Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Stórglæsilegt hjá stráknum unga!

Alveg óhætt að fullyrða það já, að þessi um 18 ára strákur hafi stolið seninni í dag á þriðja keppninsdegi Íslandsmótsins í golfi!
Innan um alla "hákarlana" Björgvin Sigurbergs, Örn Ævar, Heiðar Davíð, Ólaf Má, Birgi Leif og fleiri, sýndi hann þessi stórkostlegu tilþrif og sannar að sigur hans um daginn á Klúbbsmóti GA, var engin tilviljun!
Virðist greinilega vera efni í enn einn afrekskylfingin hjá Ga, sem alla tíð hefur með jöfnu millibili átt fulltrúa í fremstu röð kylfinga á Íslandi!
Magnús Guðmundsson, Björgvin Þorsteinsson, Sigurpáll Geir Sveinsson, Ómar Halldórsson og Ingvar Karl Hermannson, eru allt nöfn sem unnið hafa fjölda titla á Íslandsmótum eða verið í verðlaunasætum í þeim fyrir hönd GA í gegnum tíðina!
VErður spennandi að sjá hvernig Birni vegnar á morgun á lokadeginum, gæti alveg haldið sinni stöðu í toppbara´ttunni, en hvernig sem fer verður þetta gríðarlega góð innlögn í reynslubankan hjá honum!

mbl.is Björn fékk sjö fugla á Hvaleyrarvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einhverjir súrir!

Á Sýn stendur nú yfir útsending frá Íslandsmótinu í golfi, einhverjir sófasetumenn sunnan heiða því súrir get ég ímyndað mér, væri það sjálfur í þeirra sporum, sem "Geggjaður golfáhugamaður"!
en það væri hægt að leysa málin allavega með einum hætti, drífa sig bara í fjörðinn, á Hvaleyrarvöllinn!
En út af fyrir sig merkilegt, að hægt sé með einhverjum óprúttnum hætti að trufla stóreflis þjónustu eins og Digital Ísland er að veita!?
mbl.is Óleyfilegar útsendingar trufla tíðnisvið Digital Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Þú ert það sem þú borðar"!

Þetta hlýtur að flokkast undir jákvæðan og góðan fréttaflutning, aldrei nóg af slíku á móti öllum neikvæðu tíðindunum!
Og þessi grunnur er sannarlega tímabær í ljósi þess hve óhollusta í t.d. skyndibitaneyslu hefur lengi verið staðreynd. Á það ekki hvað síst við um hjá börnum og unlingum, svo að þessi grunnur mun vonandi nýtast til að færa neyslumál til betri vegar og nýtast svo almenningi í daglegri matargerð!
mbl.is Íslenskur gagnagrunnur með upplýsingum um 900 fæðutegundir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólína á ferð um Hornstrandir!

Fyrir nokkrum dögum, birti hið fjölhæfa fljóð og bloggvinkona mðín, Ólína Þorvarðar, fallega og fróma frásögn sína af gönguferð um Hornstrandir.
Slíkar ferðir árlegur viðburður hjá henni og fleiri vinum. Sólbrennd og sæl snéri hún svo aftur, en með vott af frunsu á efri vör!
Fékk hún þá þessa kveðju.

Hraustleg um Hornstrandir gekk
og hafði á bakinu sekk.
En líka kossa og kel,
karli gaf vel.
Þannig já frunsuna fékk!


Sautjánþúsundasti Akureyringurinn aftur, en nú barmstærð Bæjarstýru á dagskrá!

Í beinu framhaldi af skensi mínu í gær um hægfara fjölgun Akureyringa, sem þó var þá fagnað að væru orðnir 17000, þá spannst aðeins meir í kjölfarið er nýjasta tölublað staðarritsins VikuDags, kom inn um lúguna hérna!
Ónefnd kona fór þá að lesa fregn í blaðinu einmitt um þennan viðburð og skoða meðfylgjandi mynd af bæjarstýrunni ennvarandi, Sigrúnu björk Jakobsdóttur, afhenda ánægðum foreldrum gjöf í tilefni dagsins. Spurði ég til gamans hvernig freyjan væri á myndinni og fékk þá það svar, að hún væri bara hversdagsleg, í gallabuxum að því er virtist og bol. SVo sagði konan upp úr einu hljóði:
"Hún er með ansi hreint mikil brjóst!"
Ég varð nú að viðurkenna, að ég hafði nú séð Sigrúnu er hún var að byrja í stjórnmálunum, en hafði ekki spáð neitt í brjóstin, þó ég sem kraftmikill karlmaður, gerði það auðvitað stundum!
En konan dróg hvergi úr "umfangi" málsins, svo að útleggja mátti það þannig!
(veit að sumum mun þykja þetta á mörkum velsæmis, en harkið af ykkur!)

Já, Bæjarstýrunnar barmur,
bústin er mjög og varmur
bols besta er snið,
svo blasi hann við.
Ei trosnaður túttugarmur!


Einn af þessum dögum!

Ekki sá glaðasti á Fróni í dag!
Þetta er já einn af þessum dögum, þar sem flest gengur manni í mót og tilveran er sannarlega "Trunta með tóman grautarhaus og hjartað það er hrímað, því heilinn gengur laus" eins eins og Þursaflokkurinn söng svo spaklega um árið!
Já, vonbrigði í hitanum í Kína, gamlir liðsfélagar þvældust vel fyrir, Dimi Travore og þá einkum og sér í lagi DAvid James, gamli markvörðurinn okkar! Hermann Hreiðars kom já inn á sem varamaður og skoraði, en slíkt mark telst þó ekki sem slíkt fyrsta markið, eins og ranglega er sagt í fyrirsögninni!
En ekki nóg með að þessi leikur hafi klaufalega tapast í vítakeppni eftir markalausan leik þar sem nýju "hetjurnar" Benaion og Torres klikkuðu, heldur gekk vini mínum og bróðursyni Ingvari Karli, ekki sem skildi á Íslandsmótinu í golfi, vinna við daglegt vafstur misfórs og svo til að ttoppa allt saman er komin kuldi úti og rigning!
Bíður einhver betur, spyr maður nú bara?
Walking In The Shadow Of The Blues með munnhörpusnillingnum Little Charlie og sveitinni hans The Nightcats, virðist því eiga einkar vel núna, raunar afskaplega yndislegur blús!
En jújú, veit, það kemur dagur eftir þennan, væntanlega uppfullur af eintómri ánægju!?
mbl.is Hermann með sitt fyrsta mark fyrir Portsmouth
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málmpönksperla úr safninu!

Innan um frægðargoð á borð við Iggy Pop og Stooges, ramones, New York Dolls og fleiri, þrifust og störfuðu líka mörg önnur pönk og rokkfyrirbæri,s sem kannski urðu ekki eins fræg en voru litlu síðri!
sveitir eins og Misfits, Black Flag og Dictators! Sú síðasttalda skartaði m.a. leiðtoganum Dick Manitoba og svo gítarleikaranum Ross The Boss, sem síðar gerði garðin frægan í hinni makalausu málmgrúppu, Manowar!
Árið 1990 endurnýjuðu Manitoba og Ross hins vegar gömul kynni, á hreint afspyrnugóðri plötu, sem kallaðist ...And You? verkefnið bar áfram nafn söngvarans Manitoba, en nú Manitoba ´s Wild Kingdom.
Þessa skífu hef ég átt í ein 16 ár og er skemmst frá að segja, að enn dreg ég hana reglulega fram og nú síðast í kvöld!
Nær stanslaus málmpönkskeyrsla út í gegn, alveg yndiusleg svo maður situr bara eftir þreyttur og sveittur, en óendanlega hamingjusamur!
Og ég er og var ekki einn um gleðina! Fékk á sínum tíma fullt hús hjá ÖLLUM dómurum í Metal Hammer og fullt hús í harðrokksbiblíunni Kerrang!
Aðeins eitt lagana slær eitthvað af keyrslunni, New York, New York eftir meistara Iggy Pop!
Ein af perlunum í safninu mínu!

Þá Bleiku eða Blakk?

Á hvorn vegin sem fer hjá Krötunum í Kanaveldi, þá verða tímamót!
Annað hvort verður kona útnefnd sem forsetaefni í fyrsta sinn, eða þeldökkur karlmaður!
Og eins og málin standa í dag, eru nokkuð svo góðar líkur á, að annað þeirra geti svo í framhaldinu orðið næsti forseti Bandaríkjanna!
Ef ég á að hafa skoðun, þá er hún nokkurn vegin svona!
Odama auðvitað skil,
áhuga valdanna til
En kvinnuna kýs,
svo klár er og vís.
Já, Hillary heldur ég vil!
mbl.is Aukin harka hlaupin í baráttu Clinton og Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gengur þótt...!

Jújú, þetta mjakast, bæjarbúum fjölgar, með atorku innfluttra jafnt sem frumbyggja!
NÆg fjölgun og nógu hröð? Skal ekki segja annað en sumum finnst þetta vera svona.
Fólk er hér í fjölgun þægt,
er frægt!
En góðir hlutir gerast hægt,
já, hææægt!

mbl.is Akureyringar orðnir ríflega 17.000
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjórar línur!

Það get sagt um Einar Odd,
ósvikin var hans ljóminn.
Kjarnyrtur með hvassan brodd,
kunni að hækka róminn!
mbl.is Mikill fjöldi við kveðju- og minningarathöfn um Einar Odd Kristjánsson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband