Ljósálfurinn!

Friðsæll situr fagur í logninu
fléttar saman orðum í værð sinni.
Ljómandi af lífsþorsta eingöngu,
Ljósálfurinn í kyrrðinni!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Ljósálfurinn Maggi magri

mætir hér á bloggsins slóð.

Vænt er það minn vinur fagri

virkilega fallegt ljóð.

Takk Magnús það eru alltof fáir sem nenna að yrkja nú til dag.

Offari, 28.1.2009 kl. 19:01

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Kærar þakkir Offari, bróðir Lækjar-Dísu!

Held reyndar að miklu fleiri séu eitthvað að rembast eða laumupokast við svona lagað, en kannski sýnist, eru feimnir og/eða eru í vandræðum með formið og yrkja því kannski bara fyrir skúffuna!? Vantar þá bara í mörgum tilfellum hvatningu eða kannski leiðsögn.

Magnús Geir Guðmundsson, 28.1.2009 kl. 21:36

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Magnús ljósálf lofa vil

létt er það að segja.

Þeir vilja sjálfir segja til

sem að ættu að þegja.

kveðja til þín kæri mentor   Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 28.1.2009 kl. 21:51

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Mín kæra Kolla hin klára, ert alltaf jafn ljúf að hrósa garminum, sem arla á það nú skilið. Hélt svo að "Golfgrínið" mitt hefði ekki fallið í kramið þarna síðast!?

En svo það sé nú á hreinu, þá er ég engin Ljósálfur, þó vissulega álfur geti talist, en hver þessi Ljósálfur er, fylgir ekki sögunni!

Magnús Geir Guðmundsson, 28.1.2009 kl. 22:20

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll aftur. Bara að stríða þér smá. Hvaða golfgrín? Var ég að missa af einhverju? Þú ert bara ansi góður að yrkja það er það sem ég veit um þig. Mættir alveg gera meira af því. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 28.1.2009 kl. 22:35

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ja hérna Kolbrún Stefánsdóttir!

Nú líður mér næstum eins og hagyrðingnum góða sem kom í kirkju eina og sá slíka sýn að honum varð svo að orði!

Í kirkjuna ég kom og sá,

konu sem var næstum ber.

Munaði eigi miklu þá,

að maður bæði fyrir sér!

Höfundurinn minnir mig að séhinn frægi læknir Bjössi Bomm, en Bjarni úrsmiður eitt sinn hér í bæ gæti líka átt hana, ekki viss)

Þú ert allavega fyrsta manneskjan svo ég muni í háa herrans tíð sem lætur þá skoðun í ljós að ég mætti "Böggla" meira en ég geri hahaha, alveg makalaust!

Sumir hafa nú alveg öfugt, fundist þetta fullmikið af því góða hjá mér á stundum!

Magnús Geir Guðmundsson, 28.1.2009 kl. 23:01

7 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Lygin í þér. Trú ekki að nokkur hafi sagt þetta hahahahah kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 29.1.2009 kl. 13:50

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ójú, en kannski ekki beinum orðum, en látið í það skína, að allavega nóg væri nú komið að sinni!

Þú yrðir nú örugglega ánægð með margt moðið og hefur raunar nú þegar orðið það, en ef "Dengsadjörfungin" yrði meiri og STÖNDUGRI, ja, þá veit ég nú ekki alveg!?

Magnús Geir Guðmundsson, 29.1.2009 kl. 16:37

9 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

 Ekki ég heldur  kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 29.1.2009 kl. 18:00

10 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Ja nú þykir mér þú meistari vera farinn að dufla við dömurnar sem aldrei fyrr. Ég hef bullað þvílíka steypu gegnum tíðina að það hálfa væri nóg og framboðið af mér oft verið talsvert meira en eftirspurnin en þessu hef ég aldrei þorað hahah?? Mikið hlýtur þú að þekkja vel yngismeyna Kollu að hún skuli ekki fyrstast við allt að því klámfengið komment kallsins. Nei nei ég er bara að grínast þú ert örugglega einn af skemmtilegri mönnum sem ég þekki ekki neitt en ég sakna þess að hafa ekki séð vísukorn frá þér um rassameiðsli fyrrum lærisveins Rauðnefs Rótara þ.er meistara Beckham.

Þórarinn M Friðgeirsson, 29.1.2009 kl. 18:07

11 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Haha Kolla, þarna sérðu, en ætli ég myndi nú ekki reyna að stilla galsanum í hóf, göfugmennskan réði frekar ferðinni og skynsemin tæki völdin áður en í óefni væri komið!

Við skulum allavega vona það!

Magnús Geir Guðmundsson, 29.1.2009 kl. 21:43

12 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Því get ég nú trúað upp á þig tótinn, að hafa bullað eitthvað við vífin, reynslan af slíku verður nú alltaf betri og betri, þó ekki sé það um þær! En seisei, þetta var ekki nær klámi karlinn minn frekar en kristsbæn í klaustri, bara svona léttur orðaleikur!

En haha, mikill heiður að teljast til skemmtilegri manna sem þú þekkir ekki neitt, vel að orði komist og kímilega!

Sá fréttina, látum okkur sjá hvort ég "hrekk ekki ´gang" áður en dagurinn er allur!

Magnús Geir Guðmundsson, 29.1.2009 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 218016

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband