Hvíl í friði, kæri Eldhugi!

Það eru alltaf sorgartíðindi er eldhugar og afreksmenn, kveðja okkur langt um aldur fram! Það á svo sannarlega við um blessaðan drengin hann Rúnna Júll, eilífðarunglingin með stuð í hjarta! Á honum sannast hið fornkveðna enn einn gangin, að "Hetjurnar deyja jafnan ungar". Kynntist rúnari um 1990 - 1991 er ég nýlega hafði byrjað að starfa við blaðamennskuna. Fyrst minnir mig var það í tengslum við hans eigin útgáfu og þá lítillega, en svo kynntumst við að marki er Rúnar og Bubbi, GCD ævintýrið fór á fullt.(þá kynntist ég einmitt bubba fyrst líka) Í fáum orðum sagt er Rúnar mér fyrst og síðast kær í minningunni fyrir hversu ljúfur, einlægur, hreinn og beinn hann var í allri framkomu, aldrei vottur af einvherjum "Stjörnuhroka" eða merkilegheitum! Þá stóðst alltaf það sem hann sagði undantekningalaust, því kynntist ég fljótt að var honum eiginlegt! Margir eiga Rúnari mikið að þakka og með honum er fallin frá einn af allramerkustu og bestu ROKKSONUM þjóðarinnar! Um leið og öllum hans ættingjum og vinum eru sendar hugheilar samúðarkveðjur, vil ég skora á alla er muna Rúnar og hafa haft gaman af hans tónlist, að ROKKA FEITT honum til heiðurs, þannig vill hann örugglega að fólk minnist hans! Hvíl í friði Hr. Rokk!
mbl.is Rúnar Júlíusson látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 5.12.2008 kl. 11:26

2 Smámynd: Brynjar Davíðsson

Sannarlega mikill missir.

Rúnar söng fyrir þremur mánuðum lag inn á væntanlega plötu okkar.Það er okkur nú enn kærara.Textin fjallar einmitt um hið óflýjanlega,og tilfinning Rúnars og túlkun er mikil.

En allt hefur sinn vitjunartíma,jafnvel Herra Rokk,Rúnar Júlíusson.

Brynjar Davíðsson, 5.12.2008 kl. 11:41

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Aðeins einn tónlistarmann hef ég heyrt talað um sem jafngóða manneskju og Rúnar - og báða í lifanda lífi og alla tíð. Það var Pétur Kristjánsson. Hitti báða einhvern tíma en þekkti hvorugan og nú eru báðir látnir.

Lára Hanna Einarsdóttir, 5.12.2008 kl. 12:03

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þakka ykkur fyrir innlitið.

Falleg orð hjá þér Brynjar, auðvelt að skilja að nú þyki ykkur drengjunum þetta enn mætari stund með öðlingnum en ella! Hlakka til að næla í gripinn ykkar nýja,þetta hefur væntanlega verið með því síðasta sem Rúnar söng inn, allavega fyrir aðra!?

Já Lára Hanna, ég kynntist Pétri líka vel og átti margar ágætar stundir með honum, sömuleiðis mikill ljúflingur sem hafði alltaf frá nógu að segja.

Magnús Geir Guðmundsson, 5.12.2008 kl. 13:40

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Pétur var yndislegur maður og skemmtilegur. Rúni líka, annars þekkti ég Rúnar lítið en minn ástkæri hins vegar vel.

Sorglegt að báðar þessar goðsagnir skuli látast langt um aldur fram.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.12.2008 kl. 14:18

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

TAkk fyrir það Jenný Anna. En svona er lífið já, vegir þess eru órannsakanlegir!

Magnús Geir Guðmundsson, 5.12.2008 kl. 16:49

7 Smámynd: Rannveig H

Blessuð sé minning hans.

Rannveig H, 6.12.2008 kl. 21:35

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Já, megi svo vera Rannveig mín og takk fyrir innlitið!

Magnús Geir Guðmundsson, 6.12.2008 kl. 23:46

9 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Rúnar var öðlingur, gjöfull og grandvar maður. Við vorum alltaf vinir öll 42 árin sem við þekktumst. Það veit ég í hjarta mínu þó stundum hafi liðið langur tími á milli samskipta, einsog gengur í þessu lífi. Minningarnar hrannast upp, ég er þakklát fyrir svo margt og það var ekki ónýtt að fá að vera stílisti Hljómanna þegar þeir voru uppá sitt allra besta og ferðast með þeim t.d. á knattspyrnuleik í London og svo var ég umboðsmaður þeirra í New York, en það kom ekki fram í bókinni... En böllin sem ég sótti með þeim fóru víða. Skemmtanagildið í hljómsveitinni og sexapílið var Rúnar Júlíusson. Það var svo gaman að dansa...og vera til!

Ég vil þakka þessum einlæga vini stundirnar á jörðu hér. Megi ljós góðs drengs, loga í hjörtum manna um aldur og ævi. Þá batnar hrokinn mörgum, trúi ég og heimurinn verður blíður og fullur af ást og kærleika. Samúðarkveður sendi ég fjölskyldu og ástvinum öllum. kkv. eva

Eva Benjamínsdóttir, 7.12.2008 kl. 01:32

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Bestu þakkir Eva mín fyrir að birta þessi fallegu minningarorð um Rúnar!

Hann hlýtur bara að brosa til þín til baka yfir móðuna miklu!

En skrýtið að þín skuli ekki hafa verið getið í bók Ásgeirs tómassonar um Rúnar, "Hr. Rokk", fyrst þú komst svo vel við sögu hljómsveitanna hans!

Magnús Geir Guðmundsson, 7.12.2008 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband