Dagur gjafmildi og gleði!

Það má já með sanni segja, sólin skín í heiði og gos gleður landan. Og ekki nóg með það, gerast nú geðshrærðir og ljúfir sem lömb aðdáendur fótboltaliðsins Manjú eftir sigur vannst á vígreifum andstæðingum.
En auðvitað hafðist sá sigur ekki nema með stakri "Gjafmildi & hjálpsemi" stjórnanda leiksins og andstæðinganna sjálfra, en svona er þetta bara stundum á þessum vígstöðvum!
mbl.is United lagði Liverpool og endurheimti toppsætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Dagur hamfara, eldgos og óverðskuldaður United sigur.

Guðmundur St Ragnarsson, 21.3.2010 kl. 15:50

2 identicon

"Gjafmildi & hjálpsemi" stjórnanda leiksins" ? Torres var nú mjög heppinn að fá ekki Rautt í fyrri hálfleik og Mascerano heppinn líka....

Guðmundur, getur þú útskýrt fyrir mér hversvegna sigur Utd var óverskuldaður?

Einar (IP-tala skráð) 21.3.2010 kl. 16:05

3 identicon

Hahahahaha, Magnús Gé þú ert alltaf jafn fyndinn, enda það eitt eftir hjá ykkur púllurunum, húmorinn ;)

Jóhann (IP-tala skráð) 21.3.2010 kl. 16:12

4 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Afskaplega eiga púllarar bágt í dag.

Hjörtur Herbertsson, 21.3.2010 kl. 16:34

5 identicon

ja,, yfirleitt bara leiðinlegir og bitrir, skiljanlega

oppi (IP-tala skráð) 21.3.2010 kl. 17:04

6 identicon

Byrja krakkarnir að rífast eins og í leikskólanum....

Ólöf (IP-tala skráð) 21.3.2010 kl. 17:45

7 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Kann að vera rétt hjá þér minn kæri en púllarar fóru óskaplega illa með dauðafæri á lokamínútunum. Það vantaði leikgleðina hjá þeim fannst mér og því fór sem fór. Þekki nokkra sem gleðjast já yfir úrslitunum en ekki ég.  kveðja Kolla.

ps stal vísunni frá þér og notaði hana í svar áðan. Vona að það sé í lagi hahah hún var frábær. kv.ks.

Kolbrún Stefánsdóttir, 21.3.2010 kl. 19:11

8 identicon

Manutd voru mikilu betri í þessum leik meðan Liverpool voru að spila kick and run. Það var gjafmildi að Torres fékk frían skalla í byrjun leiks. Þú Magnús mund aldrei viðkenna að andstæðingurinn var betri.

Arnar M (IP-tala skráð) 21.3.2010 kl. 19:12

9 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Þú verður að útskýra "Gjafmildi & hjálpsemi" stjórnanda leiksins og andstæðinganna sjálfra, fyrir okkur aulunum sem ekkert skiljum nema að liðið sem vann var sennilega bara betra en hitt. Var hinsvegar að velta því fyrir mér afhverju slátrarinn frá Argentínu var ekki sendur í sturtu eftir brotið sem gaf Man.Utd víti og af hverju barby-boy Torres var ekki kældur líka fyrir að skeyta skapi sínu á vítapunktinum. Barnalegt! En nú er þessari leiktíð væntanlega lokið  af hálfu Liverpool og ekkert eftir, báðum leikjunum lokið, annar vannst hinn tapaðist, punktur.

En útskýrðu samt endilega þitt viðhorf til: "Gjafmildi & hjálpsemi" stjórnanda leiksins og andstæðinganna sjálfra,"

Viðar Friðgeirsson, 21.3.2010 kl. 22:42

10 identicon

Hlutverk Magnúsar er að varpa sprengjum.  Það vill bara svo óheppilega til að hann heldur með Liverpool.

Ægir væl. (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 12:17

11 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ágætlega að orði komist hjá síðasta ræðumanni og Jóhann, þú ert ei svo rangur í ræðu þinni.

Ekkert þunglyndi hér Hjörtur minn, ekki láta þér detta það í hug í eina sekúndu!

Kolla, þú ert frábær eins og alltaf, en til klúðurs FT var ég einmitt að vísa í pistlinum litla.

Viðar minn, þú hlýtur að vita hver er stjórnandi leiksins, hann gerði bæði rétt og rangt í atvikinu örlagaríka, hvorki JM eða FT hefðu átt að fara út af, þeir sem það meina hafa ekki kynnt sér reglurnar nógu vel.

Magnús Geir Guðmundsson, 22.3.2010 kl. 15:43

12 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Einmitt...alltaf vitlaust fólk sem fer útaf.kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 22.3.2010 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 217980

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband