Æsingur í Iðnó!

Kannski er þetta bara forsmekkurinn af því sem koma skal, byrjun á frekari óeirð og ringulreið?
Veit svosem ekki, en víst er að margt er nú í lausu lofti í vóru landi og ástandið ókyrrt og vandasamt.
Hef alltaf verið hrifin af Lilju og víst er að afskaplega erfitt er yfir höfuð að ná utan um hvernig við getum staðið við að borga hundruða milljarða lán með þetta um 3% vöxtum á frekar stuttum tíma.Og vaxtahækkanir eru nú ekki það sem við þurfum nú á að halda, heldur hafa nær allir hópar og samtök verið að hrópa á hið gagnstæða, lækkun!
Svo er það krónugarmurinn.
Þegar aftur fer á flot,
fánýt okkar kkróna.
Eflaust sekkur eins og skot,
ekki þolir meira brot,
Nú minnir helst á auman ræsisróna!
mbl.is Húsfyllir í Iðnó - hiti í fundargestum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

vona að fólk missi sig ekki í skrílslæti...líið hefst með því en þjóðin er reið

Hólmdís Hjartardóttir, 28.10.2008 kl. 00:39

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

lítið

Hólmdís Hjartardóttir, 28.10.2008 kl. 00:39

3 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

þessi fundur varl fyrst og fremst málefnalegur. góðir frummælendur. en það er hiti í öllum íslendingum og mér og fleiri fannst ekki sniðugt að hafa alþingismenn á sviðinu. þeir hafa sviðið oft og hafa sumir ekki unnið okkur vel.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 28.10.2008 kl. 00:47

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Vona það sannarlega líka mín kæra, þó þú sért reyndar pínulítið sæt þegar þú reiðist hehe!

Get tekið undir það Salvör, um leið og ég aþakka innlitið, að þingmenn eiga sviðið kannski oftar og meir en þeir eiga skilið. Hvað hins vegar varðar þá einstöku sem ekki hafa unnið þjóð sinni vel, þá skal ég ekki segja, en þú sjálf ert eflaust með til dæmis Guðna, Valgerði og Siv, að ógleymdum Davíð og Geir m.a., í huga!?

Magnús Geir Guðmundsson, 28.10.2008 kl. 01:17

5 Smámynd: Rannveig H

Er þjóðin nú á vonarvöl?

Viti firrt og einskis megn?

Kveðum niður brag og böl

berjumst vonleysinu gegn.

Rannveig H, 28.10.2008 kl. 19:46

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Það er aldeilis Rannveig mín H., takk innilega fyrir!

Magnús Geir Guðmundsson, 28.10.2008 kl. 21:57

7 identicon

Það verður gaman ef Gúttóslagurinn, sem átti sér stað í næsta húsi, verður endurtekinn. Þá mæti ég á staðinn með myndavél.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 02:29

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ja, þú segir það, hélt að þú ætlaðir að segja að þú myndir mæta með rafmagnsgítarinn! En ert fjarri því að vera ofbeldishneigður og því viltu bara spila á hann, ekki nota sem barefli!

Magnús Geir Guðmundsson, 29.10.2008 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband