Elska ekki MU aðdáendur strákin frá LIVERPOOL núna?

Von að spurt sé eftir þessi málalok!
En já bara þokkalegur leikur þar sem nú bæði "grís" einu sinni sem oftar og gáleysi eða öllu heldur vitlaus herfræði held ég, varð til þess að MU vann!
Eins og þetta spilaðist virtist MC nefnilega bara vera komið til að ná jafntefli, dróg alltaf af sér eftir að hafa jafnað, en MU vildi auðvitað vinna enda á heimavelli!
En semsagt, MC geta því meir kennt sjálfum sér held ég og auðvitað einu sinni enn, heppni MU, um að fá ekkert út úr þessum leik!
Teves sefur væntanlega ekki í nótt, frábær, en það skilaði engu.
Spurning hvort MC hefðu ekki átt að horfa vel og rækilega á MU og Liverpool á sama velli síðast, þá hefðu þeir séð hvernig á að SIGRA þarna!
mbl.is Owen með sigurmark í sjö marka Manchesterslag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heppni heppni heppni, fólk sem heldur að leikir sigrist á heppni er nátturlega bara nautheimskt! þetta er ekkert nema liðstyrkur og alvöru knattspyrna!! United væntanlega bara heppnir að vinna alla þessa titla ár eftir ár? og liverpool ekkert nema óheppnir að landa aldrei neinu!? HA??

Owen Owen Owen Owen! éttu það!

Sindri (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 14:59

2 identicon

Sindri, nei ekki heppni heldur eitthvað annað sem verður þess valdandi að United hafa alltaf dómgæsluna með sér. Hvaðan komu þessar 5-6 mín.

Sigurður (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 15:06

3 identicon

Ferguson er með þessa dómara í vasanum, kæmi ekki á óvart þótt FA yrði með álíka rannsókn og á Ítalíu.  Owen skoraði gott mark, ekki lengur skugginn af sjálfum sér og heillar lítt Capello en getur ennþá sett eitt og eitt

Baldur (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 15:10

4 identicon

Tevez frábær? Hann sást ekkert í seinni hálfleik frekar en þorri City leikmanna. Ef einhver var frábær þá var það Ryan Giggs, 3 stoðsendingar frá gamla manninum. Það var nú líka algjör gjafmildi af hálfu United að gefa City fyrsta markið (Foster) og þriðja markið (Ferdinand). En þetta hafðist á endanum enda réðu United algjörlega ferðinni í seinni hálfleik.

Það væla allir yfir uppbótartímanum.  Langar að koma því á framfæri að það var bætt við 4 mín við leikinn. City skorar kringum 90 mín, leikurinn hefst aftur eftir mikil fagnaðarlæti kringum 91:30. United gerir svo einnig skiptingu í uppbótartímanum og þar við bætast cirka 30 sekúndur að jafnaði. Þannig að það er alveg hægt að réttlæta uppbótartímann sem var 96 mín. Markið frá Owen kom kringum 95:30 mín.

Jon Hr (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 15:11

5 identicon

úr rassgatinu á þér....

Látið dómarann um að dæma leikina. Hvað haldiði hann hafi hugsað? "já, bæti við bara þangað til United skora!"  haldið að hann hefði bætt bara við 12 mín ef það hefði þurft?? Svo mikill barnaskapur að halda að dómararinn sé alltaf að halda með öðru liðinu! haldiði að Martin Atkinson hafi aldrei dæmt leik áður á Trafford?? man einhver eftir því að hann hafi verið að dæma leiki United í hag? NEI! af sjálfsögðu ekki... Hættiði að gera ykkur að fíflum fyrir framan mig... líður rosalega illla þegar ég sé fullorna menn gera sjálfum sér þetta.

Sindri (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 15:15

6 Smámynd: Leifur Finnbogason

4 mínútur komu frá upphaflega tímanum sem bætt var við, 1 og hálf kom frá fagni City manna eftir þriðja mark þeirra og hálf kom við skiptingu United í uppbótartímanum.

Leifur Finnbogason, 20.9.2009 kl. 15:18

7 identicon

Hmm... Það að skora og fagna marki hefur nú alltaf verið talið hluti af leiknum en ekki sem tafir. Ekki vil ég nú meina að leikurinn hefði nú bara haldið áfram þar til United hefði skorað en að sjálfsögðu gaf dómarinn þeim mikinn séns enda höfðu þeir verið mun líklegri en City til að skora.

Einar (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 15:40

8 identicon

Hvurn andskotan kemur skipting viðbótartíma við ..... hún er bara hluti af leiknum.  Eins og horn er tekið, víti og innköst.  Það er ekki bætt við tíma þegar þessi hlutir eru teknir, það er bara bull.  Verið ekki með þessa vitleysu það er bara þegar eitthvað sem er ekki venjulegur hluti af leiknum eins og þegar menn meiðast mikið eða eitthvað þvíumlíkt sem bætt er við tímann.  Þetta er allt hluti af leiknum og leikurinn er 90 mín.  Annars endar þetta í vitleysu og af hverju kom tíminn ekki á skjáinn eins og venjulega frá aðstoðardómara ?

Hannes Ívar (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 15:47

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jón Hr. minn, leikurinn er já einmitt 90 mínútur,en þú talar bara eins og seinni hálfleikurinn hafi verið allur leikurinn!Sá er hér er síðueigandi var ekkert að tala um það sem hér er kallað uppbótartími, enda er sá tími er þannig er nefndur ranghermi og er ekki til. Dómarinn bætir í raun ALLS EKKI neinum tíma við leikin, hann stendur í þessar 90 mín nokkurn vegin, en stundum þarf að stoppa leikin og því líður lengri tími en sem nemur 90 mínútunum, svo einfalt er það. Blessaður karlinn hann Bjarni Fel, sem kannski einhverjir hérna hafa aldur til að muna eftir, notaði oft einfaldlega orðið tafir ´´a leiknum og því mætti miklu frekar tala um taf- eða tafatíma til að segja nákvæmlega við hvað er átt. Hins vegar verður dómurum á stundum alveg eins og leikmönnum, gera mistök í þessu í sumum tilfellum líkt og ´dómgæslunni sjálfri!

Magnús Geir Guðmundsson, 20.9.2009 kl. 15:51

10 identicon

uuuuu 4 min bætt við, city fagnaði í dágóðan tíma félagi svo kom Carrick inná fyrir anderson, Micha Richards tók hálfa mínutu í að taka innkast 

CrazyGuy (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 15:55

11 Smámynd: Víðir Benediktsson

Bara fjör á síðunni hér. Auðvitað vann United eins og til stóð enda með lang, langbesta liðið.

Víðir Benediktsson, 20.9.2009 kl. 16:21

12 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

haha félagi Víðir, góður og til lukku með sigurinn! Við Þórsarar, hvar sem svo við stöndum annars staðar í flokki eða öðrum bolta, erum mikið fyrir að halda uppi fjörinu, það veistu!

Magnús Geir Guðmundsson, 20.9.2009 kl. 16:48

13 identicon

Ég hef engar áhyggjur af Man.Utd

Við erum að tala um lið sem vinnur sigra á upp-upp-uppbótartíma á heimavelli.

Við erum að tala um lið sem hefur misst Ronaldo 40 marka mann.

Við erum að tala um lið sem sigraði mun betra Arsenal lið á heimavelli með Sjálfsmarki !

Við erum að tala um lið sem tapaði fyrir Barnsley í fyrsta leik tímabilsins.

Við erum að tala um lið sem er miklu veikara en undanfarinn ár.

Stóru liðinn á útivelli munu flengja þá ...engar áhyggjur.

Chelsea, Arsenal. Liverpool og jú Man. City í seinni leiknum.

Og fleiri Barnsley leikir munu líta dagsins ljós á útivöllum.

Veikleikarnir eru augljósir

Hafið áhyggjur af Chelsea ekki Man.Utd.

Sigríður (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 17:44

14 identicon

Magnús - ég tala ekkert eins og seinni hálfleikurinn hafi verið allur leikurinn. Ég var bara að benda á þá staðreynd að United tóku öll völd á vellinum í þeim seinni þar sem fyrri hálfleikurinn var mun jafnari. Ég sá ekki hvað Tevez var frábær í þessum leik þó góður leikmaður sé, hann stal jú boltanum af klaufalegum og vandræðalegum Ben Foster en fyrir utan það átti hann eitt stangarskot í fyrri hálfleik að mig minnir. Hann gerði ekki það mikið í fyrri hálfleiknum að það jafnaði út að sjást ekki í þeim seinni.
Það voru aðrir leikmenn á vellinum sem eiga mun meira skilið að vera kallaðir frábærir í þessum leik og það var bara það sem ég var að benda á.

En athyglisverður punktur hjá þér um 90 mín og Bjarna Fel, sá maður er auðvitað mikill snillingur að mínu mati, hehe. Rakst á þetta á netinu:

"Bellamy scores at 89:55, after the four minutes were signalled. Play wasn't restarted until 91:01 (1:06 time wasted). United won a corner, Anderson was subbed for Carrick (30 seconds). That gives us a total of 1:36 over the original four minutes, and Owen scored at 95:28 (ie. 8 seconds short of this)."

Jon Hr (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 19:03

15 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Takk fyrir þetta Sigríður, nema hvað að Burnley var það víst sem vann MU og líkast til var það í öðrum leik tímabilsins.En þetta verður jú mikil barátta og ljóst er að Chelsea er sterkast um þessar mundir, hefur líka unnið alla leikina hingað til! Ég hef nú engar áhyggjur af þessu yfir höfuð, þetta er jú þrátt fyrir allt "bara" fótboltaleikur!

Magnús Geir Guðmundsson, 20.9.2009 kl. 19:03

16 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Já Víðir, það er sko alltaf fjör þegar MU er að spila, og það eru held ég aðalega púllarar sem halda uppi fjörinu hér á bloggsíðum, þegar liðið spilar. Magnús auðvitað elska MU aðdáendur strákinn frá Liverpool, þið vilduð hann ekki, svo að við tókum honum opnum örmum, og vertu viss það á eftir að skila sér.

Hjörtur Herbertsson, 20.9.2009 kl. 23:25

17 Smámynd: Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson

Hahaha djöfull getur fólk grenjað, málið er þetta að það getur enginn þrætt fyrir það að ferguson er LANGbesti stjórinn í enska boltanum og jafnvel heiminum. Fólk getur grenjað og gagnrýnt hann og Man u en þegar öllu er á botnin hvolft þá þarf fólk bara að skoða árangurinn síðan hann tók við liðinu og sætta sig við sannleikann.

Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 21.9.2009 kl. 11:12

18 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þegar dómarin flautar af, eru úrzlitin ljóz, ekkert annað um það að zegja Maggi ven minn.  Ekki hefur þú zéð mig gráta gengi minna manna, nema af verðleikum, ekki kenni ég neinum umhverfizaðztæðum um, veðurfari, nú eða dómaranum.  Ég horfi bara á mína menn, zem & þína, (& einhver minni Mannheztalið), hrífzt af & zkemmti mér.

Auddað áttuð þið að fá Owen aftur, znilldrargutti.

Steingrímur Helgason, 22.9.2009 kl. 00:54

19 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

TAkk STeini minn, þú ert með þetta, þó sigur MU á þínum mönnum hafi samt verið svindl! (þannig lagað allavega) Jón Hr. gerir lítið úr Teves, stóð sig frábærlega miðað við að hann var að spila undir tvöfaldri pressu og hlaut auk þess slælegar móttökur. Hann var bara klaufi að skora ekki blessaður. Alltaf auðveldara um að tala en í að komast varðandi Owin, vitum ekkert hvort hann hefði plummað sig á varamannabekk hjá LFC auk þess sem þetta er nú bara rétt byrjað, engin reynsla til langs tíma komin á framistöðu stráksins hjá MU.

Magnús Geir Guðmundsson, 22.9.2009 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 217995

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband