Færsluflokkur: Fjölmiðlar

Feðganna fimmtudagsblús!

Já, það má nú aldeilis segja það um fimmtudaginn 30. apríl, 2009, að hann verði feðgunum Reyni Traustasyni og Jóni Trausta Reynissyni að líkum mjög minnistæður, því báðir voru þeir dæmdir í Hæstarétti í dag!
Fyrr í dag var sagt frá því að Reynir hefði sem ritstjóri og ábyrgðarmaður Mannlífs árið 2006, gerst sekur um að brjóta bann við auglýsingum á áfengi í blaðinu og svo kemur þessi fregn um son hans og blaðakonuna varðandi nektarbúlluna!
Þetta lætur örugglega nærri að vera einsdæmi gæti ég trúað, að feðgar séu í sitt hvoru málinu dæmdir sekir í Hæstarétti!?
Ekki vorkenni ég Reyni frænda mikið, en dómurinn um búlluna er mikið umhugsunarefni og þarf frekari pælinga við.

Mörg er mannsins kvöl
og meiriháttar synd.
Brennivín er böl,
í BERSTRÍPAÐRI mynd!


mbl.is Ummæli um Goldfinger dæmd ómerk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjög leitt og nokkuð skiljanlegt kannski, en hvurn fjáran...

...á þetta eiginlega að þýða!?

http://visir.is/article/20090402/LIFID01/724296061

Allt ætlaði nú að verða brjálað þegar Kompásgaurarnir voru reknir, en sögðust ætla að halda ótrauðir áfram með þættina undir sama nafni, með það skildu þeir sannarlega ekki komast upp með!
Nú hefur þessari spurningakeppni því miður já verið frestað, en þá þykist LOgi B. bara ásamt 365 liðinu geta sísvona tekið hana og sett á dagskrá hjá sér!
Heitir þetta ekki í minnsta lagi dónaskapur og mesta tilraun til þjófnaðar!?
Ja hérna segir maður´og dæsir bara!


mbl.is Spurningakeppni fjölmiðla um hvítasunnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig er það, hefur Eiður ekkert betra að gera?

Ég spyr nú bara að þeirri einföldu ástæðu, að þetta er ekki í fyrsta og ekki annað skiptið sem hinn annars ágæti fv. frétta- og alþingismaður, ráð- og sendiherra, stingur upp kollinum með einvherjar leiðréttingar um hitt og þetta sem forsetin á að hafa sagt! Svei mér ef ekki eru komin tíu ár eða meir, að blessaður maðurinn byrjaði á þessu og þá vegna einhverra ónákvæmra orða sem forsetin lét falla í afmælisþætti sjónvarpsins og bjarni Vestmann m.a. stýrði. allavega einu tilviki til viðbótar man ég eftir að Eiður tróð sér í fjölmiðla til að leiðrétta eitthvað sem ég man ekki lengur hvað var, en var óskaplega eitthvað óljóst og léttvægt. Ekki dreg ég nú að vísu úr því að forsetin þurfi að vanda sig sem oftast og best, en hvað Eiði gengur til með þessu aftur og aftur er hins vegar skrýtið því þess utan lætur hann lítt eða ekki á sér kræla!
Einhvern tíma voru þeir Eiður og Ólafur samtíða á þingi, kannski hefur þeim komið sérlega ílla saman þar!?
mbl.is Á svig við sannleikann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baðst Hörður afsökunnar já!?

Skrýtin uppsetning á þessari frétt, mætti halda að annað hvort hefði textanum verið víxlað frá forsíðinni á innlendu fréttunum og síðu fréttarinnar í heild, eða að mistök hafi orðið við vinnsluna og fréttin á innsíðunni sé bara hrá fréttatilkynning frá því fyrr í dag!? Allavega er frásögnin á forsíðunni af fundinum sjálfum, en hin einungis um að hann verði haldin. En hvað sem því líður, þá vekur síðasta setningin óneitanlega athygli, að Hörður hafi beðið Geir afsökunnar! Hafi hann virkilega gert það með einvherjum hætti, þá er ég nokk hissa og spyr, hvers vegna? Það má nefnilega deila um það hvort nokkur ástæða er eða var til og þá líka hvort kannski einvherjir aðrir þyrftu frekar að biðjast afsökunnar!?
mbl.is Mikill fjöldi á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 218028

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband