Ég er bara ekki svo afleitur spámaður, stundum allavega!

Get já bara klappað sjálfum mér létt á öxlina núna, svosem ekki fyrir heildarniðurstöðuna á þessum létta leik mínum að spá fyrir um úrslitin í fyrstu umferðinni, en hitti glettilega rétt bæði á úrslit og tölur í tveimur leikjanna, Sunderland - Liverpool og Man Utd. - newcastle United! Spáði já 0-1 fyrir Liverpool og sagði að Keene eða Torres gætu ráði úrslitum, sem sannarlega gekk eftir og 1-1 spáði ég mörgum til undrunar sem úrslitum á Old Trafford og m.a. bloggvinur minn KKristinn Halldór, grjótharður MU maður, sagði að hlyti að vera "Óskhyggja" hjá mér haha! En annað kom nú á daginn, bara raunsæ spá og mega meistararnir bara vera ánægðir með stígið!
Annars 6 leikir af 10 réttir, þar að fóru leikir dagsins allir sem ég spáði.
Frammistaða Hull sérstaklega, Blackburn og Middlesbro kom á óvart, að liðin skildu sigra, en að sama skapi varð ég fyrir vonbrigðum með SToke, hélt þeir gætu tekið stig af Bolton. Hins vegar gleðjast auðvitað allir með austfirðingnum Grétari RAfni, markið hans fyrir bolton svo glæsilegt!
Annars lofar fyrsta umferðin góðu, þetta verður ugglaust mikil barátta í vetur. Chelsea virkar strax gríðarlega sterkt og virðist vera að ná upp sama dampi og þegar Moreno var við stjórnvölinn. En Liverpool, Mu, Arsenal og Tottenham þrátt fyrir tapið, verða á toppnum líka og sja´lfsagt fleiri!
mbl.is Manchester United og Newcastle skildu jöfn, 1:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

 Fótbolti

Solla Guðjóns, 17.8.2008 kl. 22:04

2 Smámynd: Kristinn Halldór Einarsson

Sæll Magnús

Þú mátt eiga það að þér tókst að ná mér illa núna. ég verð víst að éta ofan í mig þær efasemdir sem ég két í ljós um spádómshæfileika þína. Ég hef þó þá huggunað að í fyrra byrjaði Man Utd einnig með jafntefli á heimavelli, þá gegn Reading sem síðann féll. Ætli það sama gerist aftur. þe. að MU verði meistarar og Newcastle falli??:)   Maður verður auðvitað að halda málstaðnum á loftir, hvernig sem fer. Þú þekkir það nú vel.

Bestu kveðjur

Kristinn Halldór Einarsson, 17.8.2008 kl. 22:28

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Missti alveg af boltanum í dag, var með hugan allan við dansinn.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 18.8.2008 kl. 00:35

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Það kom mér skemmtilega á óvart hvað Newcastle er orðið skemmtilegt lið. Allt annað en í fyrra. Mér er hlýtt til þeirra svo mér líkaði breytingin mjög vel.

Jafntefli er allt í lagi - ef þau eru ekki of mörg. Eins og Kristinn Halldór segir þá byrjuðu MU ekkert allt of vel í fyrra en náðu sér heldur betur á strik og stóðu uppi sem sigurvegarar.

Það er ekkert að óttast - að minnsta kosti ekki ennþá.

Lára Hanna Einarsdóttir, 18.8.2008 kl. 00:44

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Fótbolti er svona leikur Solla mín, þar sem öfugt við þinn elskulega handbolta, fæturnir eru notaðir til að koma tuðrunni í netið! Og steigstu þá dansinn villt og tryllt Lilja mín Guðrún, sem væri hann "Tragekómiskur sviðshryllir"!? Hehe Kristinn, já ég kannast við það og þið mín elskulega Lára Hanna eigið örugglega eftir að gleðjast eitthvað með MU í komandi leikjum. En Newcastle fellur nú ekki, engin möguleiki á því! En þriðji titillinn í röð er varla á dagskrá!

Magnús Geir Guðmundsson, 18.8.2008 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband