Grátbroslegt kjör!

Jahérnajahérnajahérna, hin liðlega tvítuga Eyjapæja sem nú spilar fótbolta upp á landi með Val, Margrét Lára Viðarsdóttir, kjörin Íþróttamaður ársins!
VErð að viðurkenna að fyrstu sekúndurnar var ég dálítið hissa, en hef þó verið með þá tilfinningu síðustu daga að vegna ekki of mikils afreksárs almennt, gæti nú aftur verið komið að konu sem sigurvegara, en ekki Margréti heldur kannski Rögnu INgólfsdóttur!
En hvað gera nú blessaðir drengirnir í samtökum íþróttafréttamanna, (vel yfir 90% hygg ég af því taginu) jú, þeir sýnist mér á öllu bara svei mér þá vera að "leiðrétta mistökin" ef ekki bara "ranglætið" sem margir vildu meina að Margrét Lára hafi verið beitt af samstöllum sínum í boltanum síðsumars, er þær kusu hana EKKI knattspyrnukonu ársins 2007!
Eða hvað á maður eiginlega annars að hugsa með þetta já grátbroslega kjör!?
Mikil lifandis ósköp! Margrét var framúrskarandi sem aldrei fyrr í boltanum í sumar, setti markamet já og var ein aðaldriffjöðurin í landsliðinu. Að auki er ég sjálfur mjög hrifin af henni og mikill stuðningsmaður kvennafótboltans, en afrek Rögnu í ár bæði hérlendis og þá ekki síst erlendis, eru einfaldlega MEIRi, hreinlega ekki hægt að jafna því saman, hún ein af 20 bestu í Evrópu í greininni nú í árslok og númer 53 á heimslistanum! VAnn svo þrefalt á Íslandsmótinu hér heima, tvö alþjóðamót og komst í úrslit allavega á einu til viðbótar, en gat ekki keppt til úrslita vegna meiðsla!Í ofanálag er hún svo inn á topp 19 til að öðlast þátttökurétt á Olympíuleikunum í Kína á næsta ári og fer þangað með sama áframhaldi!
Ég er nánast handviss um að ef þessi uppákoma með Margréti Láru hefði ekki komið til, væri þessi útnefning ekki upp á teningnum, hversu glæsileg íþróttakona Margrét Lára annars svo sannarlega er og á væntanlega eftir að gera enn betur í framtíðinni!
En eins og stundum áður sitja íþróttafre´ttamenn uppi með ansi umdeilanlegt kjör!
mbl.is Margrét Lára íþróttamaður ársins
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða vitleysa er þetta.

Margrét Lára er vel að þessum titli komin, finnst þetta alls ekki umdeilt.

Finnst reyndar að Ragna hefði átt að vera í 2 sæti og þær stöllur hefðu verið með svipaðan fjölda atkvæða en Margrét örlítið hærri.

Við eigum eitt sterkasta kvennaknattspyrnulandslið í heimi og hún er stór hluti af því. Ekki gleyma því 

Ólafur (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 21:03

2 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Þetta er náttlega bara grín - skaupið er byrjað

Rúnar Haukur Ingimarsson, 28.12.2007 kl. 21:13

3 identicon

Bíddu... ekki sá ég þig neitt í fréttunum fyrir íþróttamannaafrek ...Margrét Lára sló sitt eigið markamet ...ekki gerði nein önnur stelpa það!!! MARGRÉT LÁRA ER FRÁBÆR ÍÞRÓTTAKONA VEI VEI VEI FYRIR HENNI.

No Name (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 21:18

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Það er verið að útnefna einstakling ekki lið Ólafur! Allir vita að kvennalandsliðið er landi og þjóð til sóma, en það er bara ekki hægt að rökstyðja þetta kjör þegar grant er skoðað og rýnt hlutlaust í!

Margrét er jú vissulega framúrskarandi eins og ég sagði, en allar líkur eru á að hún eigi eftir að gera mun betur, eða það vona ég svo sannarlega!

En kjör hennar er nú ekki niðurlægjandi, fyrir aðra, get nú ekki tekið svo djúpt í árinni.

Magnús Geir Guðmundsson, 28.12.2007 kl. 21:25

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Við hvern ert þú að tala sem kallar þig "No name"?

Lítið samhengi í þessu líka hjá þér.

Magnús Geir Guðmundsson, 28.12.2007 kl. 21:28

6 identicon

Óskar, er Margrét semsagt ekki alvöru íþróttamaður?? Hvað meinaru með því eiginlega?  Og hefur hún ekki lagt hart að sér??

Mér finnst sjálfsagt að þetta val sé gagnrýnt en ekki með því að rakka fólk niður á ómaklegan hátt. 

María (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 21:28

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Get eins og ég sagði að ofan ekki gengið svo langt að tala um neina niðurlægingu eða slíkt maría, en ég held nú sömuleiðis að of mikið sagt sé að Óskar sé að halda því fram að margrét Lára sé ekki alvöru íþróttamaður, honum finnst bara aðrir meiri afreksmenn.

Magnús Geir Guðmundsson, 28.12.2007 kl. 21:33

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Mér finnst þetta miklu frekar snúa að íþróttafréttamönnunum sjálfum, hvernig þeir rökstyðja þetta kjör sitt, það á ekki að vera skurðpunktur umræðunnar né á tilgangur hennar að vera að vera metingur eða spursmál hvort viðkomandi sé alvöruíþróttamaður eða ekki!

Magnús Geir Guðmundsson, 28.12.2007 kl. 21:41

9 identicon

Hvurslags neikvæðni er þetta.. það átti að vera svindl og svínarí í gangi í haust, og svo aftur núna, það er nokkuð ljóst að þessi frábæra stelpa á aldrei eftir að njóta sannmælis hjá sumum, hvernig væri nú að samgleðjast stúlkukindinni, hún á örugglega eftir að lesa hvað menn eru að skrifa um þetta val á bloggsíðum landans og hún hefur örugglega fengið nóg af þessari umræðu í haust. Ég segi til hamingju Margrét Lára.

Bubbi J. (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 21:42

10 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Mér skilst á þeim sem til þekkja að Margrét Lára geti valið milli liða í útlöndum ef hún bara vill. Vona að þetta gleðji þá sem telja að upphefðin komi fyrst og fremst að utan. Til hamingju Margrét og til hamingju Ísland að eiga svona frábæran íþróttamann!

Markús frá Djúpalæk, 28.12.2007 kl. 21:51

11 identicon

Margrét Lára er alveg örugglega nr 53 á heimslistanum eða framar hlutfallslega - ef þú veist hvað það þýðir.
Glæsilegt kjör.

Inga (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 22:07

12 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sæll Bubbi!

Engin neikvæðni í sjálfu sér í mínum huga eða skrifum, get sömuleiðis alveg samglaðst Margre´ti Láru, kjör hennar er staðreynd og verður ekki aftur tekið!

En þetta kjör heitir nú einu sinni "Íþróttamaður ársins" og hlýtur því að snúast um gjörðir viðkomandi og afrek á tilteknu ári. Hér snúst málið því ekki um huglægt mat okkar um hvað okkur þykir best eða hvað það hugsanlega eða ef það gæti hafa gert eða geti, heldur hvað það GERÐI, AFREKAÐI! (þessum orðum beini ég til ykkar allra, þriggja, Inga, Markúsar og Sigurðar Helga) Ogg Bubbi, finnst eins og þú hafir eitthvað misskilið þetta, það efast ekki nokkur maður sem á annað borð hefur fylgst með Margréti um hve góð í íþrótt sinni hún er, málið í sumar/haust var nú öllu flóknara er hún hlaut ekki enn einn gangin útnefningu sem knattspyrnukona ársins. (og hjá Sigurði Helga er það ósköp mikil einföldun að skrifa það einfaldlega á öfund, ekki síst í ljósi þess að þessar sömu stöllur hennar höfðu allavega tvisvar áður kosið hana, sem var þá væntanlega ekki gert að annarlegum hvötum á kostnað einhverrar annarar!?)

Ítreka bara, að Ragna INgólfsdóttir vann augljóslega meiri afrek, það blasir við og því koma þessar vangaveltur frá mér!

Magnús Geir Guðmundsson, 28.12.2007 kl. 23:10

13 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Það er vissulega rétt há S.H. að erfitt er að bera saman hópíþróttir og einstaklingsíþróttir, en þar gera menn þó upp á milli óhjákvæmilega í svona kjöri.

Og aðeins til að benda Markúsi og Ingu sérstaklega á að rök þeirra fyrir kjöri margrétar eru frekar haldlítil, þá gæti ég núna farið að telja upp margt sem hugsanlega hefði réttlætt kjör annara nú, bara EF eitthvað hefði gerst eða farið öðruvísi! Staða Rögnu á heimslistanum í badminton er bara eitt af mörgu fleiru sem rökstyður að hún hefði verið vel og mun betur að mínu áliti en Margrét að kjöri sem Íþróttamaður ársins!

Ef handboltalandsliðið hefði haft heppnina með sér ósællar minningar á Hm gegn Dönum í 8-liða úrslitum og kannski í framhaldinu unnið til verðlauna, þá er ég nú hræddur um að einhver hefði hneykslast ærlega nú ef annað hvort snorri eða Ólafur hefði ekki verið kjörin! Bara eitt dæmi um "hugsanlega og ef"

Magnús Geir Guðmundsson, 28.12.2007 kl. 23:19

14 identicon

innilega til hamingju Margret Lára eg segi nu bara mikið lifa sumir a öfund þetta er i fyrsta skipti sem eg hoppa af gleði yfir kjörinu þu attir þetta fra a til ö og haltu afram á þessari braut þu ert okkur til sóma og eg skil ekki þessa neikvæðu umræðu nema bara það að þeir sem ekki hafa ahuga a fotbolta skilji ekki þetta mikla afrek sem þu hefur skilað þetta ung þetta frabært hættiði þessari neikvæðni her og gleðjist með Margreti Láru

Gunnar kjartansson (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 23:40

15 Smámynd: Sæþór Helgi Jensson

já ég segi það og skrifa að Margrét Lára átti þetta skilið juju eflaust átti ragna það líka enn hún verður bara kosinn næst.

Sæþór Helgi Jensson, 28.12.2007 kl. 23:59

16 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hér á bæ er engin neikvæðni, bara augljóst að kjörið í kvöld fór ekki fram með eðlilegum hætti!

Ragna Ingólfsdóttir hefði átt það mun frekar skilið að verða útnefnd, við erum sammála þar Sæþór, gallin bara sá að kannski verður þetta fyrsta og jafnframt síðasta skiptið sem Ragna kemur til greina, en auðvitað ekki hægt að fullyrða neitt um það.

Magnús Geir Guðmundsson, 29.12.2007 kl. 00:20

17 identicon

Mér finnst nú gróflega verið að ýja að því að íþróttafréttamenn séu bara einhverjir vitleysingar sem viti lítið hvað þeir eru að gera, og einhverjir bloggarar útí bæ hafi mun meira vit á þessu, bloggarar verða kanski bara fengnir til að velja á næsta ári. En það er auðvita þannig að það er aldrei hægt að velja svo öllum líki, en ég held að meirihluti þjóðarinnar sé sáttur og það er fyrir öllu.

Bubbi J. (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 00:50

18 identicon

Ekki með eðlilegum hætti, hvað áttu við með því? Sammála Bubba...

María (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 00:59

19 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Haha Bubbi, þú ert brattur að vanda, farin að vísa til meirihluta þjóðarinnar eins og pólitíkusum er gjarnt til að styðja mál sitt!Hann, vilji þjóðarinnar hefur nú hins vegar ekkert verið skoðaður, svo ég myndi nú fara varlega í að alhæfa eitthvað um hann.

Og til að svara Maríu líka, þetta lítur nei ekki eðlilega út vegna þess sem ég benti á í pistlinum, hún vissulega glæsileg íþróttakona, en bara önnur slík þarna sem vann áberandi meiri afrek á árinu! Og Bubbi, þetta er hvorki í fyrsta sinn né verður það síðasta væntanlega, sem þetta kjör vekur athygli og umtal, meðan þetta form er á vþí, er það einfaldlega óumflýjanlegt! Þú ert einn hérna Bubbi, um að lýsa innviðum íþróttafréttamanna svo sterkt, en einhverrra hluta vegna virðist sem eþir hafi viljað "leiðrétta" meint "ranglæti" sem M.L. á að hafa orði fyrir í leikmannakjörinu sl. haust!

Magnús Geir Guðmundsson, 29.12.2007 kl. 01:42

20 Smámynd: Karl Jónas Thorarensen

Þegar að kona er valin íþróttamaður árssins, þá fá allir hélstu sófaserfræðingar hjartaáfall. Slakið aðeins á. Hún átti þetta fyllilega skilið

Karl Jónas Thorarensen, 29.12.2007 kl. 12:34

21 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sæll Karl Jónas og takk fyrir innlitið.

EF þú hefur lesið vandlega það sem ég skrifaði, þá ætti þér að vera ljóst að hér var ekkert spursmál um kyn þess útvalda að ræða, öðru nær, heldur að ÖNNUR UNG KONA HEFÐI VERÐSKULDAÐ NAFNBÓTINA FREKAR!

Það er himinhrópandi ljóst öllum sem á annað borð vilja með opnum huga skoða afrekaskrá beggja fyrir árið og bera þær saman.

Magnús Geir Guðmundsson, 29.12.2007 kl. 19:02

22 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

MAgga lára er minn kostur eins og þú veit meistari

Einar Bragi Bragason., 31.12.2007 kl. 01:55

23 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jamm, ert bara bálskotin í stelpurófunni heyrist mér haha!

Magnús Geir Guðmundsson, 31.12.2007 kl. 14:53

24 identicon

Það verður sjálfsagt seint valinn sá íþróttamaður sem allir verða sáttir við sem íþróttamann ársins. Það liggur í hlutarins eðli að það er erfitt að leggja mat á hvort einn bananinn sé flottari sem banani en tiltekið epli sem epli. Þess vegna er listinn yfir þessa 10 sem tilnefndir eru sjálfsagt jafnmarktækur og sjálft kjörið þar sem einn er valinn úr 10 jafningjum. Mér finnst íþróttamaður ársins þurfa að geta sýnt fram á meira en árangur innan vallarins og jafnvel þó þessi vegsemd heiti "íþróttamaður ársins" þá snýst þetta að mínu mati um aðeins meira en niðurstöður úr einstaka mótum. Þetta er mikil vegsemd að hljóta og eina spurningin sem ég set við þetta val er aldurinn á íþróttamanni ársins. Hins vegar er það kristaltært í hugum þeirra sem þekkja til þessarar stúlku að þarna fer afburða íþróttamaður sem hefur ofan á einstök afrek inná vellinum unnið mikið uppbyggingarstarf fyrir kvennaknattspyrnu og er mikil fyrirmynd fyrir yngri kynslóðina. Að mínu mati veldur hún fullkomlega þessari nafnbót þrátt fyrir ungan aldur.

Grétar (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband