ÖMurleg niðurstaða!

Mín fyrstu viðbrögð eru gríðarleg vonbrigði með þessa ráðningu og í mínum huga er L-listin strax byrjaður að bregðast þeim meirihluta bæjarbúa sem veitti honum meirihlutaumboð með sögulegum hætti í vor.
Finnst mér listin strax ekki vera lengur framboð AKUREYRINGA með þessari ákvörðun, að nýta ekki gullið tækifæri að velja úr góðu framboði HEIMAMANNA eða borinna og barnfæddra Akureyringa er sóttu um og ekki bara það, heldur voru miklumiklu reyndari og frambærilegri en sá er nú hefur hreppt starfið!

Þessi ráðning er eiginlega alveg óskiljanleg og afskaplega ógæfulegt upphafsskref á ferli L-listans við völd á Akureyri!


mbl.is Ráðning Eiríks staðfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það var bjartsýni að trúa því að L-listinn væri eitthvað nýtt. Þetta er kunningja og ættingjahópur í kringum Odd  Helga sem hyglir vinum og kunningjum. Geir er og verður strengjabrúða Odds stórafrænda en fékk þó að ráða vin sinn Eirík sem bæjarstjóra

Jón Ingi Cæsarsson, 9.7.2010 kl. 12:26

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jón Ingi, þín gagnrýni um samsetningu listans þykir mér ekki sérlega sæmandi, ansi hreint seint í rassin gripið að gagnrýna fjölskyldutengslin í ljósi þess að þau hafa verið fyrir hendi frá upphafi er Oddur fór fyrst inn 1998 með einmitt sinn ágæta frænda, Víði Ben. sem varamann. Bæjarbúar hafa ekki heldur sett þessi tengsl fyrir sig svo þetta upphlaup nú vegur ekki þungt. Hitt þykir mér verra ef tengsl séu sem þú segir milli Geirs Kristins og þessa manns, en ég veit ekki neitt um það, veit hins vegar að hér er engin "venjulegur" og eða pólitískt óháður einstaklingur orðin æðsti embættismaður bæjarins, sem listin hefur þó gefið sig út fyrir að standa fyrir og skoraði grimmt á!

Magnús Geir Guðmundsson, 9.7.2010 kl. 13:07

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Heyrðu Magnús...sú tala nefndarmanna sem nú er hjá L lista hefur aldrei verið jafn há..og niöurstaðan hrópandi.  Stjórnmálaflokkar eru gagnrýndir fyrir klíkuskap og að hygla... af hverju ætti L listi að vera undanþeginn slíkri gangrýni..spyr maður...ekki sama Jón og Séra Jón eða hvað... Já þykir þér það verra að þeir séu vinir Eiríkur og Geir.. sé ekki allan mun á því og hinu.

Jón Ingi Cæsarsson, 9.7.2010 kl. 15:46

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Kjósendum var ljóst fyrir kosningar nú sem áður, að mikil fjölskyldu- og vinatengsl væru í L-listanum, það vita Akureyringar og þá ekki hvað síst innvígðir Þórsarar og Þorparar, eins og ég sjálfur m.a. telst!

Niðurstaðan í kosningunum varð svona sem hún sögulega varð, bókstaflega öllum á óvart er óhætt að fullyrða. Ég gagnrýni sem þú þessa ráðningu og harma, ekki þó númer eitt vegna tengsla Geirs og Eiríks, heldur fyrst og fremst vegna þess sem ég tíundaði, að gullið tækifæri var ekki nýtt til að ráða mun hæfileikaríkari og reyndari einstakling til starfans og loksins AKUREYRING, en ætli Halldór Jónsson sé ekki eini bæjarstjórin sem talist getur alvöru slíkur í manna minnum?!

Magnús Geir Guðmundsson, 17.7.2010 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband