Já, fyrsti stafurinn í orðinu fótbolti er F!

Og hvað með það? Jú, sjáið þið til, Íslandsmótið í fótboltanum hófst um sl. helgi og það með látum! Rúmlega 20 mörk skoruð í fyrstu umferðinni og allt á útopnu. Ekki alveg sama fjörið í annari umferðinni sem spiluð var á þriðjudags- og miðvikudagskvöldið, en samt hörkufjör og bendir ekkert til annars en þetta mót með nú 12 liðum verði hið skemmtilegasta. En semsagt, fyrsti stafurinn í fótbolta er F og svo vill skemmtilega til, að einn þriðji liðana í deildinni heita nöfnum sem einmitt byrja á F! Og.. þrjú af þeim byrja svo í ofanálag með látum, hafa unnið báða fyrstu leikina, Fram, FH og Fjölnir! Þessi byrjun kemur kannski ekki mjög á óvart hjá FH, liðið verið í fremstu röð í mörg ár sem kunnugt er og kannski ekki heldur með Fram miðað við góða frammistöðu í innanhússleikjunum í vetur og vor. En byrjun Fjölnis kemur vissulega á óvart og það þótt liðið hafi slegið í gegn í fyrra, farið upp og svo náð alla leið í bikarúrslitaleikin, þar sem liðið tapaði naumlega fyrir FH í framlengingu.Sigurinn á KR var auðvitað sérstaklega athygliverður og til frásagnar. SVo er auðvitað gaman fyrir norðlendingin að segja frá því og sjá, að þjálfarar liðana eru héðan og báðir manni kunnugir frá gamalli tíð. Toddi til skamms tíma skólabróðir í VMA og Ási, Ásmundur ARnarson, fylgifiskur margra minna vina í fótboltanum frá því hann var polli.(eðalmennið faðir hans, Arnar Guðlaugs þjálfaði m.a. marga yngri flokka Þórs í handbolta og vann með þeim einhverja titla) Virkilega gaman að sjá þessum drengjum ganga vel og vonandi verður svo áfram. Liverpoolklúbburinn. Svo má ég til með að gleðjast líka fyrst fótbolti er hér á dagskrá, að annar gamall skólabróðir, frændi og eðalmenni með meiru, Árni Þór Freysteinsson, var í vikunni kjörin í varastjórn Liverpoolklúbbsins. Það þykir mér nú bara stórfrétt og litlu minni en að frændi hans og minn líka, Heimir Örn handboltakappi Árnason, hafi verið útnefndur leikmaður ársins og hann svo haldið upp á það með því að ganga aftur í Val. (hann og Árni Þór bræðrasynir) Maðurinn sem reyndar tapaði fyrir árna og fyrstu konunni sem kemst í stjórn hjá klúbbnum, heitir reyndar líka kunnuglegu nafni, Héðinn Gunnarsson, eða því sama og enn einn gamall skólabróðir og æskufélagi, en ei veit ég hvort þetta er sá Héddi sonur Ninnýjar sem ég þekkti!?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

áfram Valur

Einar Bragi Bragason., 17.5.2008 kl. 00:56

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

En hvað um Stjörnuna og svo ekki sé nú minnst á Leeds?

Magnús Geir Guðmundsson, 17.5.2008 kl. 17:58

3 Smámynd: Brynja skordal

innlitskvitt hafðu ljúfan sunnudag minn kæri

Brynja skordal, 18.5.2008 kl. 00:41

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Kærar þakkir til baka Brynja hin fagra, dagurinn verið fínn!

Magnús Geir Guðmundsson, 18.5.2008 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 218012

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband