Glæstur sigur handa Gurrí í afmælisgjöf, en vörumst nú ofurbjartsýni!

Hreint með ólíkindum þessi sigur á sjálfum heimsmeisturunum, en svona er þetta bara, getan er fyrir hendi og liðið getur á góðum degi unnið alla, en líka tapað nánast fyrir öllum!
Fjögur stig, efsta sætið í riðlinum, góð staða og sjálfstraustið í hæstu hæðum, en nú eins og svo oft áður er mjög mikilvægt að halda báðum fótum á jörðinni, næsti leikur verður alveg jafnmikil prófraun og hinir leikirnir og alveg ljóst að hann verður erfiður, gegn S-Kóreu, sem ekki síður en við Íslendingar eru að koma nokkuð svo á óvart með góðri frammistöðu í fyrstu leikjunum, stóðu lengi vel í Þjóðverjunum í fyrradag og unnu svo óvæntan sigur á Evrópumeisturum Dana í morgun!
En svo það sé reifað, þá er þetta nú ansi hreint spennandi fyrir okkur eftir þessa gríðarlega ánægjulegu byrjun á riðlakeppninni, því fyrirkomulagið er þannig að þau tvö lið sem verða efst leika til undanúrslita, en liðin sem verða númer þrjú og fjögur spila um fimmta til áttunda sætið!
Í Barcelona 1992 náðum við að komast í undanúrslitin, en töpuðum að lokum fyrir Frökkum í leik um bronsið.
Nú er semsagt möguleiki á að endurtaka þetta afrek, en aftur skal það ítrekað, stutt er á milli hláturs og gráturs, tap næst breytti miklu strax.

En í dag gleðjumst við og víst er að mín góða bloggvinkona Gurrí fékk þarna aldeilis góða afmælisgjöf!

ÁFRAM ÍSLAND OG TIL LUKKU GUÐRÍÐUR!


mbl.is Ísland fór hamförum gegn Þjóðverjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hehhehe, takk kærlega ... og líka landsliðið.

Knús norður, gamli geithafur.

Guðríður Haraldsdóttir, 12.8.2008 kl. 14:50

2 identicon

Það er ekki rétt hjá þér að efstu tvö liðin fari í undanúrslitin. Efstu fjögur liðin fara í 8-liða úrslit, rétt skal vera rétt

Handbolti (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 15:06

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Innilegustu afmæliskveðjur til baka mín fagra, sendi þér póst áðan.

Minn ágæti handboltanafnleysingi, þetta er nú það sem íþróttafréttamenn RÚV hafa látið frá sér um fyrirkomulagið, þú verður bara að beina þessu til þeirra. Áður hafði ég heyrt hina útgáfuna og hélt að hún gilti. Hvað sem svo gildir kemur bara í ljós, engin ástæða til að vera með leiðindastæla sem þessa mitt í sigurgleði dagsins!

Magnús Geir Guðmundsson, 12.8.2008 kl. 15:36

4 identicon

Eru tveir riðlar og eftir þá eru átta liða úrslit.

Segir sig sjálft að það fara fjögur lið upp úr hvorum riðlinum.

En já, geðveikur árangur. :D 

Katrín (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 15:52

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Katrín!

Íþróttafréttamaður RÚV sagði eftir leikin í dag, að tvö efstu færu áfram í undanúrslit gegn tveimur efstu liðinum í hinum riðlinum, lið númer þrú og fjögur spiluðu jú áfram en um sæti fimm og sex! Ekki því um venjuleg átta liða úrslit að ræða samkvæmt honum, en honum gæti svosem skjátlast, það væri ekkert nýtt að íþróttafréttamaður ruglaðist eitthvað í ríminu!

Magnús Geir Guðmundsson, 12.8.2008 kl. 17:36

6 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Til Hamingju Ísland!!!

Nú lág ég sem límd við skjáinn í nótt. - Fannst ég vera pabbi og skemmti mér konunglega. Strákarnir einbeittir og þéttir í vörninni, nýttu sér vel sóknarfærin og markvarslan var til fyrirmyndar. Ætli ég sé nokkuð dottin í boltann?

Eva Benjamínsdóttir, 13.8.2008 kl. 13:04

7 Smámynd: Birna Guðmundsdóttir

Alltaf missi ég af gódum leikjum ! Til hamingju Íslendingar ---- okkar strákar eru einfaldlega góðir !!!!!!!!!!!!

Birna Guðmundsdóttir, 13.8.2008 kl. 13:10

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Takk kærlega báðar tvær, yndislegt alltaf að fá stelpur í heimsókn.

Eva mín, þú gætir nú "dottið miklu verr í'ða" en boltan haha og pabbi þinn hefur áreiðanlega verið ánægður með stelpuna sína núna, að ég tali ekki um fagmannlegt orðfærið hjá henni hérna!

Liðið er já gott Birna, en hversu gott og hve langt það nær, er engu hægt að slá föstu um.

Næsti leikur í fyrramálið kl. 06.00 held ég að íslenskum tíma. Hélt að "Bauninn" sýndi þetta svo þú gætir séð Birna!?

Magnús Geir Guðmundsson, 13.8.2008 kl. 13:26

9 Smámynd: Birna Guðmundsdóttir

Magnús , það er afrek að komast á leikana fyrir svona smáþjóð!!!

Bauninn sýnir bara aðra bauna í boltaleik! En Ísland -Danmörk - nokkuð sem ekki má missa af. Með hverjum held ég þá -spurning sem ég fékk framan í mig í vinnunni í gær! Íslenska hjartað mitt slær fyrir velgengni Íslendinga- ekki spurning - einu sinni íslensk - alltaf íslensk  Áfram Ísland!!!

Birna Guðmundsdóttir, 13.8.2008 kl. 16:03

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Já, sumir verða ættjörðinni sinni tryggari við að búa langt frá henni, á vinafólk í Svíþjóð sem búið hefur þar í yfir tuttugu ár, aldrei meiri Íslendingar en nú! En í fyrramálið er það semsagt rimma við S-Kóreu og svo kemur að Dönunum á laugardaginn held ég örugglega. Þú þekkir kannski til íslenska stráksins Hans, sem spilar í danska liðinu?

Magnús Geir Guðmundsson, 13.8.2008 kl. 16:42

11 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Takk fyrir þín fögru skrif til mín, Magnús minn. Ég hef alltaf verið hrifnn af hraða, þó ég nenni ekki til Frakklands á kappakstur lengur. Það sem skilur á milli fótbolta og handbolta eru mörkin, ég vil skora fullt af mörkum og sjá aðra gera það líka. Ekki 1-0 eða 0-0 einsog í fótboltanum, samt hef ég verið á spennandi leik á Englandi, minnir það hafi verið Arsinal og Manchester United. Ég var að kaupa inn föt fyrir Karnabæ 1967 og Hljómar að taka upp plötu. Við vorum á sama Hóteli og skelltum okkur á leikinn. Stemmningin var ógleymanleg, en ég man ekki hvernig fór.

Eva Benjamínsdóttir, 13.8.2008 kl. 17:32

12 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Mín kæra Eva, þú ert sannarlega ekki öll þar sem þú ert séð haha og ef ég skil þig rétt hefur þú farið og það oftar en einu sinni til Frakklands að horfa á kappakstur!?

Og varst hjá Guðlaugi heitnum Bergmann já í Karnabæ forðum daga, hefur þá aldeilis verið ung og klár kona!

En það er já nokkuð þekkt, að fólk sem engan áhuga hefur á fótbolta fer kannski á einn leik í Englandi til dæmis og verður ekki samt á eftir, upplifunin svo mikil!

En líkt og tugþúsundir annara landsmanna ætlum við semsagt bæði tvö að vera vöknuð kl. sex í fyrrama´lið bara til að skjálfa á beinunum yfir boltaleik hinum megin á hnettinum, alveg yndislegt ekki satt!?

En annars ekkert að þakka, átt nú skilið að drengstaulin tali sæmilega elskulega við þig fyrst þú lætur til leiðast að hlusta á hann!

Magnús Geir Guðmundsson, 13.8.2008 kl. 22:17

13 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Nei, biddu fyrir þér, ég fer nú ekki að vakna til að horfa á fótbolta. Annars best að drífa sig í háttinn. Góða skemmtun!!!

Eva Benjamínsdóttir, 14.8.2008 kl. 01:16

14 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Nú ertu sjálfsagt löngu sofnuð, en ekki verður um neinn fótbolta að ræða, misskilningur, heldur handboltan sjálfan, leik Íslands við S-Kóreu!

En Eva nær bara vonandi endursýningunni þar sem sömuleiðis væntanlega góð úrslit munu birtast henni!?

Magnús Geir Guðmundsson, 14.8.2008 kl. 03:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 217981

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband