Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

SVei mér, "Dýrt er dauður að liggja"!?

Nú mér heldur betur brá,
bara verð að segja.
Ég hef ekki efni á,
aumingin að deyja!

Að minnsta kosti ekki ef "prísinn" er svona fyrir að geyspa golunni!
En vonandi fær nefnd kona þetta leiðrétt, sem og að þetta boðaða frumvarp verði með sanngjörnum hætti!


mbl.is Líkhúsdvölin á við nótt á hóteli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óþarfa viðkvæmni í manninum!

Skellti nú bara upp úr að lesa þetta!
Það þarf ekki að fara mörgum orðum um, að kímnigáfa er rík á Bretlandseyjum og þaðan komið til að mynda margt besta sjónvarpsgrínefnið svo dæmi sé tekið.
Mér finnst þetta bara góður vitnisburður um það og GRENJA BARA EKKERT þótt minn kæri heimabær sé settur í það samhengi!
Allir kannast nú við þetta viðurnefni á höfuðborginni nú orðið, (stundum köllum við "sveitalubbarnir" hana líka Borg BLEYTUNNAR á tækifærisstundum) sem allir vita nú að er í hálfkæringi, þó í því leynist auðvitað viss sannleikur líka.
Þetta því bara bráðskemmtilegt og nefndur keflvíkingur já óþarflega viðkvæmur og þá ekki hvað síst í ljósi þess að hún Lára snaggaralega upplýsir að ár og dagur er frá útgáfu bæklingsins og engin hafi hingað til kvartað!
Nú er sumar og sól og því segir maður bara.

UPP MEÐ HÚMORINN!!!


mbl.is Saklaust grín eða ferðamannafæla?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Má nú deila um þetta já!

Skemmtilegt sumardundur greinilega hjá götublaðinu!
En fyrir hönd Arsenalmanna, vil ég nú t.d. bara mótmæla að reyes sé þarna, var á köflum mjög heitur, skoraði mörg mjög falleg mörk og var á góðri leið undir handleiðslu Vengers að verða mjög fínn leikmaður. En hann sjálfur vildi fara og það ólmur til real Madrid og nú sér hann örugglega mikið eftir því, svipað og Amelka játaði ekki alls fyrir löngu, að hann hefði ekki átt að yfirgefa Arsenal! (og ganga til minnir mig liðs við sama félag og reyes, real Madrid!)
Sömuleiðis má já segja, að Cissé (Zisse) hafi í raun ekkert verið slæm kaup og hann oft verið fínn liðsmaður þó mörkin kæmu ekki á færibandi.og sem segir í fréttinni, var hans slæma fótbrot líka örlagaríkt fyrir hann. og svolítið bull að segja, að Liverpool hafi ekki frá því El Hagi var keyptur, ekki nælt í neinn góðan framherja þar til Torres kom. Crouch stóð sig mjög vel til að mynda og skoraði mikið og kannski mun sagan dæma það sem mikil mistök hjá Liverpool að hafa selt hann!?
Það væri reyndar ekki síður gaman að sjá lista með slíkri samantekt og þá ekki bara á framherjum.Venger karlinn hjá Arsenal vissulega mikill snillingur í að fá og ala upp unga stráka, en einnig mjög mikill klaufi er varðar að láta leikmenn fara, eða hefur allavega verið óheppin í þeim málum. David Bentley er dæmi sem strax kemur upp í hugan og Matthew Eupson varnarmaður annað. Man. Utd fannst David Healey írski N-írski strákurinn ekki nógu spennandi, (hefur kannski bara þorað að rífa kjaft við Mr. Ferguson?) hann hefur þó heldur betur spjarað sig og þá sérstaklega með landsliðinu og setti víst markamet í undankeppni EM!
Það eru helst markmenn myndi ég ætla sem Liverpool hafa losað sig við, en hafa svo heldur betur spjarað sig. Brad Friedel, er besta dæmið, hefur nú um árabil sennilegast verið einn albesti markvörðurinn í ensku deildinni. Saga David James er reyndar öllu snúnari, hann átti mjög góð ár framan af og var allavega einu sinni kjörin besti markvörður tímabilsins, en svona tvö síðustu árin dalaði hann mjög sökum spilafíknar m.a. svo fæstir áttu nú von á að nær áratug síðar eftir að hann yfirgaf félagið yrði hann ótvíræður markvörður Englands númer eitt!
En svona getur nú fótboltin verið margslungin.
mbl.is Verstu framherjakaup ensku úrvalsdeildarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já, handarmeiðsli eru happadrjúg!

Jamm, bæði sögulegur og makalsu sigur hjá Íranum Harrington, en ég var nú eitthvað að ýja að því að svo gæti farið, ætti ekki von á að Norman ynni.
En þessi meiðsli sigurvegarans, rifja nú upp mikla (og að mörgum fannst um of) meiðslasögu hjá núverandi Ísllandsmeistara í golfi, Björgvin Sigurbergssyni fyrir mótið hér á Akureyri árið 2000. Handaróhapp sem hann lenti í minnir mig á bílastæði, var tilefni mikilla vangavelta um gengi hans á mótinu, en svo fór nú að hann hafði sigur samt með tveggja högga mun á undan frænda mínum þá kornungum, Ingvari Karli!
Auðvitað kenna menn örlítið í brjósti um Norman að bogna enn einu sinni á lokahring eftir að hafa haft forystuna fyrir hann, en engu að síður frábær frammistaða og sýnir enn einn gangin hvað golfið er margræð og skemmtileg íþrótt og að aldurinn skiptir þar litlu!
Svo bara takk til Sjónvarpsins að bjóða upp á þessa veislu.
mbl.is Meistarinn hafði um margt að hugsa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sunnlendingar! Því meiri rigning nú, því betra.

Miðað við hve lítið hefur snjóað yfir vetrartíman sl. árin og sömuleiðis rignt á suður- og vesturhluta landins, ættu íbúar þessara landshluta að fagna já rigningunni og það sem mest!
og ekki bara það og vona að hún verði sem mest, því auk minni úrkomu hafa jarðskjálftarnir bæði árið 2000 og nú fyrr í sumar, haft afgerandi áhrif á grunnvatsstöðuna þarna og raunar víðar á landinu til hins verra!
Ekki langt síðan vísindamenn voru að segja frá því í fréttum, að miklar tilfærslur hafi orði á þessu í kjölfar jarðhræringanna og sumstaðar vatn meira að segja horfið. Bora þarf svo sífelt dýpra eftir neysluvatninu okkar, svo full ástæða er fyrir fólk núorðið að nöldra kannski aðeins minna þegar tíðin verður eins og núna að þessar fellibylsleifar bera slíka úrkomu yfir landið.
vatnið er jú einu sinni undirstaða alls lífs auk sólarljóssins á þessari jarðarkringlu okkar!
mbl.is „Rofar til síðdegis á morgun"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spennandi mót á erfiðum velli, lýsingin betri en í fyrra!

Opna breska er hið stærstaog merkilegasta af þeim "fjóru stóru" ekki spurning!
Menn óttuðust að fjarvera tiger Woods dragi úr aðdráttaraflinu, en það gerðist auðvitað ekki og mótið er spennandi og skemmtilegt í ár, þótt hrikalega erfitt sé það og skorin há.
Þökk sé meðal annars þessu frábæra gengi Normans, sem fjörsamlega hefur stolið senunni!
Hann sagðist fyrir mót meir hafa æft tennis og spilað að undanförnu en golf. Menn ættu kannski bara að æfa tennis sérstaklega fyrir svona mót frekar en golf haha!?
En á ekki von á því samt að hann vinni, verði jafnvel enn einu sinni í öðru sæti! harrington eða jafnvel Curtis gætu til dæmis orðið svo frægir að vinna aftur. Og ekki skildi afskrifa kóreumannin né reynslubolta á borð við Allenby frá ástralíu, sem ekki er langt undan!
Annars ómögulegt að segja til um sigurvegarann.
Lýsingin á mótinu í sjónvarpinu hefur að þessu sinni verið nokkuð góð, sérstaklega vegna tilkomu Ólafs Þórs Ágústssonar vallarstjóra Keilis í Hafnarfirði. Finnst mér hann hafa komið vel út, alveg öfugt við þjálfarann þarna frá því í fyrra og Pál Benediktsson fréttamann, sem voru hreint út sagt ömurlega leiðinlegir og ekki til starfans vaxnir.
Með sambæing sínum úr Hafnarfirðinum, Hrafnkatli, er Ólafur í einna besta félagsskapnum, en Snorri S og Valtýr B. eru mér frekar en fyrri dagin ekki mjög hugleiknir sem íþróttalýsendur.
En kvöldið er fallegt og um skemmtilegt mót og spennandi að ræða, svo ég nenni ekki að nöldra frekar um þá!
mbl.is Norman er efstur fyrir lokadaginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Bílahaf á bryggjunni"!?

Það er víst best strax í upphafi, að taka það fram, að í dag er 19. júlí, sólríkur dagur og fallegur um mestallt land, þjóðfélagið þ´ví í rólegheitagír og þannig lagag ekki beinlínis mesti annatíminn í fréttum. Það þarf þó að fylla fréttadálkana með einvherju og þótt sólin skíni og landinn reyni að n´jóta þess sem best, hefur ský sannarlega dregið fyrir sólu í hinu efnahagslega tilliti svo að margur er komin með kvíðahnút fyrir framtíðinni, þótt njóti nú sumarblíðunnar í augnablikinu! Á næstu vikum gætu nefnilega margir misst vinnuna að boðað er, fengið þau tíðindi jafnvel strax nú áður en sumri hallar og fríi lýkur, að þeim hafi verið sagt upp. En hvað sem því líður og hve mikið svartnætti er framundan, þá er nú ansi kúnstugt að lesa "frétt" sem þessa, sem er raunar engin slík, heldur frekar uppfyllingarefni á hásumri og raunar líka auglýsing fyrir fyrirtækið sem um er rætt! Forsvarsmaðurinn sem rætt er við, er nú ansi orðlipur verð ég að segja, talandi um "Bílahafið á bryggjunni" og að meint viðhorf bílasalans japanska sem fyrirtækið hans er umboðsaðili fyrir, að grynka á þessu "hafi" með því að samþykkja að umboðið lækki verðið um millu eða svo til að leiðrétta birgðastöðu, sé eitthvert tímamótainngrip í "þjóðfélagsvandamál"!? Þetta er auðvitað meiriháttar rugl og alveg makalaust að það eigi nú að heita svo, að sérstakur afsláttur í takmörkuðum mæli á einni bílategund sé til lausnar þjóðarvanda haha, það verður nú að segjast eins og er! Enn verra finnst mér nú samt, að Moggin sé að slá þessu "sölutrikki" bílaumboðsins upp sem mikilli frétt, þetta er bara viðleitni þess til að bregðast við samdrætti og ekkert svo sem við það að athuga í sjálfu sér nema þennan málflutning um inngrip í þjóðarerfiðleikana. Get alveg ímyndað mér núna að öll hin söluumboðin á bílum í landinu, hljóti að hugsa sitt ráð núna og síðan heimta viðlíka auglýsingu að ha´lfu Moggans! Hins vegar er það alveg á hreinu í mínum huga, að vandin í þjóðfélaginu nú er einmitt ekki minni kaup á bílum, heldur alveg öfugt, allt allt og margir og þá ekki hvað síst margt ungt fólk hefur hent sér út í skuldir á skuldir ofan í arfavitlausum bílakaupum, þar sem einmitt þessi 100% lán hafa spilað stóra rullu, sem og í fleiri fjárfestingum. 18 til 20 ára einstaklingur ætti að mínu mati aldrei að fá slík lán að mínu mati og í sem allra flestum tilvikum þar sem því væri komið við, ættu eigin peningar alltaf að vera sem mestur hluti af kaupverði í hlutum á borð við bifreiðar! Hluti vandans er líka eins og allir vita, að allt of markgir bílar eru á götunum, allt of margir eiga bíla vegna þessarar eyðsluendaleysu sem viðgengist hefur sl. árin. ég þarf svo ekket að tíunda margfeldisvandan sem skapast hefur af þessari of miklu bílaeign, er allt frá meiri mengun til fleiri óhappa o.s.frv. Landinn þarf því held ég á flestu öðru a halda en áframhaldandi bílakaupum og nú gerist það kannski í kjölfar hins stóra samdráttar, eldsneytishækkunar meðal annars.
mbl.is Hættu við að senda bílana út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blessuð sé minning hans!

Hann bæði skírði mig og fermdi, sem og marga í minni fjölskyldu.
Afskaplega hlýr og góður maður Sr. Birgir, sem heiður var að kynnast og ég mun alltaf minnast með virðingu.

Með Sr. Birgi nú fallin er frá,
Fjárhirðir Drottins einn mestur.
Hann sómamaður að sönnu var já,
ssöngvari góður og prestur!


mbl.is Andlát: Birgir Snæbjörnsson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afrek!

Já, það fer nú ekki á milli mála, hvort sem það er svo bilun eða ekki að fara út í svona þolraun!

Með beygingum já og bukki,
Benedikt hyllum við svein.
Sundið hann tók með trukki,
á tímanum sextán-núll-ein!


mbl.is Tókst að synda yfir Ermarsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bilun!?

Jamm, fyrirfram finnst manni þetta nett bilun að reyna þetta og ég tala nú ekki um bæði hjá honum og hinum, að rembast við þetta aftur og aftur!
En í góðum tilgangi og svo virðist nú já, að þetta afrek sé að takast!

Í beinum öllum hefur hrikt,
í hafinu við þolraun slíka.
En berserkur er Benedikt
og "bilaður" ég held nú líka!


mbl.is Tæpir 5 km eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 217997

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband