Færsluflokkur: Tónlist

En hvernig skildi það þá vera með..

...okkar eigin eðaltöffara og mun eldri en Tom, sjálfan RAGGA BJARNA!?
Mér vitanlega hefur hann ekki enn skartað neinu en sínu dökka hári og er þó að verða hvorki meira né minna en 75 seinna á þessu ári!

Enenen, þetta skiptir nú engu finnst mér, hvort þessir töffarar eru að ríghalda í unggæði með einvherjum meðulum eða ekki, RAggi allavega ótrúlega hress enn og röddin haldið sér svo vel að manni þykir með ólíkindum!


mbl.is Tom sýnir gráa makkann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Draumar 2 fá 100000 kall. - Stórfrétt!

Jamm, mér finnst það nú eiginlega og merkilegri frétt, en til dæmis þetta reynsluleysisbrölt í nýjum formanni B flokksins í tengslum við myndun ríkisstjórnar eða að Hr. Obama hafi sagt bæði góðar og slæmar fréttir í sínu öðru útvarpsávarpi til amerisku þjóðarinnar, að minn góði góðkunningi og bloggvinur austur á Seyðisfirði, Einar Bragi Bragason, saxi.blog.is, hafi fengið þennan "Svakastyrk" frá menntóráðuneytinu fyrir Drauma sína númer 2!
Örugglega ekki fyrsti styrkur hans reyndar gæti ég trúað, en samt, efstur á blaði í langri runu úthlutuna!

Þar kennir annars margra grasa og merkilegra, fleira fólk sem ég kannast nú líka við að gefa út eða fá styrki til kynninga eða tónleikahalds bæði heima og erlendis.
þar á meðal Guðrún Gunnars sem nú fyrir áramótin söng inn á fallega Englaplötu, en á þessu ári ætlar hún í samvinnu við Dimmu, að gefa út plötu með músík þess hollensksænska vísnaskálds (minnir mig) Cornelíusar VreesWjik og Karl Henrý Hákonarson, er hyggur á útgáfu bæði og útrás á árinu.
Rokkdæmi á borð við Hjaltalín og Reykjavík eru líka á útleið og/eða í útgáfuhugleiðingum og fá 100 til 300 þúsund í styrki og sömuleiðis fær Lay Low góða summu auk fjölda annara.
Annars er það áberandi hve klassísk- og djassverkefni fá langmest, þar standa kannski líka styrkirnir best undir nafni, minni líkur á að peningar sem þangað fara skili sér aftur eins og getur meir gerst með poppið!
En annars ansi fróðlegt að skoða þennan lista og velta honum fyrir sér fyrir gamlan tónlistarpælara og blaðamann eins og mig.


mbl.is Rúmlega 40 milljónum úthlutað úr Tónlistarsjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FÖgnum með Hr. Rokk í huga!

Til hamingju með daginn góðir landar, njótum hans sem best í (jóla)dagsins önn og amstri, hlustum á eða bara raulum fyrir munni eitthvert uppáhald með íslenskum tónlistarmönnum og síðast en ekki síst, hugsum hlýtt til Guðmundar rúnars Júlíussonar, Rúnna Júll, sem með mjög svo táknrænum hætti verður einmitt borin til hinstu hvílu í dag!

Og notið endilega tækifærið ef þið hafið tíma í dag og nægt pláss í tölvunum til að hlaða niður einhverjum af þessum fjölbreyttu lögum, skemmtilegt og lofsvert framtak.
Og munum svo líka öll sem á annað borð getið og ætlið að gefa gjafir,

VELJUM ÍSLENSKT!

Það er allavega mín fyrirætlun og fer sjálfsagt strax í það í dag, að finna eitthvað til jólagjafa!


mbl.is Tónlistargjöf á mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ABBAbabbababb!

Já, eiginlega alveg makalaus þessi frásögn og fyndin með afbrigðum! Í fyrsta lagi á það að vera einhver "rosatíðindi" að gítarleikari nokkur sem spilaði með ABBA-flokknum um skeið sé þarna með. SAnnleikurinn er nú hins vegar sá, að brot úr prósenti aðdáenda hefur hugmynd um yfir höfuð að einhverjir gítarleikarar hafi spilað með kvartettinum og enn færri hafa vitneskju um að einn þeirra hafi verið og heiti Finn Sjöberg! Miklu frægari gítarleikari sænskættaður var og er sjálfsagt enn til dæmis Yngwie Malmsteen, þó ég geri reyndar ekki endilega ráð fyrir að margir sem þetta kunna að lesa þekki hann!? Jájá, svo er þessi 13 manna "sýningarflokkur", talin vera að einvherjum sérfræðingum í beinu framhaldi vera "betri hljómsveit" en ABBA-flokkurinn sjálfur? Veit nú ekki alveg við hvað þar er miðað, nema að söngkonurnar sem væntanlega eru þarna til að túlka Agnetu og Önnu Fríðu, séu betri og þeir sem spila á pianó, bassa, gítar eða eitthvað sem Björn og Benny spiluðu á séu sömuleiðis fremri!? Eða hvað haldið þið? Satt best að segja hef ég og það veit ég að gildir um marga aðra, aldrei skilgreint ABBA sem eiginlega hljómsveit, heldur meira já svona söngflokk. Hérna er svo þetta hljómsveitartal líka svolítið furðulegt í því ljósi, að talað er um sýningu en ekki tónleika.Gæti því trúað, án þess þó að vita það, að einvherjir af þessum þrettán séu t.d. dansarar eða eitthvað slíkt. Og svo spyr ég nú bara, man einhver sérstaklega eftir öðrum en þeim fjórum á sviði? Hvernig sem ég rembist, þá get ég ómögulega munað eftir öðrum hljóðfæraleikurum og raunar var langoftast sviðsljósinu beint að söngdívunum einum! Og þá kemur að þessu með búningana, mjög broslegt að lesa þetta um að liðsfólk ARRival séu með sérstakt leyfi til að vera í "Nákvæmlega eins múnderingum" og fyrirmyndirnar, því voru þessi sviðsklæðnaður af óteljandi gerðum? Mig minnir það nú, en að einkaleyfi sé á að klæðast þeim er nú svolítið svona... Ég hef annars áður einvhern tíman rifjað upp að samfestingar nokkrir sem dívurnar klæddust einhvern tíman hafi nú ansi hreint reynst djarfir og þá e.t.v. meir en ljóst var í upphafi. Allavega blasti við í lok tónleika á myndum teknum af þeim og sem m.a. birtust í unglingablöðum á borð við POP og BRAVO, "Það allra helgasta" svo mikla athygli og gleði vakti hjá ungum karláðdáendum að minnsta kosti! Það er svo kannski smáatriði, en þó ekki, að nær væri nú að segja held ég að þessi sýningarflokkur eða hljómsveit, dragi nafnið af plötunni Arrival (þessari þarna minnir mig þar sem þau fjögur sitja inn í þyrlu sem er að lenda, ef ég man rétt) heldur litla tónstykkinu sem bar nafnið! Ég er nú að röfla um þetta þó helst vegna þess, að þetta er nú nefnilega það sem mér hefur fundist flottast með ABBA! Í lokin er svo hægt að hrista hausin yfir því, að Arrival sé að fara að gefa út "óútgefið ABBAlag"!? Hvernig það gengur upp veit ég ekki og það þótt B&B hafi einvhern tíman samið þetta tiltekna lag með flokkin í huga, þá er það ekki ABBALAG nema þeir og A&A hefðu tekið það upp án þess að það hafi svo verið klárað til útgáfu. (t.d. eins og margt með bítlunum, en samt var nú látið flakka seinna meir) Svolítið fyndið reyndar sem flest í þessari frétt, en kjánalegt líka ef þetta á nú að vera kynding fyrir útgáfu lagsins! Annað lag sem ég hef haldið upp á eftir þá "ABBAbræður", I Know Him So Well og er í söngleiknum Chess, væri alveg eins hægt að kalla "ABBAlag" og raunar miklu frekar, þannig séð!

Og..

BURT MEÐ SPILLINGARLIÐIÐ!


mbl.is Fyrrum gítarleikari ABBA með á ABBA-sýningu
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

Aldrei aftur Zeppelin!

1980 er John Bonham var allur var dæmið einfaldlega búið, ferill þessarar einnar frægustu rokksveitar var allur, hinir þrír eftirlifandi þá einróma sammála um að hætta. Og í raun hafa þeir Page, Plant og Jones staðið við það, síðustu upptökurnar komu vísu út síðar, á Coda auk þess sem hinar og þessar safnútgáfur hafa litið dagsins ljós, en það hefur aldrei í raun verið verulega í deiglunni, að nokkurri alvöru, að þeir þrír kæmu aftur saman og tækju upp nýtt efni sem Led Zeppelin. Þó bæði saman og sitt í hvoru lagi hafa þeir brallað margt sem kunnugt er, þeir Page og Plant m.a. unnið eina hljóðversplötu og eina tónleikaplötu, en það var undir þeirra eigin nöfnum.Tónleikar eru svo teljandi á fingrum annarar handar, þar sem þeir þrír hafa látið til leiðast að koma fram og þá sem Zeppelin, en þó alltaf með hálfum huga að því ekki hefur verið betur skilið.
Live Aid var fyrst með pgil Collins á trommunum, en síðar kannski tvívegis svo hægt sé að nefna held ég í alvöru, þetta tilefni á sl. ári er þeir komu saman ásamt Jason í afmælifagnaði stofnanda Atlanticútgáfunnar og svo áður í 25 ára afmæli sömu útgáfu held ég.(ártalið gæti nú verið annað, man það ekki)

Það er bara eins og fyrri daginn með þetta, að peningar ráða ugglaust fyrst og fremst ferðinni, góðar summur í boði sem Page og Jones telja sig ekki geta hafnað.
En neineinei, þetta er né verður ekki í raun og sann Led Zeppelin, hún dó og var grafin með "Gonzo", John Bonham!


mbl.is Zeppelin í hljómleikaferðalag án Plant
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ana Popovic - Blúskona frá Belgrad!

Konur eru sem víða annars staðar ekki mjög margar er talist geta stórstjörnur í blústónlistinni.
Þó eru auðvitað nokkrar sem náð hafa í fremstu röð og eru þar mjög áberandi eða hafa verið það, t.d. söngkonur á borð við Ettu James, Koko Taylor af eldri kynslóðinni, LouAnn Barton, öllu yngri og svo nútímaungstirni á borð við hina dásamlegu Shemikia Copeland og síðan meir alhliða tónlistarkonur á borð við Bonnie Raitt, Debbie Davies, rory Block, Sue Foley m.a. svo nokkrar séu nefndar.
Þær eru þó miklu færri í heild, en samt engu minni listamenn né ómerkari!

Hinn kæri bloggvinur vor hann Glámur, Eyjólfur ÁRmannsson, er einn alötulasti boðberi blúsfagnaðarerindisins á Íslandi og er hann óþreytandi að uppfræða okkur hin og vekja athygli á góðum listamönnum.
Kvinnur hafa þar komið nokkuð við sögu og þar með talin hin mjög svo athyglisverða Ana popovic, sem Eyjólfi að þakka, ég fór svo að pæla í og næla mér síðan í plötur með!
TAkk Glámur!

Alveg sérstök.

Ana er ekki beinlínis sprottin úr jarðvegi sem svipar til allra nefndu kvennanna hér að ofan, er hvorki amerisk né svört, en er þó frá blautu barnsbeini alin upp við gríðarmikla tónlistaryðju á heimilinu, þar sem blúsinn m.a. spilaði stórt hlutverk!
Hún er fædd og uppalin í Belgrad árið 1976, sem fram á hennar unglingsár tilheyrði gömlu Júgóslaviu, en er nú sem kunnugt er höfuðborg Serbíu.
Ana mun aðeins hafa verið um 5 ára gömul er hún byrjaði að dútla við hljóðfæri og syngja, en faðir hennar var tónlistarmaður og það tilheyrði einfaldlega heimilislífinu að félagar hans kæmu reglulega í heimsókn að spila með honum.
Ana var svo um 15 ára gömul eþegar hún tók þá ávkörðun að fela örlög sín í hendur tónlistargyðjunni, þó ekki fyrr en að hafa menntað sig vel og lokið töluverðu námi í tónlist m.a.
blúsinn var og er nokkurs konar meginstraumur hjá Önu, sem bæði syngur og spilar á gítar, en alls kyns önnur áhrif á borð við djass, fönk og sálar, jafnvel popp, fljóta innan um líka svo ansi hrífandi bræðingur erá ferð, borin fram af fjölbreyttum söng og gítarstíl stúlkunnar!

STigvaxandi velgengni.

Eftir að hafa plægt jarðvegin vel í heimalandinu um nokkurra ára skeið m.a. með hljómsveitinni sinni HUSH, náð þar góðri hylli, (og gefið út sína fyrstu plötu) var það næsta stóra ksrefið hjá Ana og félögum að komast í tengsl við útgáfu í Hollandi og með dreifingu líka í Þýskalandi og víðar í kringum árþúsundamótin.
Má svo í stuttu máli segja, að ferillinn hafi eftir það farið stigvaxandi með meira spili/tónleikahaldi, reglulegri plötuútgáfu og athygli víðar og meiri um heiminn!
Það skipti líka miklu máli að athyglin kviknaði strax í Bandaríkjunum eftir útgáfu fyrstu plötu Önu fyrir alþjóðamarkað, HUSH! árið 2001!
Svo mikla athygli fékk hún strax, að eftir útga´funa var Ana, fyrst tónlistarmanna utan Bandaríkjanna, tilnefnd til W.C. Handy verðlaunanna, frægustu og æðstu verðlauna sem veitt voru í blúsheiminum! Og ekki bara það, hún kom líka fram á verðlaunahátíðinni og var líka að brjóta blað með því, fyrsti listamaðurinn utan Ameríku til að gera það.
Í kjölfarið fylgdu svo tónleikaferðir í Bandaríkjunum á næstu árum m.a. með "Íslandsvininum" Walter Trout (sem hingað kom fyrir 19 árum með John Mayall Bluesbreakers, sem annar tveggja gítarleikara) og Bernard Allison. (syni hinnar miklu hetju Luther Allison) auk þess sem Ana tók þátt í plötuverkefni, tileinkunarútgáfu af ýmsum lögum meistara Jimi Hendrix, ásamt fleiri þekktum listamönnum.
Útgáfur Ana Popovic eru nú orðnar fjórar, sem fyrr sagði HUSH! frá 2001 og tveggja annara hljóðversplata, Comfort To the Soul 2003 og Still making History 2007. 2005 kom svo hin tvöfalda tónleikaskífa er nefndist einfaldlega Ana, þar sem önnur skífan var DVD kyns.
ER nú svo komið að hún virðist eiga góðan framtíðarferil fyrir höndum í Bandaríkjunum, er nú komin á fullt þar að vinna nýja útgáfu af Still Making History, þar sem átta af lögunum á evrópsku útgáfunni verða tekin upp að nýju auk tveggja nýrra til viðbótar.

SEm fyrr sagði ákvað ég eftir lestur hjá félaga Eyjólfi að næla í eitthvað með þessari forvitnilegu stelpu frá Serbíu af öllum löndum og á núna allar hljóðversplöturnar.
Hef hingað til mest bara verið að einbeita mér að fyrstu plötunni og hún nægir alveg til að skilja vel athyglina og lofsyrðin um Ana.Meir en vel þess virði að kynnast hennar tónlist og mæli ég með því.
Þess má svo geta að Ana varð móðir í fyrsta skiptið nú fyrir skömmu, eignaðist vörpulegan snáða, sem hún hefur sjálfsagt "búið til" svona rétt sem snöggvast milli fjölmargra tónleika sinna!


Skífurýni - Rokkrisar gleðja enn!

Metallica - Death Magnetic.

Lagalisti:

That was just your life
The end of the line
Broken, beat and scarred
The day that never comes
All nightmare long
Cyanide
The unforgiven 111
The Judas kiss
Suicide and redemption
My apocalypse

Hvað er betra þegar haustsins myrkur verður dimmra og dimmra, klær vetursins nálgast ófluga og svo ekki sé talað um djúp efnahagskreppa sem ekki sér fyrir endan á, læsir sig um þjóðfélagið, en að setjast niður í góðan stól með kaffi, heyrnartól á höfði og með nýtt og kröftugt rokk í spilaranum!?
Veit ekki með ykkur, en þetta er og hefur verið mér fróun og viss flótti líka já frá umhverfinu þegar það hefur þrengt fullmikið að eða orðið íþyngjandi.
Kannski finnst einhverjum það mótsagnakennt, að kröftugt rokk sé gott vi slíkar aðstæður, en þannig er það nú oft hjá mér þótt vissulega margs konar tónlist af öðru tagi geti hentað líka eins og gengur.
Og nú í um það bil þrjár vikur hefur nýjasta afurð risarokkaranna og “Íslandsvinanna” í Metallica, Death Magnetic, meira og minna verið í spilaranum og skoðun mín og álit á plötunni þannig smátt og smátt verið að taka á sig heildstæða og marktæka mynd.

25 ára ferill.

Já, svo makalaust sem það nú er, þá hefur ferill Þessa fyrirbæris sem Metallica nefnist nú spannað um 25 ár, eða svo, eða frá því fyrsta stóra platan af nú samtals níu hljóðversplötum, Kill ‘em All kom út!
Ég man vel þann dag er ég keypti mér eintak af plötunni í hinni gamalgrónu verslun Hljomver, sem var og hét í Glerárgötunni hér í bæ. Hafði þðá lesið nokkuð um þessa fjóra ungu menn sem bólugrafnir og alvarlegir blöstu við á bakhlið plötunnar og þóttu lofa ansi góðu með nýju og nokkuð svo harðari stefnu, en þá líka ferskari en heyrst hafði áður!
Og víst er að maður þá á svipuðu reki og þeir Hettfield, Hammet, Ulrich og Burton, sem þarna skipuðu sveitina, hreifst strax mikið af og sagði bara Vá, eftir að lög á borð við Whiplash, Jump In the Fire, Motorbreath og ekki hvað síst hið klassiska Four Horsemen höfði strax hrist all svakalea upp í strákssálinni!
Ætla nú annars ekki að rekja söguna frekar hjá sveitinni, nema hvað að ég hef í stærstum dráttum fylgst með henni alla tíð og sá þá m.a. á frægum Donningtonrokkhátíðartónleikum árið 1987 ásamt eitthvað um 97000 öðrum (þar voru til dæmis félagi minn Hemmi, Eiki nokkur Hauks sem var einskonar fararstjóri og eins veit ég nú að Kiddi Rokk góðkunningi vor og bloggvinur var þarna einhnvers staðar í hópnum líka!)
Sem fyrr sagði var strax látið nokkuð mikið með þá, en að úr yrði slík risasveit sem hylli hefur náð langtlangt út fyrir raðir hins hefðbundna harðrokksaðdáanda, óraði auðvitað ekki nokkurn mann fyrir og að þeir ættu til dæmis eftir að spila á Íslandi fyrir um 18000 manns innanhúss, líklega fleiri en sögur fara af hérlendis nokkurn tímann!

Á ýmsu gengið, en sterk staða í dag.

En eins og svo oft hefur vandi fylgt vegsemd hverri í tilviki Metallica eins og svo mörgum öðrum. Frægðinni fylgt viss vandamál einstakra meðlima og brotthvarf sumra, jafnvel úr þessari jarðvist líkt og gerðist sorglega með bassaleikarann Cliff Burton.
Allt frá því að stærsta stökkið varð með feril sveitarinnar árið 1991 með útgáfu “Svörtu” plötunnar sem selst hefur í tugmilljóna upplagi, hafa menn haft mjög svo misjafnar skoðanir á gæðum þeirra verka sem komið hafa á eftir, en almennt verið sammála um að fyrstu fjórar hljóðversplöturnar á undan, þ.e. auk Kill ‘Em All, Ride the Lighting, Master Of Puppets og ...And Justice For All, séu hver annari betri.(ásamt þessum plötum kom svo líka ein EP plata með túlkunum, Garage Days Revisited, sem vel var tekið )
“Tvíburaskífurnar” sem komu á eftir þeirri svörtu, Load og Reload fannst mörgum vera “popp” og ekki góðar og svo þegar átti að bæta fyrir það allhressilega með eftirminnilegum hætti á St. Anger, þóttu félagarnir og þykja enn hafa heldur betur skotið yfir markið, jú vissulega komið aftur “árásargjarnari og graðari” en bara um of, hljómurinn bara eins og hjá nýþungarokkssveitum á borð við Korn og lagasmíðarnar bókstaflega vondar!
Sjálfur var ég og er enn hins vegar ágætlega sáttur við Load og reload og er bara ekki sammála að um léttvægar plötur sé að ræða.
St. Anger var hins vegar nokkur vonbrigði jú, en samt ekki alslæm og er ég viss um að ef upptakan hefði verið betri, þá væri dómurinn yfir henni almennt mildari.

En með Death magnetic er einfaldlega skemmst frá því að segja, að eftir þessar þrjár vikur í hlustun hjá mér, er dómurinn betri en ég þorði nokkurn tíman að vona fyrirfram, platan einfaldlega miklu betri en ég bjóst við að mér þætti og...
Ég held ég megi nú segja, að mér þyki hún vera sú besta í heil tuttugu ár, eða frá því ...And Justice.. kom út árið 1988, ekkert minna!
Eins og sjá má af lagalistanum hér að ofan eru lögin tíulöng og mikil flest og minna á einmitt tuttugu ára gömlu plötuna að því leiti auk annars líka, þótt upptakan nú hjá snillingnum stórmerkilega Rick Rubin (manninum á bakvið ævintýrið með johnny Cash, “Man In black” á síðustu æviárum þess mikla kántrímeistara meað margs annars í plötuútgáfu og upptökustjórn í um 40 ár!) sé mun betri og skemmtilegri.
Flest ef ekki bara öll mjög góð og vex platan eins og góðar slíkar gera svo oft meir og meir eftir því sem oftar og betur er hlustað.
Harðar jafnt sem hratt grípandi laglínur mætast svo skemmtilega, einmitt það sem snemma varð vörumerki sveitarinnar, oft mikil grimmd, en í senn gífurleg dýpt og ljúfsár tilfinning í lagasmíðunum.
Dæmi um það eru lög eins og The Day that Never Comes og the Unforgiven III.
Frábær lög, sem ég er þó ekkert að segja þar með að séu þau bestu, en eru samt að hrífa mig einna mest í augnablikinu.Gæti þess vegna verið á annari skoðun á morgun.
En semsagt, gríðarlega ánægður með plötuna sem sannar að sveitin var eftir allt saman langt frá því dauð úr öllum æðum.
Þetta gæti samt sem best orðið síðasta platan frá henni, en þá værilíka hægt að segja að endirinn hefði orðið góður!


Stormsker 45!

Já, eins og vinur vor og góðkunningi Jens Guð, hefur rækilega minnt á bæði í gær og dag, þá á ærslabelgurinn og tón- og textaskáldið með meiru, SVerrir Stormsker 45 ára afmæli í dag!
Að því tilefni skutlaði ég léttri limru inn hjá Jens og hljómar svo.

Hann SVerrir fráleitt er fól,
né fífl með aumingagól.
Bara náungi naskur,
nettur kjaftaskur
og ólíkindatól!

Karlinum óskum vér svo til lukku með daginn!


Af vini mínum Satch og hans nýjasta tónverki!

Eitt af því sem ég sé helst eftir að láta ekki verða að á æskudögum, er að hafa látið til leiðast að fara í tónlistarskola að læra á kassagítarinn sem móðir vor góð gaf mér þegar ég var 5 ára minnir mig!
Því miður var allt of mikill njálgur í strákskrattanum og því varð þetta ekki raunin.
En þessi eftirsjá kom til fljótlega á unglingsárum eða snemma á þeim fullorðins er ég var sem ég er enn, orðin forfallin áhugamaður um alls kyns gítartónlist og margur gítaristin jafnframt í hópi uppáhaldstónlistarmannanna!

Joe Satriani, sá margræði gítarsnillingur, hljóðversspilari framan af ferli og kennari, hefur verið mikið uppáhald frá því ég kynntist honum fyrst líkast til sumarið 1986 er ég komst í tæri við aðra stóru plötuna sem hann sendi frá sér, Surfing With The Alien!Og man það enn bara nokkuð vel hvar og með hverjum ég heyrði í plötunni, á rúntinum með frænda mínum Gunna Gunn og það eftir Strandgötunni hér í bæ á sólríkum degi!

Satriani hefur nú lengst af ferilsins gert út frá kaliforniu, en frá New york mun hann hins vegar upprunnin þar sem hann fæddist 1956 ef ég man rétt.
Og líkt og með fleiri gígjuflínka menn, var það meistari Hendrix, sem sinn þátt átti víst í að hinn ungi Joe varð gítarleikari. Foreldrar hans gáfu honum í upphafi trommusett, en eldri bróðir hans hins vegar var gítarleikarinn í fjölskyldunni til að byrja með. En eftir að Hendrix lést og bróðirin var eitthvað minna farin að sinna gítarnum, hefur Satriani sagt frá því í viðtölum, að hann hafi bara stolið gripnum af bróður sínum, þá uppnumin af dauða meistarans og viljugur að feta ´hans fótspor.
Má segja um feril hans síðan, að “góðir hlutir gerist hægt”, fyrsta platan sem var EP (ein af nokkrum sem síðar hafa komið) leit ekki dagsins ljós fyrr en Jói karlinn var komin langleiðina í þrítugt, en fram að því höfðu alls kyns hljóðversdæmi og kennsla helst verið hans vettvangur.Sem slíkur naut hann fljótt mikillar viðurkenningar og virðingar og hafa ekki ófrægari drengir en t.d. Kirk Hammet úr Metallica og Steve Vai (með Frank Zappa,Whitesnake og Alcatrazz t.d.m.a.) verið meðal frægra nemenda hans.
Ég á flestallt sem hann hefur sent frá sér eða allt undir eigin nafni auk svo einnar tónleikaplötu sem hann hefur sent frá sér ásamt tveimur öðrum “Gígjubræðrum”, áðurnefndum Steve Vai og Texassnillingnum Eric Johnson undir nafninu G3.
Eru þetta svona snögglega talið nú um tíu eiginlegar hljóðversplötur auk nokkurra minna eða meira tónleikaplata þar sem ný hljóðverslög og eldri hafa líka fylgt með. Tíunda hljóðversplatan kom einmitt út nú fyrr á þessu ári og heitir því langa nafni en skemmtilega, Satchafunkulus And The Misterion Of Rock! (til upplýsingar, þá er gælunafn Satrianis Satch)
Á öllum fyrri plötunum er eitthvað sem hrifið hefur mig, en tónlistarstíllinn er afskaplega margræður bræðingur rokks með áhrifum frá nánast öllu öðru, poppi, djass, fönki, blús,heimstónlist/þjóðlagatónlist og ég veit ekki hvað!
Nældi í Satchafunkulus.. fyrir nokkrum vikum og er skemmst frá því að segja, að mér er farið að finnast hún sú skemmtilegasta frá honum í ein tíu ár í heildina, eða frá því að hin frábæra Crystal Planet kom 1998! Auk þeirrar, Surfing..., þriðju plötunnar hans Flying In A Blue Dream og þeirrar fjórðu, The Extremist, held ég bara svei mér að hún muni teljast til hans bestu hjá mér, en sem ég þó varast núorðið að segja eða alhæfa um tónlist. Karlinn finnst mér bara sprækari núna en lengi við spilamennskuna og lagasmíðarnar mun skemmtilegri í heild en á undanförnum þremur plötum, sem hafa allar verið nokkuð tilraunakenndar, en samt líka allar með mörgum flottum stykkjum í bland!
Joe Satriani er ekki allra, höfðar annað hvort mest til gítarleikara eða forfallina gítaraðdáenda eins og mín, en hefur samt náð til fleiri því hann hefur það í sér líka að geta samið grípandi rokklög auk spilahæfileikanna!
Tek engin lög út, en sem dæmi um hve garpurinn er margræður, þá er síðasta lag plötunnar tvískipt snilld Flamengogítars og rífandi rokkgyðju, alveg afbragð!


TÝR - Færeyskt rokkævintýr!

Alltaf þegar færeyska Víkingaþungarokksbandið tý hefur borið á góma, dettur mér oftar en ekki skemmtileg minning í hug um heimsókn þeirra á rás tvö árið 2002, er þeir voru að taka landan með trompi. Þá sat og ég undirstrika SAT útvarpskonan þokkafulla Hrafnhildur Halldórsdóttir við hljóðneman og nánast missti sig í hrifningarvímu að sjá drengina ganga í hljóðver og sagði eitthvað á þessa leið: “Oh, ég KIKNA bara í hjáliðunum að sjá þessa stráka, þeir eru svo sæætir”!
En burtséð frá útliti, þá hefur þeim kumpánum gengið margt í hag frá þessum tíma og nú þegar fjórða platan var að koma út ekki alls fyrir löngu, er ekki úr vegi að tíunda ferilinn aðeins!

- 1998: Hljómsveitin stofnuð.
- 2002: Hjólin fara strax að snúast hratt. Hljómsveitin sendir í janúar frá sér fyrstu plötuna "How Far to Aasgard". Sigrar um svipað leyti í dönsku hljómsveitakeppninni "Melody Makers" sem besta hljómsveitin (valin af dómnefnd) og vinsælasta hljómsveitin (valin af áheyrendum). Guðni Már Henningsson spilar á rás 2 upptöku frá dönsku hljómsveitakeppninni flutning Týs á "Orminum langa". Hlustendur rásar tvö sýna einhver öflugustu viðbrögð sem um getur. Næstu daga rignir yfir starfsmenn rásarinnar óskum um að heyra þetta lag aftur. Svo spaugilegt sem það er þá stóðu þeir í þeirri trú að þetta væri norsk hljómsveit. Íslendingar þekktu ekki færeyska tónlist og það hvarflaði ekki að þeim að til væri færeyskt rokk. Þegar þeir hringdu inn báðu þeir um að fá að heyra aftur norska lagið um "Orminn langa".
Lagið varð fljótlega vinsælasta óskalagið í sögu rásar tvö og undrandi Íslendingar lærðu að þetta væri færeyskt lag í flutningi færeyskrar hljómsveitar.
AF sinni alkunnu markaðssnilli og ódrepandi áhuga á flestu sem færeyskt er, brá minn gamli félagi og gæðablóð, Jens Guð skjótt við í kjölfarið og taldi Kristinn Sæmundsson, ( alltaf kallaður þá Kiddi í Hljómalind eða Kiddi Kanina.) annað mikið gæðablóð á að flytja plötur með tý inn og að koma sveitinni sjálfri hingað til tónleikahalds!
Kiddi er alltaf svo stórhuga að hann bókaði hljómleika með Tý vítt og breitt um landið: Reykjavík (tvennir hljómleikar), Kópavog, Keflavík, Selfoss, Akureyri.
Man nú ekki hvernig þetta gekk hér nyrðra, en fyrir sunnan var víst troðið út úr dyrum. Hljómleikarnir í Smáralind slógu aðsóknarmet og biðröðin eftir eiginhandaráritunum varð sú lengsta sem menn hafa séð fyrir framan Skífuna í Smáralind. Á Selfossi voru fleiri utan dyra - sem komust ekki inn - en innandyra.
"Ormurinn langi" varð vinsælasta lagið á Íslandi og í Færeyjum 2002. Vikum saman sat "How Far to Assgard" í 1. sæti sölulistans á Íslandi og í Færeyjum. Hérlendis seldist platan í um 4000 eintökum og er ennþá að seljast enn þann dag í dag.
Týr hefur nokkrum sinnum síðar komið til Íslands og haldið vel sótta hljómleika. Vinsældir Týs opnuðu fyrir það sem hefur verið kallað "færeyska bylgjan" á Íslandi. Allt í einu uppgötvuðu Íslendingar að eitthvað rosalega spennandi var í gangi í færeyskri tónlist: Eivör, Makrel, Brandur Enni, pönksveitin 200, djasshljómsveitin Yggdrasil, Teitur, Jógvan, Rassmus, Valravn og svo framvegis.
Týr opnaði dyr sem síðan hafa verið galopnar inn í færeyska tónlist.
- 2003: Önnur plata Týs, "Eric the Red", kom út. Nokkrum vonbrigðum olli að þar var ekki neinn verðugur arftaki "Ormsins langa". Platan í heild var betri en frumburðurinn en vantaði "smell".
Týr fór að vekja athygli vítt og breitt um Evrópu. Spilaði á hljómleikum út og suður og komst á kort. Næstu ár var hljómsveitin upptekin við að koma fram á ótal "festivölum" víðsvegar um Evrópu. Fékk svo plötusamning hjá austuríska þungarokksfyrirtækinu Napalm Records. Það er hátt skrifað á alþjóðamarkaði þungarokks og er afskaplega vel tengt. Er ekki með mjög margar hljómsveitir á sínum snærum en sinnir þeim mjög vel og það er gæðastimpill að vera á merki Napalm Records.
- 2006: þriðja plata Týs, "Ragnarök".
- 2008: 4ða plata Týs, "Land". Hljómsveitin er komin inn á alþjóðamarkað. Lög af plötunni fylgja safndiskum vinsælla enskra þungarokksblaða á borð við Metal Hammer og Rock Sound. Þar eru lögin í slagtogi með lögum hljómsveita á borð við Sepultura og Soulfly.
Í dag er Týr í þeirri aðstöðu að velja og hafna tilboðum um hljómleika á festivölum. Eftirspurn er meiri en hljómsveitin getur sinnt.
Í áranna rás hafa orðið mannabreytingar hjá Tý. Á tímabili spilaði með Tý á gítar Ottó B. Arnarsson frá Mývatni. Hann túraði með þeim á hljómleikum en það reyndist vera flókið dæmi að vera með einn Íslending innanborðs í færeyskri hljómsveit.
Hef á undanförnum vikum verið að hlusta á “Land” og er bara nokkuð svo hrifin af þessu verki,færeyskum þjóðlögum smellt í þrælþéttan og kraftmikin búning svo vel hristir upp í manni!Svo er þarna líka eitt ættað frá Ísa kalda landinu hygg ég, “Brennivínsvísur” sem skemma nú ekki fyrir.
Svolítið seintekin, krefst af manni góðri hlustun, en það fer ekkert á milli mála að Týr er komin á góðan alþjóðamælikvarða og á skilið þá athygli sem tíunduð er að ofan!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 218024

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband