Vor í lofti, en vetur til fjalla!

Jamm, aldeilis blíðan í bæ vorum sl. daga, en til fjalla halda þó ungir menn og konur, rétt út úr bænum eða upp í Hlíðarfjall og leika sér m.a. á snjóbrettum!
Er því vart nema von, að manni verði að orði:

Vorið er komið og grundirnar gróa,
greyveturinn er alveg í klessu.
SAmt er nú úti alltaf að snjóa,
ekkert bara skil ég í þessu?!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er sérkennilegt veðurfar sem við Íslendingar búum við. Haust sjö mánuði á ári, vetur í fjóra mánuði og svo er einn mánuður sem við köllum sumar. Þetta þyrfti að vera eins og hjá frændum okkar í Noregi. Vetur þeger er vetur og sumar þegar er sumar. Þá meina ég sumar með 25+ gráðum .... og vetur með snjó, ekki endalausri rigningu ...

Annars bara góðar fréttir úr borginni, þó búið að rigna duglega og reikna ég ekki með því að það hætti fyrr en um áramót.

Stefán Sigurðsson (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 22:29

2 identicon

Hehe, takk fyrir þessi sunnantíðindi af veðri og vindum, en þó úrkomu reyndar helst Stebbi minn! Einhvers staðar týndist nú vorið þarna hjá þér, kemur líka eitthvað við sögu, allavega í gamla höfuðstaðnum.Ert vonandi búin að hafa það fínt í fríinu og ætlir svo galvaskur að fylgjast með þessu alþjóðlega kvennamóti í leirdúfuskotfimi þarna um helgina?!

Magnús Geir (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband