Guðfríður Lilja og tvöfalda atkvæðagreiðslan, Birgitta og Borgarahreyfingin!

Eins og aðild eða ekki að Evrópusambandinu er nú stórt mál og umdeilt, þá getur maður nú ekki annað sagt nú, en að ekki sé öll vitleysan eins!
Ég hef nú hér aðeins lýst þeirri skoðun minni, að þessi mikla vegferð og tillögugerð D liða sé ekkert annað en farsi og lýðskrum er varðar hina svokölluðu "Tvöföldu atkvæðagreiðslu um aðildarumsögnina", fyrst til að vita hvort þjóðin vilji sækja um og svo aftur um samning þegar og ef og hér endurtek ég EF samningur næst og liggur á borðinu! Eitt ruglið í málinu er nefnilega einmitt að ef ekki verði farið í þessa "tvöfeldni" þá sé bara aðildin nánast orðin að veruleika, sem "stjórnöld hafi dregið eða neytt þjóðina inn í" eins og margur andstæðingur ESB hefur orðað það!Auðvitað ekkert annað en áróðursrugl og rangindi.
En þessu hélt þó hin annars ágæta þingkona Borgarahryfingarinnar fram um að ylli því líklega að hún vildi þessa tvöföldu aðferðí stað einnar þ.e. atkvæðagreiðslu um samning er komin væri á borðið og frambjóðendur og þar á meðal hún sjálf, höfðu sagt skýrt í kosningabaráttunni, að ekki væri annað mögulegt til að taka afstöðu til ESB, nema að samningur lægi fyrir til atkvæðagreiðslu!Þetta skrifaði hún í sínum næstnýjasta pistli á bloggi sínu birgitta.blog.is, að ef ekki yrði semsagt um atkvæðagreiðslu um hvort ætti yfir höfuð að sækja um, þá væri málið bara útkljáð og við komin inn!? Sá góði maður Ómar Ragnarsson benti henni þá á í athugasend, að Norðmenn hefðu nú tvívegis greitt atkvæði um inngöngu og jafnoft fellt, sem þar með auðvitað sagði allt sem segja þurfti um þessa röngu ályktun og rökstuðning þingkonunnar um að ein atkvæðagreiðsla væri ekki nægjanleg.
En því miður eins og lesa má í fréttum dagsins, létu Birgitta og tveir aðrir þingmenn O ekki þar staðar numið og héldu sig einfaldlega við yfirlýsingar frá því fyrir kosningarnar. Nei, enn eitt "snilldartrixið" ofan í kaupið kom frá þeim (og líkast til frá hendi hugmyndasmiðsins knáa, Mr. Saari!? um að ekki myndu þau greiða atkvæði með þingsályktunartillögunni um aðildarumsögn nema "Icesave yrði hent út af borðinu" eða eitthvað í þá áttina!Hljómar satt best að segja eins og hótun eða meining í þá átt, en er bara enn eitt "blúsaða stefið" í sögu þessa þó bráðungu hreyfingar, því blessunin hún Birgitta fullyrti nefnilega í nýjasta bloggpistlinum, að öruggt væri að ÞRÍR AF FJÓRUM þingmönnum hennar myndu greiða atkvæði með umsókninni! (sjá lið 2 í pistlinum)
Þessi framganga er ærið dapurleg finnst mér, en skrifast sjálfsagt að hluta á reynsluleysi og skort á Ekkingu að bregðast rétt við og yfirvegað í þessum nýju aðstæðum.

En aftur beint að þessari makaleysu sem samþykki á tvöfaldri atkvæðagreiðslu verður að teljast og D mun að sögn til dæmis hafa sett í landsfundarsamþykkt.
Í orðanna hljóðan þá þýðir þetta hvað í raun?
Jú, menn vilji eða samþykki að fram fari tvennar kosningar og þá auðvitað að því gefnu að sú fyrri fari á þann veg að þjóðin segi já við aðildarumsögn.
Í dag lýsti sú indæla og góða kona hún Guðfríður Lilja Grétarsdóttir formaður þingflokks VG því yfir "að hún vildi tvöfalda atkvæðagreiðslu" því m.a. að hún treysti þjóð sinni betur en þinginu!
Gott og vel, en þá bið ég fólk að íhuga vel eftirfarandi.

Ef svo er og þannig að Guðfríður Lilja ásamt hinum tveimur Liljunum í VG m.a.telur sig vera að fara þannig að stefnu síns flokks og í þágu þjóðarinnar, þá spyr ég!

Verða þær og raunar einnig margir bæði úr B og D sem talað hafa svipað, þá ekki að GREIÐA BÁÐUM TILLÖGUNUM ATKVÆÐI til að teljast samkvæmar sjálfum sér!?

Ég get ómögulega ályktað öðruvísi en svo, allavega ekki í tilfelli Guðfríðar og þeirra orða sem hún lét falla nú síðdegis í ræðu sinni á alþingi!
Hvort svo síðan það verður raunin, er annað mál, en annað hvort eru menn samkvæmir eigin orðum eða eins og því miður einkennir margan pólitíkusinn, stundar blekkingar og klæki með þeim!


mbl.is Niðurstaða um ESB á hádegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 217994

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband