"Hetjurnar deyja alltaf ungar"!

Sögusafnir um veikindi af ýmsu tagi höfðu lengi verið á kreiki auk margs annars miður góðs hvað "Jacko Wacko" varðaði, svo þetta kemur ekki alveg á óvart.
Svo kaldhæðnislega vill til, að ég er sjálfur ný búin að rifja upp þær minningar, að ekki þótti nú beinlínis sniðugt að hrífast af tónlist hans á þeim árum er stjarna hans reis upp fyrir alla aðra með útkomu Thriller 1983 - 4. En rokkboltarnir sýndu honum þó smá umburðarlyndi og dáðust í raun af honum í laumi, ekki síst vegna þess að hann fékk til liðs við sig gítargoð úr rokkinu á borð við Steve Vai og síðar nafna hans Stevens!Og vart hef ég gert það og sent félaga mínum bubba pistil um það og aðra tónlist sem hreif á ungsómsárum en ekki mátti fyrir nokkurn mun tala upphátt um, en poppgoðið hefur snarlega safnast til feðra sinna!
Af ýmsum ástæðum sem þarf nú ekki að tíunda, þá munu ýmsir vart gráta mikið þessi tíðindi, en víst er að með Michael Jackson er fallin frá ein skærasta poppstjarna í það minnsta á ofanverðri tuttugustu öld, ef ekki bara allra tíma!? Og ekki man ég betur, en Thriller sé enn ein söluhæsta ef ekki söluhæsta hljómplata allra tíma!?
mbl.is Lát Jacksons staðfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er merkileg hugleiðng hjá þér. Ætla mætti að dánardægur þessa frábæra tónlistarmanns tengist með einhverjum hætti bældum skoðunum þínum á honum!

Þú ert furðulegur.

Jóhann (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 01:13

2 Smámynd: Eygló

Furðufuglinn minn, ég skil ekki það sem Jóhann IP skrifar, en þú?

Ég fór að gráta þegar þau spiluðu MJ lög núna í kvöld, útí eitt.

Ég var öll í "svertingjamúsíkkinni" sem unglingur og byrjaði að dáðst að honum strax meðan hann var svertingi! Búin að elska tónlistina hans í 40 ár, nákvæmlega, sýnist mér.

Eygló, 26.6.2009 kl. 01:30

3 identicon

Hetja? Hvað gerði hann til þess að verðskulda að vera kallaður hetja?

Nákvæmlega ekki neitt.

Hann var nutcase og barnaperri, ekki hetja!

Rut (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 02:01

4 identicon

Hann var kallaður Wacko Jacko asni !

Brian (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 02:02

5 Smámynd: Eygló

Hefur enginn Ippanna heyrt þetta orðtak?  Það mætti halda að þeir ættu manninum eitthvað grátt að gjalda. Kannski er það svo.

Eygló, 26.6.2009 kl. 02:04

6 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þetta er hann Óli. Hann heldur að það sé fyndið að spamma bloggið með kontróversjal bulli svo að fólk fari að rífast.

En hvað um það. Ég náði aldrei að fatta MJ og nú er það of seint.

Villi Asgeirsson, 26.6.2009 kl. 03:51

7 identicon

Í tónlistinni er úr svo miklu að moða að það verður að velja og hafna. Þess vegna var Michael meðal þeirra sem ég leiddi hjá mér.

Að hetjurnar deyji oftast ungar...þá er ég sennilega engin hetja því fyrr skal ég dauður liggja en að ná ekki hundrað ára aldri : )

Prestar og biskupar verða manna elstir....þeir deyja ungir sem guðirnir elska.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 07:20

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Nákvæmlega Húnbogi og það sem ég vildi sagt hafa með fyrirsögninni, setti hana líka í tilvitnunarmerki, bein þýðing eins og þetta er sagt á engilsaxneskunni, "Heros Always Die young". En hehe, er nokk viss um að þú verðir allavega "Allra karla elstur"!

Takk fyrir innlitið minn ágæti kvikmyndagerðarmaður Villi, þú gætir þó alveg skroppið út í búð og keypt þér eins og eitt stykki safnplötu með honum, annað eins hefur nú gerst að fólk margt hvert fari ekki að hlusta á suma listamenn fyrr en þeir hafa látist. Svo er nú dæmið stundum líka þannig, að tónlistarmenn og fleiri er þjónað hafa listgyðjunni dyggilega um ævina, öðlast ekki viðurkenningu, frægð og frama er þeir áttu sannarlega skilið, fyrr en eftir dauðastundina! Frægt dæmi um slíkt er söngkonan yndislega Eva Cassidy!

Mín kæra og elskulega E!

Við skulum nú bara ekkert kippa okkur upp við þótt sumir séu hérna "spaugsamari en aðrir" það er viðkomandi mál og lítið við því að gera. En takk Villi fyrir upplýsingarnar.

En þú frú E hefur þá fylgst með greyinu allar götur frá því hann var barn, kom fyrst fram með eldri bræðrum í Jacksons Five!?

Ég sjálfur ekki sem fram kom, hrifin af þessu sálarpoppi eða fönki sérstaklega lengst af, en það hefur aðeins breyst með árunum. blúsinn sem svarti kynstofninn bar með sér frá Afríku á þrælatímanum og þróaðist svo frá plantekrunum yfir til borganna í Ameríku, er hins vegar mitt hjartans mál hvað tónlist varðar auk þess sem ég er og verð alltaf mikill rokkari!

En tónlist er líkt og önnur list, í sjálfu sér bara spurning um smekk og ekkert út í loftið þegar sagt er, að hún sé annað hvort skemmtileg eða leiðinleg, skilgreiningar í vont og slæmt flóknari og á kannski ekki endilega rétt á sér!

Að lokum, þá á skoðun Rutar hérna svosem alveg rétt á sér, en þetta sjúklega athæfi hefur svo oft verið borið á hann, en aldrei þó sannast, að dæmt hafi verið yfir honum.(ekki það ég muni, en ásakanirnar verið fleiri en ein og það þungar)

Magnús Geir Guðmundsson, 26.6.2009 kl. 09:40

9 Smámynd: Brynjar Davíðsson

Hljómplatan BAD Var og er í miklu uppáhaldi hjá mér.Kom út 1987,þegar ég var 12 ára.Annars er þetta bara sorglegt hvað sem segja má um MJ.Merkilegt að hann gefur ekki mikið út á sínum ferli,Thriller 1982 svo Bad 1987.Eftir það bara tvær skífur í viðbót 1991 og 2001.

Binni D

Brynjar Davíðsson, 26.6.2009 kl. 10:37

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sæll Binni minn!

Það er mikið til í þessu hjá þér, en eins og stundum er sagt, þá varð Jackson eitthvað annað og meira en tónlistarmaður, stofnun eiginlega frekar þar sem tónlist var ekki endilega í aðalhlutverki.Andleg og líkamleg veikindi hafa þó lengi að sagan segir allavega með gríðarlegri lyfjaneyslu, verið honum fjötur um fót og skýrir þessa litlu útgáfu líka.

Magnús Geir Guðmundsson, 26.6.2009 kl. 12:05

11 Smámynd: Eygló

1969 - heimsins krúttlegasti "negrastrákur" með himneska rödd > > > "A B C"

Uppáhaldið mitt síðan - fremstur meðal jafningja.  Samt krefst ég ekki að aðrir hafi sömu skoðun!  Umburðarlynd hún "Frú E"

Eygló, 26.6.2009 kl. 12:14

12 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ójú, víst var hann fallegur drengur, man eftir að hafa séð upptöku af söng hans! En systurnar tvær allavega sem ég man eftir, Janet og Latoya, finnst mér þó sætari að skiljanlegum ástæðum!Efast nei ekkert svo um, að þú sért umburðarlynd, barngóð, gæskufull og með alveg þokkalegan tónlistarsmekk, mín ágæta!

Magnús Geir Guðmundsson, 26.6.2009 kl. 13:47

13 Smámynd: Eygló

Þú lyftir sálu minni, nærri daglega. Það er gott, en verra að ég er að verða þrír og tíu!   Vanþakka það samt ekki :)

Eygló, 26.6.2009 kl. 14:32

14 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ja, ekki er það nú beint leiðinlegt að lyfta sálu þinni mín kæra, eða eiga smá þátt í því!

Held ég bæti svo bara þessu við!

Eftir stöðugt stífa,

stríðsins hörðu glímu.

Þín má sálin svífa,

sælunnar í vímu!

Magnús Geir Guðmundsson, 26.6.2009 kl. 20:24

15 Smámynd: Eygló

Nei, hættu nú, dýrt kveðið í mína þágu!?  Nú verð ég fjórir og tuttugu.

Eygló, 26.6.2009 kl. 22:02

16 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Neinei, hætti ekki neitt, nú fyrst að verða gaman! Sný mér næst örugglega að "Veraldlegri hlutum", til dæmis að konunnar kroppi!

Hvernig lýst þér á það!?

Magnús Geir Guðmundsson, 26.6.2009 kl. 22:16

17 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hm, einu ý þarna ofaukið!

Magnús Geir Guðmundsson, 26.6.2009 kl. 22:17

18 Smámynd: Eygló

Ég finn ekki þetta ofaukna uppsssillón.

Mér líst sko aldeilis vel á það, annars fá færri en vilja.

Eygló, 26.6.2009 kl. 22:44

19 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þarna í líta eða á það að vera að lýta? Varla! En tja, veit ekki alveg um hvort færri fá en vilja, nema hvað að þú áttir þetta alveg skilið frá mér, ert kímin kvinna og skemmtileg!

Magnús Geir Guðmundsson, 27.6.2009 kl. 15:23

20 Smámynd: Eygló

Já, nú sé ég þetta;  hefði átt að líta betur yfir. Þá hefði ég séð að þetta væri til lýta.

Eygló, 27.6.2009 kl. 22:18

21 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

En lítum þetta ekki of alvarlegum augum, að vísu LÝTI en eitthvað reyndi ég að leiðrétta. En eru nokkur lýti á þér E? Ég þekki nefnilega engan LÝTALÆKNI, en fegrunar- aftur á móti lækni!

Það LITAR svo fagra júnínóttina norðan heiða að blaðra¨þetta!

Magnús Geir Guðmundsson, 28.6.2009 kl. 01:22

22 Smámynd: Eygló

Lýtalaus júnínótt. Búið þið "fyrir norðan"?

Eygló, 28.6.2009 kl. 01:40

23 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þið? Ja, helmingin af svarinu veistu semsagt, ef ég telst vera 50% af "þið"! Og jú, ætli fegrunarlækknirinn teljist ekki líka vera á "norðlægum slóðum", hvernig sem þér svo datt í hug að spyrja um það!?

Magnús Geir Guðmundsson, 28.6.2009 kl. 13:05

24 Smámynd: Eygló

Stundum er gaman að staðsetja fólk, svona "heimskortslega" séð :)

Vér búum í borg Gunnars, því þar var gott að búa.

Eygló, 28.6.2009 kl. 17:24

25 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Í borg Gunnars já? Var smá tíma að skilja þetta, en nú er hún ekki lengur hans, eða hvað?

En það eru minnir mig margar "borgir" í þessari ónefndu borg, t.d. Hamraborg og þar minnir mig að fólk búi hátt uppi sem víðar á svæðinu.

Magnús Geir Guðmundsson, 29.6.2009 kl. 13:47

26 Smámynd: Eygló

Gunnar verður alltaf okkur maður, þótt við afneituðum honum þrisvar... eða oftar.

Annars er karlinn ekki alslæmur, frekar en flestir menn.

Eygló, 29.6.2009 kl. 17:51

27 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Nei, engin er alslæmur og það þótt honum sé afneitað oftar en þrisvar, sé leiðnlegur og búi EKKI í þessum háhýsabæ, semégmanekkihvaðheitir!

Magnús Geir Guðmundsson, 29.6.2009 kl. 22:56

28 identicon

Núna þarf Gunnar að snúa sér að öðru. Held að hann geti orðið ágætur söngvari, hann hefur röddina í það. Ég gæti þá notið þess að heira hann æfa sig. Bý stutt frá honum.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 11:06

29 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Haha Húnbogi, hver veit nema að hann sé svo "Blúsaður", spurning þá hvort ætti ekki að bjóða honum í band?

Magnús Geir Guðmundsson, 30.6.2009 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband