Af hógværð og lítillæti!?

Ein af þeim hressari í "Bloggvinkvinnubúri" vóru er hún KE, sem ég þó kalla aldrei annað en fröken hjólaferð.
Hún er líka oftar en ekki glö með mig þegar ég "heimsæki hana í dyngju hennar" og segist hún nú vera mín að eilífu, ekkert minna!
Ölvaður af þeirri yfirlýsingu og öðrum fögrum orðum frá henni, setti ég svolitla sjálfslýsingu inn hjá henni, að sjálfsögðu af alkunnri hógværð og lítillæti sem Þingeyinga er jafnan háttur!? SVona nett tilbrigði við fleiri stef.

Ég er maður hjartahlýr,
heiðarlegur, góður.
Einfaldlega afbragðsskýr,
yfirburða fróður!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Er þetta ekki bara raunsönn lýsing á höfundi?  Mér heyrist það... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 29.8.2008 kl. 11:38

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir með síðasta ræðumanni

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.8.2008 kl. 11:45

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Já, elskurnar mínar báðar, gullfallegar og gáfaðar, þið eru líka í búrinu mínu góða og farið ekkert þaðan! Og ykkur langar heldur ekkert út þaðan, þó ég viti nú ekki alveg hvort ég eigi alla gullhamrana skilið.. í alvöru!?

Kærar þakkir!

Magnús Geir Guðmundsson, 29.8.2008 kl. 14:35

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Vindrazzgat er þetta ....

Steingrímur Helgason, 29.8.2008 kl. 20:33

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hahaha, alltaf von á góðu úr "Grímsáttinni", en nú gefur hann mér blessaður algjört dauðafæri á að spæna hressilega á hann til baka, sem núorðið allavega nokkuð gjaldgengan Eyfirðing, þótt víðar og annars staðar liggi nú rætur garmsins!

Fræg er nefnilega til og alræmd vísa ónefnda Þingeyingsins sem kom að Eyfirðingi við vissa athöfn og varð svo að orði!

Þetta heyrist ærið oft,

er það ljótur siður.

Eyfirðingar eiga loft,

en anda því bara niður!

Magnús Geir Guðmundsson, 29.8.2008 kl. 22:55

6 identicon

"Þá dettur mér í hug vísa" (Sem er góð og mikið notuð setning)

Sá sem nýðir okkur oft,

úti er á hálu svelli.

Því að hann er líka með loft

en leysir það með háum hvelli.

Þingeyingar geta svarað fyrir sig.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 23:58

7 Smámynd: Gulli litli

kúl...

Gulli litli, 30.8.2008 kl. 06:01

8 Smámynd: Kristinn Halldór Einarsson

Magnús Geir er  hjartahlýr,
heiðarlegur, góður.
Einfaldlega afbragðsskýr,
hógvær og fróður.

Ég er ekki frá því að þetta sé raunsannari lýsing.

Kristinn Halldór Einarsson, 30.8.2008 kl. 10:49

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Já Gulli, kalt, ef ekki bara svalt!

Haha Húnbogi, þarna ertu með kviðling í sama anda.

Ah Kristinn,veit nú ekki í alvöru talað um hógværðina og hún passar nú ekki þarna sem þú settir hana samkvæmt bragfræðinni, svo mikið er víst, en þú færð nú plús fyrir góðan hug!

Magnús Geir Guðmundsson, 30.8.2008 kl. 16:27

10 Smámynd: Steingrímur Helgason

Mínir albeztu Þingeyjíngar eru vinir...

Húnvettlíngar hinzegin eru...

Steingrímur Helgason, 30.8.2008 kl. 22:28

11 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Já, þú segir það bara STeingrímur!

ER að skoða þig GG, takk fyrir!

Magnús Geir Guðmundsson, 31.8.2008 kl. 01:50

12 Smámynd: Jens Guð

  Hnyttin vísa og skemmtileg umræða.

Jens Guð, 31.8.2008 kl. 13:44

13 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hehe kammerat Jens, takk fyrir hrósið um vísuna, en veit samt ekki alveg hvort ég sem slíkur er skemmtilegt umræðuefni!?

Magnús Geir Guðmundsson, 31.8.2008 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband