Omar er minn maður, Blússnillingurinn frá Texas!

Ég hef ekki verið of duglegur við að setja á blað línur um eitt af mínum helstu hugarefnum og sálar hvað mest upplífgandi, blúsinn og rokkið í bland, en þetta er smá bragarbót á því, um merkan mann og nnýjasta verk hans! Omar Kent Dykes er sannarlega einn af mínum uppáhalds í blúsnum og hefur verið það meira og minna í yfir tuttugu ár, eða frá því ég uppgötvaði hann fyrst með plötunni með íhugula nafnið (og sem svo sannarlega getur átt við litla Íslandið okkar bæði fyrr og nú!) Hard Times IN The Land Of Plenty! Omar er upprunnin eins og svo margur góður krafturinn frá Mississippi, en hefur hygg ég lengst af síns ferils gert út frá blúsborginni frægu með meiru, Austin í Texas! Hann fellur því sannarlega og hefur tilheyrt Texasblúsnum, sem oftar en ekki er litaður af rokki og melódiskum laglínum og mætir t.d. Suðurríkjarokkinu sumpart á miðri leið m.a. Omar er í dag með virtari mönnum og vinsælli í sínum geira og þá ekki hvað s´síst í Evrópu, þangað sem hann fer reglulega í tónleikaferðir og hefur hljóðritað eina fína tónleikaplötu. Undir eigin nafni og sveitar sinnar The Howlers eru plöturnar komnar vel á annan tuginn, en sú fyrsta kom út minnir mig 1980 og nefndist Big Leg Beat!án Howlers eru skífurnar einnig nokkrar auk þess sem garpurinn, söngvarinn og gítarleikarinn, hefur gert skífur í samfloti með öðrum. 2007, kom einmitt ein afburðagóð slík út frá honum í samfloti með ekki ómerkari snilling en Jimmie Vaughan, fyrrverandi gítarleikara í The FAbulous Thunderbirds og og bróður annars látins snillings og enn frægari reyndar, Stevie Ray Vaughan! Á þessari plötu heiðruðu þeir minningu hetjunnar fornfrægu Jimmie Reed og nefndist platan On The Jimmie Reed Highway! Skemmst frá að segja, einkar vel heppnað verkefni þar sem ýmsir fleiri félagar og vinir komu við sögu, m.a. Kim Wilson (söngvari og munnhörpuleikari úr T-birds) söngkonan LouAnn Barton (sem "heimsfræg" varð á Íslandi og vinsæl fyrir að syngja Gevaliakaffiauglýsingalagið Shake A Hand fyrir vel rúmum áratug og sjálfsagt margir muna enn!) og gítaristinn og upptökustjórinn með meiru, Brendan O'Brien (einnig meðlimur í TEXMEXsveitinni skemmtilegu Texas Torrnados) Nú tveimur árum síðar er sumpart sporgönguskífa þessarar nýbúin að líta dagsins ljós undir nafninu Big Town Playboy, eftir samnefndu lagi eftir Eddie Taylor, sem einmitt var góður félagi Reed!Munurinn þó sá, að annars vegar er þessi nýja þó aðeins skráð á Omar og lögin sem við Reed eru kennd aðeins tvö hygg ég. SAma meginsveit er þó þarna og sömuleiðis Jimmie, LouAnn og O'Brien! Svo eru þarna gestir ekki ómerkari en t.d. Laxy Lester og aldna munnhörpuhetjan James Cotton m.a. líka. Þá hefur Omar sama háttin á og síðast, lætur sér nægja að syngja, en það er eins og með góð vín að sagt er, hann batnar bara með aldrinum og röddin ekki bara svona "Úlfsómandi" (eða Wolfman, eins og Kaninn kallar slíka dimmraddaða en "gólandi" söngvara) eins og hún var framan af. Og svei mér, big town Playboy er litlu síðri en forverinn, bara algjör og endalust ánægja fyrir gallharðan blúsunnanda á borð við mig! Enn ein gæðaplatan frá Omari, en aðrar sem nefna má og eru afbragðs líka, eru t.d. Monkey Land, Wall Of Pride, Southern Style og Boogie man, þar sem hann er ásamt The Howlers (súð síðastnefnda jafnframt sú nýjasta með þeim) og einherjaskífurnar Blues Bag og Muddy Spring Road! Má tvímælalaust mæla með þessum plötum öllum fyrir þá er hafa ánægju af rótartónlist og rokki ýmis konar, en þær flestar ef ekki allar og fleiri góðar til, má hygg ég fá í gegnum póstverslun Amazon til dæmis. Omar Kent Dykes Big Town Playboy 1. Big town Playboy 2. Upside your head 3. Can´t judge nobody 4. Think 5. Mary, Mary 6. No More Doggin´ 7. Hello Mary Lee 8. Close together 9. Dream girl 10. Since I Met Your Baby 11. Man down There 12. King Bee

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Haha, skemmtilegt innlegg hjá þér félagi og sannarlega erum við hér á sömu bylgjulengdinni hvað Omar varðar!En leitt ef þeir gömlu félagarnir þurfa að vera óvinir eða ósáttir af þessu norska "S&H spjalli!Omar hefur þá væntanlega staði á milli þeirra ef og þegar þeir hafi hist í hljóðverinu og passað að allt færi nú ekki í bál og brand hjá yngri mönnunum, en slíkt vill jú henda þótt menn talist ekki við!

Magnús Geir Guðmundsson, 26.6.2009 kl. 23:49

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jamm, slúðrið þrengir sér alls staðar í gegn!

Magnús Geir Guðmundsson, 27.6.2009 kl. 00:39

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Gaman að þessu, og virkilega gaman að þessu slúðri ykkar!

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 29.6.2009 kl. 00:16

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Gaman að fá þig í heimsókn sömuleiðis og líka gaman að þér finnist gaman af blúslúðrinu!

Svo ættir þú bara að vita hve Omar er mikill snillingur og gleðigjafi!

Magnús Geir Guðmundsson, 29.6.2009 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 217984

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband