FÖgnum með Hr. Rokk í huga!

Til hamingju með daginn góðir landar, njótum hans sem best í (jóla)dagsins önn og amstri, hlustum á eða bara raulum fyrir munni eitthvert uppáhald með íslenskum tónlistarmönnum og síðast en ekki síst, hugsum hlýtt til Guðmundar rúnars Júlíussonar, Rúnna Júll, sem með mjög svo táknrænum hætti verður einmitt borin til hinstu hvílu í dag!

Og notið endilega tækifærið ef þið hafið tíma í dag og nægt pláss í tölvunum til að hlaða niður einhverjum af þessum fjölbreyttu lögum, skemmtilegt og lofsvert framtak.
Og munum svo líka öll sem á annað borð getið og ætlið að gefa gjafir,

VELJUM ÍSLENSKT!

Það er allavega mín fyrirætlun og fer sjálfsagt strax í það í dag, að finna eitthvað til jólagjafa!


mbl.is Tónlistargjöf á mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Hefði ég nú bara haft vit á því að byrja niðurhalið nógu snemma Magnus minn, þá hefði ég náð þessu öllu. En ég er ekki gráðug kona það vill til. Rosalega er þetta höfðingleg gjöf og skemmtileg annars...ég er svo aldeilis stein hissa og þakklát öllum tónlistarmönnunum. Valdi jazz, klassík, blues, rock og fl. er með Sigurð Flosason í eyrunum núna.

Ég gleymdi mér í sorginni... en það gladdi mig líka að Rúnar var borin til hinstu hvílu á sjálfan tónlistardaginn, blessuð sé minning hans.

Þakka þér fyrir innlitið til mín...ég er víst best þegar ég er reið...en það fer mér ekki nógu vel, bara varð. 

Eva Benjamínsdóttir, 13.12.2008 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 218018

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband