eins og fyrri daginn er það ekki og svo kannski stækkandi skalli líka?

Magnús Geir Guðmundsson, 3.2.2009 kl. 18:44

4 identicon

Ég var í varnarstöðu gagnvart pönkinu og hlustaði ekki mikið á það. Líklega var það vegna þess að það var stundum óttalegt "prump" inn á milli, sem gerist alltaf þegar eitthvað verður í tísku, þá kemur fram fólk af "ódýrari" gerðinni, sem vill græða eða njóta góðs af athyglinni. Ég lærði að meta Sex Pistols löngu eftir þennan pönk tíma, hafði bara ekki heyrt í þeim fyr. Mér finnst þeir bara mjög skemmtilegir.

Ég hef aukið mikið smjör-át, síðustu árin og hætti algerlega að nota annað viðbit, af því að ég tel smjörið hollara.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 19:55

5 Smámynd: Kristján Logason

Pistols Purkurinn og Nina

ættu að nægja þessum mönnum til að sjá sólina 

en nei pönkið flutti engar ástarballöður

jútúbaði smá pönk í vikunni hrikalega skemtileg upprifjun

og svo Rokk í Reykjavík - var á öllum tónleikum myndarinnar nema 2 eðal minning :) 

Kristján Logason, 3.2.2009 kl. 20:21

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Haha Húnbogi, kemur mér nú ekki beinlínis á óvart að smjörið sé dæmið hjá þér, römm er sveitapiltsins taug!

En get nú skilið að Pönkið hafi ekki allavega svona til að byrja með höfðað til djúptpælandi gítarleikara með meiru, en það sannast þá bara á þér enn frekar að vegir Pönksins voru og eru enn órannsakanlegir, eða þannig!?

Eitthvað rámar mig í að hafa heyrt þig nefna pönkið á ungdómsárunum Stjáni, mjög merkilegur tími hérlendis ekki síður en ytra og það þótt bylgjan hafi riðið yfir mun seinna hérna. Menn geta endalaust rifist um músíkgæðin og hverslags fyrirbæri þetta var, en í mínum huga frábær tími og skemmtilegur í lífi unglings og sem ég hef gaman sjálfur að rifja upp reglulega.Hef líka haft gaman af "nýpönkinu" frá sl. áratug og líkar enn í dag mjög vel við margt sem t.d. Green Day hafa gert! Valli karlinn í Fræbbblunum gekk meira að segja svo langt er hann dæmdi American Idiot með þeim á rás tvö, að segja plötuna "Bestu Pönkplötu allra tíma"!

En með Rokk í Reykjavík, þá hefur þú e.t.v. haft gaman að sjá hana aftur á DVD!

Magnús Geir Guðmundsson, 3.2.2009 kl. 20:59

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

áfram með smérið

Hólmdís Hjartardóttir, 5.2.2009 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 218023

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband