Rosaslagur!

Vonir Arsenal um titilinn fuku þarna út í veður og vind, en Man. Utd. steig stórt skref í átt að honum! Nú er Chelsea eini keppinauturinn, sex stigum á eftir en á leik inni.
Meistaraheppni kannski á ferðinni, bæði lið fengu fullt af færum og markverðirnir Lehman og Van De Zar í aðalhlutverkunum! Jafntefli hefði e.t.v. verið sanngjarnt, en sanngirni er bara ekki til oftast nær í fótboltanum.
En verulega slæm vika fyrir "Stkytturnar", ekki verður nú annað sagt og engin titill þrátt fyrir að liðið hafi lengst af þótt það besta á tímabilinu!
En spurt skal að leikslokum!
mbl.is Hargreaves tryggði United sigur með glæsimarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Lára Hanna Einarsdóttir, 13.4.2008 kl. 17:15

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Til lukku frú, hvað sem þú varst annars að segja með ta´kninu!?

Magnús Geir Guðmundsson, 13.4.2008 kl. 17:23

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég var náttúrulega bara að fagna sigri minna manna, svona líka hógvær og lítillát... 
Gratúlera líka Púllurum, flottur sigur hjá þeirra liði...
Samúðast með Razzenölum, þeir eru ekki í mjög góðum málum.

Lára Hanna Einarsdóttir, 13.4.2008 kl. 17:26

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Takkktakk elskuleg, ef allir Man. Utd. stuðmingsmenn væru eins og þú, væri kannski sjéns á að ég yrði seldur yfir fyrir svona 5 milljónir punda haha! En nú er bara spurningin hvort Chelsea nær að fylgja áfram, eða hvort rimmurnar framundan við Liverpool taki ekki úr þeim vígtennurnar eins og Arsenal!?

Magnús Geir Guðmundsson, 13.4.2008 kl. 18:01

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Lára Hanna, við 'nallarar' erum í fínum málum, & spilum flottann fótbolta.

Steingrímur Helgason, 13.4.2008 kl. 23:44

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Já, þið spilið flottan fótbolta, það sást nú heldur betur í leiknum í dag. En betur má ef duga skal, Steingrímur! Þú verður að hrópa hærra og hvetja þína menn áfram, fara jafnvel á einn og einn leik.  

Lára Hanna Einarsdóttir, 13.4.2008 kl. 23:50

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þið tvö eruð ágæt, Steingrímsmenn hefur bara vantað meistaraheppnina sl. vikurnar og það hefur líkast til gert gæfumunin, en hann sjálfur er örugglega þegjandi hás!

Magnús Geir Guðmundsson, 14.4.2008 kl. 13:24

8 identicon

Hún heitir Lára og Hanna,
hana ætti barasta að banna,
hún er of sexí,
ég henni vil rex'í,
og öll hennar innstu lög kanna.

Steini Briem (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 08:23

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þetta jaðrar nú við "ÍKEA-klám"! Svo er LH ekki á boðstólnum!

Magnús Geir Guðmundsson, 15.4.2008 kl. 19:46

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfur ertu IKEA-klám, Magnús minn.

Þorsteinn Briem, 15.4.2008 kl. 20:31

11 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

hehe Guðjón, þú segir nokkuð nema hvað að hinn knékreppti Owen hafði alveg gleymt að segja strákunum í Arsenal að hann gæti þetta snillingurinn haha!

Og seisei STeini komin á bloggið aftur!

Nú geta kellur ýmsar aldeilis glaðst!

Magnús Geir Guðmundsson, 16.4.2008 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband