Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Arsenal er samt betra!

Nú er mér spurn, sem stundum kemur fyrir.
Kemst litli röflarinn Ronaldo nokkuð aftur í liðið á næstunni og á hann það nokkuð skilið eftir slappleikan sérsta´klega á móti grönnunum í Man. City?
Hinn fótalipri Fletcher sýndi slíkan stórleik í dag, að mér finnst þetta góð spurning!
Og hvers á já skotin eiginlega að gjalda að hafa ekki komist nema örsjaldan í liðið í seinni tíð, en reynist svo þetta góður!?
Legg til að Hermann nokkur Gunnarsson verði rekin úr aðdáendaklubb United, en vart hefur annar maður talað jafn háðuglega um einn leikmann í sínu uppáhaldsliði! Andstæðingar United ekki einu sinni gert það!
Nú, samt er Arsenal betra lið og þeir vinna deildina örugglega held ég nú!
mbl.is Man Utd tók Arsenal í kennslustund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aulaskapur aldarinnar!

Hahaha, glæsilegur sigur Barnsley og einn sá óvæntasti í háa herrans tíð, en jafnframt aulaskapur í hæsta gæðaflokki hjá Rauða hernum!
Og eru ekki allir sammála!?
mbl.is Liverpool úr leik í bikarnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegur fulltrúi!

EF fer já sem horfir, Ragna haldi áfram á svipaðari braut, sleppi við óheillavænleg meiðsli, verður hún án nokkurs vafa glæsilegur og verðugur fulltrúi þjóðarinnar á OL í Kína!
Að sönnu eru hins vegar möguleikar hennar þar ekki mjög miklir, en hún er enn ung og í framför og að ná þeim áfanga að fá að keppa á æðsta íþróttamóti heims og stærsta er ómetanlegt innlegg í reynslubankann!
En eins og þar stendur, "Ekki verður sopið kálið þótt í ausuna sé komið" En spennandi er þetta með þessa glæstu íþróttakonu, sem án vafa skaraði fram úr á síðasta ári!
mbl.is Ragna er á leið á ÓL í Peking
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ævintýri!

Stoke City missti af umspilssæti á síðustu stundu á sl. tímabili.
Aðdáendur voru svo af ýmsum ástæðum ekkert of bjartsýnir fyrir þetta tímabil, en svei mér já ef ekki virðist lítið ævintýri í uppsiglingu, að þetta áður merka félag í eigu Íslendinga sé e.t.v. að fara upp í sjálfa úrvalsdeildina!?
Enn munu þó 9 leikir vera eftir hygg ég af 41, en þetta lítur já mjög spennandi út.
Hann Jói vinur minn, semér er óhætt að fullyrða að hafi orði einn þekktasti íslenski stuðningsmaður félagsins þegar Magnús Kristinsson, Gunnar Gíslason og Ásgeir Sigurvinsson m.a. réðu þarna ríkjum, fór í mörg bæði útvarps og blaðaviðtöl, er allavega mjög svo kátur núna veit ég og bíður með öndina í hálsinum eftir hverjum leik hér eftir!
Á sínum tíma gerði Íþróttadeild Sýnar alveg þokkalegan þátt um SToke og Íslandsvæðinguna, en klúðruðu því eftirminnilega að geta fle´ttað þátt Jóa þar inn!
En það væri nú efni í aðra færslu og kannski kemur hún seinna!

Áfram SToke!


mbl.is Stoke í toppsætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur ekki á óvart!

Nei, þessi endursending til Héraðsdóms kemur ekki á óvart.
Ég bloggaði nokkuð skarplega um þetta eftir að hafa lesið yfir dóminn og vandaða greinargerð Sálfræðings er fylgdi með.
Fannst himinhópandi eftir þá lesningu, að mistök væru í sýknunni og það hefur Hæstiréttur nú staðfest.
Það er hins vegar með miklum ólíkindum, að ekki bara er um ranga niðurstöðu á verknaðinum sem slíkum að ræða, hann hafi verið hreint og klárt ofbeldi í skilningi laga, heldur opinberast hér hjá viðkomandi Héraðsdómurum vanþekking á ítrekuðum túlkunumHæstarétts á viðkomandi grein Hegningarlaganna!
Hjá leikmanni vekur það nú mikla athygli og umhugsun og maður spyr sig, er þetta nokkuð algengt, að undirréttur sé svona aftur og aftur að gera mistök fyrir einhvern klaufaskap og ótrúlega vanþekkingu? tíma og almannafé þannig kastað með ótrúlega óþörfum hætti á glæ!?
Ég ætla nú rétt að vona að svo sé ekki, þetta hafi verið undantekning sem endurtaki sig ekki og að nú muni Héraðsdómur vanda sig hið besta þegar málið verður tekið fyrir á ný og í því dæmt réttlátlega!
mbl.is Ályktun héraðsdóms stenst ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá vaknar spurningin!

Nei, ekki ástæða til annars en að óska Halldóri Sævari til lukku sem og Öryrkjabandalaginu sjálfu, hann hygg ég mjög vel liðin sem formaður í Blindrafélaginu!
En spurningin þá bara hvort þá þurfi ekki að finna nýjan formann fyrir Blindrafélagið, varla geti hann sinnt báðum þessum störfum eða hvað!?
Og ef svo er, hverjir koma þá til greina,varaformaðurinn þá kannski helst?
Verður fróðlegt að fá svar við þessu!
mbl.is Halldór Sævar Guðbergsson kjörinn formaður ÖBÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítið hægt að væla yfir þessu!?

Nei, varla geta Unitedstuðningsmenn gert það, City nýtti færin betur, spilaði vel er á heildina er litið, leikskipulag Svíans snjalla Sven Görans gekk greinilega 100% upp!
Jújú,meira með boltan og fengu líklega fleiri færi, en allt umstangið og yfirlýsingar stjórans aldna fyrir leikin að liðið hlyti að spila vel vegna tímamótanna, hefur greinilega virkað öfugt, menn ekki staðið undir pressunni, stemningin virkað öfugt!
SVo var það nú ekki fallegt af karlinum Alex að vera með orð um að 17 ára guttin þarna yrði með, jafnvel í byrjunarliðinu, en strákurinn kannski bara fegin núna, eftir að hafa upplifað mikil vonbrigði fyrir leikin að vera sov ekki valin!
svo er bara að sjá hvort Chelsea komi ekki líka niður á jörðina, Liverpool taki eitt eða jafnvel þrjú stig af þeim á "Brúnni"!?
Komin tími til og kæmi þá ekki svo mjög á óvart!
mbl.is Manchester City sigraði 2:1 á Old Trafford
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjárans fjölmiðlarnir!

Já, allt þetta hafarí er fyrst og fremst þeim að kenna og það svo sem ekki í fyrsta skiptið þegar "skyggja tekur í hinum pólitíska frumskógi"!?

Vilhjálmur ei voða glaður er,
því "vondu fjölmiðlarnir" álit rýra.
Hérna aumur karlinn kveinkar sér,
kann það varla góðri lukku að stýra!


mbl.is Vilhjálmur: Hamrað á því sem mér kemur verst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER það!?

Ég veit nú ekki alveg!

Haldlítil hljóma þín rök,
Heldur já finnst mér þau slök.
Og eigi vel valin,
verður þú talin
Dómari í sjálfs þíns sök!


mbl.is Vilhjálmur: Hef axlað ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættið nú alveg!

Oft má lesa hér á mbl.is í senn spauilegar og furðulegar fyrirsagnir, en þetta er nú hygg ég aðeins of mikið af því góða!
SAmt vil ég vera kurteis og bara vinsamlega benda höfundi fréttarinnar og þá væntanlega fyrirsagnarinnar líka á þessari fregn um Trappatoni karlinn, að Írland er EKKI í Englandi, er jú vissulega á BRETLANDSEYJUM, en er sjálfstætt lýðveldi!
Vinsamlegast leiðrétta þessa vitleysu!
Annars verður spennandi að sjá svo ef rétt reynist hvernig þessum kappa tekst til með írska landsliðið!
mbl.is Trapattoni á leiðinni til Írlands?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 217999

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband