Ekki nákvæm lýsing af leiknum.

Leikurinn endaði nú 0-0 en ekki 1-1.
Úrslitin voru svo alls ekkert sanngjörn í því ljósi, að svo virðist sem dómararnir hafi gert mistök seint í leiknum er Robbie Keene slapp einn í gegn, en fékk ekkert þegar hann var feldur í teignum og vítaspyrna auk brottreksturs hefði átt að vera niðurstaðan! En svona er fótboltin oft, mistök eru gerð og það stundum af dómurum jafnt sem leikmönnum.
Meiðsli Torres eru þó e.t.v. verri tíðindi en úrslitin, svona tognun getur oft verið erfiður andskoti, en vér vonum það besta fyrir liðið og drenginn sjálfan!
mbl.is Aston Villa og Liverpool skildu jöfn á Villa Park - Torres meiddist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Orri Gíslason

Já þetta atvik Reo-Coker og Keane var ansi vafasamt og einhvern tíman hefði verið dæmt víti á svona lagað. Enn málið er bara það að dómarinn sá þetta greinilega ekki nógu vel til að vera 100% viss því jú þeir verða að vera það ef þeir ætla að dæma vítaspyrnu. Það nægir aðeins 1% í óákveðni til þess að dómarinn má ekki dæma á það. Þannig virka dómgæslustörfin. Þeir verða að dæma eftir staðreyndum ekki líkindum.

Pétur Orri Gíslason, 31.8.2008 kl. 17:29

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Takk kærlega fyrir það Pétur, þetta er ´rétt hjá þér með vallardómarann, en til þess var nú m.a. lívuvörðum færð meiri ábyrgð og þeim veittur dómaratitill líka, að dæma í tilvikum sem þessum og annar hvor þeirra hefði nú átt að geta metið þetta rétt, en sem ég sagði, þetta er bara hluti af leiknum að mistök verða og þýðir lítið að nöldra mjög yfir því.

Magnús Geir Guðmundsson, 31.8.2008 kl. 17:57

3 identicon

Bara minna þig á þaðað Liverpool átti ekki 1 skot á markið!!

Addi E (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 12:31

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Takk kærlega Júlíus VAldemar, að taka af mér ómakið að svara honum Adda litla!

Magnús Geir Guðmundsson, 1.9.2008 kl. 22:45

5 identicon

Hmm, man ekki eftir því að þið hafið átt eitt einasta skot á markið, en þar sem þið eruð svona ólmir í að vitna í Sky sports vil ég endilega gera slíkt hið sama og þagga aðeins niður í bullinu í ykkur: Robbie Keane wasted an excellent chance to open his Liverpool account with 20 minutes remaining as he made a mess of things when through on goal." tilvitnun lýkur, og aftur: Moment of the match: Robbie Keane's late miss when clean through. He should have won it for the visitors."tilvitnun lýkur. Takk fyrir það, enda fannst mér þetta aldrei vera víti en eðlilegt að örvæntingafullir Poolarar heimti það.

kv. Addi "litli"

Addi E (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 10:22

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hér heimtaði engin neitt, lesa almennilega það sem skrifað er góurinn.

Magnús Geir Guðmundsson, 4.9.2008 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband