Búið spil!?

Nú er ég satt best aðs egja hræddur um það! Eins og venjulega voru menn með ýmis orð um sigur og allt það fyrir leikin, en staðan 5-0 eftir 8 mín. eða vo og síðan forysta heimamana allan leikin, segir manni bara að liðið hafi verið næstbest í dag og verði það að öllum líkindum á morgun lika gegn Svíum! Ljóst að sigur verður að vinnast og mikið þarf að gerast til að það náist er ég hræddur um. Er semsagt svartsýnn og tel líkurnar vart meiri en fjórðungs, 1 á móti 3 að sigur vinnist. Held líka að eftir morgundaginn geti orðið viss kaflaskil, við náum ekki næstu ár sem við höfum gert allavega það sem af er öldinni og lengur, að tryggja okkur skipti eftir skipti sæti í úrslitakeppnum stórmótanna, EM og HM! Svartsýni já, en hef þetta bara núna á tilfinningunni. En þess ber líka að geta, að sannast hefur í vetur og vor að ég er mistækur spámaður, svo hver veit..?
mbl.is Sex marka tap gegn Pólverjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er mjög ánægður með þetta tap og vona að liðið tapi á morgun... og bara þangað til hætt verður að eyðileggja sjónvarpsdagskrána með þessum endalausu boltaleikjum endalaust. En einhverjir gætu örugglega haldið því fram að það sé ekki hægt að eyðileggja ónýta dagskrá

Bubbi J. (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 21:46

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Alltaf ertu jafn spekingslegur vor Mr. B! Hélt reyndar að þú værir ekkert gefin fyrir sjonvarp, en hefur heyrist mér setið sveittur og yfir þig spenntur að horfa á leikinn!?

Em nú eru byrjaðir þessir fínu rokkþættir,að vísu eitthvað "frjálslegir í fasi" samkvæmt Jens karlinum, en rokk samt!

Svo var auðvitað fegurðarsamkeppni Íslands á Skjá einum í gærkvöldi, ´hefur áreiðanlega ekki misst af því kroppaúrvali!?

Magnús Geir Guðmundsson, 1.6.2008 kl. 01:14

3 identicon

Maggi ég mikið gefinn fyrir sjónvarp en það þarf helst að vera slökkt á því. Ég fer nú ekki að eyða augum á rokkþætti sem halda því fram að rokkið hafi byrjað 65. Og fátt er nú kjánalegra en fegurðarsamkeppnir þannig að .....

Bubbi J. (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 14:46

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hehe, þú ert sérstakur drengur BJ, ekki fer nú hjá því!

En gaman væri að vita um gangsemi ónotaðs sjónvarpstækis?

Magnús Geir Guðmundsson, 1.6.2008 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 217999

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband