Já, þetta snýst um að skora fleiri mörk en andstæðingurinn, HVERNIG og HVENÆR sem er!

Fyrirsögnin segir nú flest um fínan sigur minna manna í dag á "Boro", skrítið jöfnunarmark annars vegar, en svo eitt af flottari gerðinni hins vegar á lokasekúndunum! Afskaplega sæll með þetta í ljósi þess að dómaragreyið átti ekki sinn besta dag, sem gerist með þá ágætu menn líkt og einstaka leikmenn eða lið í heild. Gummi Ben hinn góðlátlegi vildi allavega meina í lýsingunni sinni, að tvívegis hafi hann átt að dæma vítaspyrnur til handa þeim Rauðu, svo þetta var kannski bara sanngjarnt þrátt fyrir falllega markið hans Mito frá Egyptalandi og að hann og félagar hafi átt góðan leik. Nú veit ég að til dæmis margur Man. Utd. sá virkilega RAUTT er Gerrard smellti honum inn þarna í restina og sjálfsagt sumir í Chelsea líka, en þetta viljum við "Púlararnir" sjá sem mest í vetur og trúm að verði langoftast, að okkar menn skori meir en andstæðingurinn, hvernig og já hvenær sem er!
Annars er sigur SToke á Aston Villa mér líka sérlega gleðilegur, nú gleðst minn gamli félagi hann J'oi innilega!
Og úrslitin hjá Sunderland eru auðvitað flott líka, sýna að góður leikur þeirra við Liverpool fyrir viku, þar sem úrslitin hefðu alveg getað orðið jafntefli, var engin tilviljun!
mbl.is Gerrard tryggði Liverpool sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Takk fyrir að níðazt ekkert á mínum mönnum í þezzari færzlu Maggi minn, þú ert ~dreng góðr~....

Steingrímur Helgason, 23.8.2008 kl. 19:37

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Steingrímur minn, ég níðist aldrei á neinum, hvað þá að mér dytti í hug að níðast á "minni máttar"! Bróðir næstur mér í aldri er líka haldin "Skyttuaðdáun" frá unga aldri, er mikið viðkvæmnisgrey svo ég er alltaf frekar ljúfur Lundúnaliðs þessa í garð.SVo var nú þessi Fulhamleikur ei nema lítt hafin, ef þá yfir höfuð fæddur, er orðin hér að ofan voru rituð.

Magnús Geir Guðmundsson, 23.8.2008 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 217980

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband