Súrt jafntefli, sigur fyrir Arsenal!

Jamm, maður er nokkuð súr núna, en viss vendipunktur í leiknum að Alonso þyrfti að fara af velli um miðjan seinni hálfleikin, losnaði þar með um Fabrekas og því fór sem fór.
En sigurinn hefði þó getað lent á hvorn vegin sem er, en slæmt að geta ekki minnkað forskotið bæði á "Skytturnar" og Man. Utd.
Þrátt fyrir stóran hóp ætla svo tíð meiðsli að setja strik í reikningin, þrír af fjórum Spánverjunum greinilega ekki búnir að jafna sig og ef til vill verða nú Torres og Alonso aftur frá um lengri eða skemmri tíma!
En þá er bara að bíta á jaxlinn og bölva í hljóði!
mbl.is Liverpool og Arsenal skildu jöfn, 1:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunna-Polly

þetta var súrt jafntefli fyrir Arsenal , þeir voru svo mikið betri í þessum leik en Liverpool menn

Gunna-Polly, 28.10.2007 kl. 18:23

2 identicon

Nákvæmlega. Liverpool stálheppnir að sleppa með stig. Sóknarleikurinn úti á þekju hjá Liverpool og áttu þeir um 2 almennileg færi á móti 6 hjá Arsenal þar á meðal tvö GALOPIN færi!

Alli (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 18:33

3 identicon

Held þú ættir frekar að horfaá þær breytingar sem Wenger gerir í síðari hálfleik. Setur walcott, gilberto og bendner inná og það er það sem skilar þessu jafntefli, ekki það að alonso meiðist

Klink (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 18:36

4 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Go liverpool

Páll Geir Bjarnason, 28.10.2007 kl. 18:36

5 identicon

Það verður að segjast að sigurinn hefði getað fallið hvorugum megin, en þó voru arsenal menn áberandi sterkari - og nýttu ekki 2 færi... reyndar föst og hröð fráköst en fyrir algerlega opnu marki!

Tryggvi (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 18:38

6 identicon

Alltaf í boltanum!!!!!!

Bubbi j. (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 19:30

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ég sagði að VISS vendipunktur hefði orði í leiknum er Alonso fór út af, þá losnaði meir um unga strákin og hann skoraði jú markið, nokkuð sem hann hefði ekki haft tækifæri til ef Alonso hefði haft gætur á honum allan leikinn! Og þrátt fyrir jafntefli verða Arsenalmenn ánægðir með þetta stig þegar frá líður í ljósi þess að United mun tapa þarna!

FArið svo að hugsa um næstu helgi Gunna-Pollyt og Co.!

Magnús Geir Guðmundsson, 28.10.2007 kl. 19:35

8 identicon

Arsenal átti 2 stangaskot en ekki mikið meira. Almunia var hins vegar oft að verja stórglæsilega frá gerrard, riise og crouch og ég sé lemHann ekki komast í markið á næstunni. Jafntefli því líklega sanngjarnt heildina litið. Getur samt verið slæmt að komast svona snemma yfir, þá fer maður ósjálfrátt að verja forskotið ferkar en að bæta við

stebbi (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 00:07

9 identicon

Mistökin voru auðvitað að bakka svona gífurlega eftir markið. En þetta hefur oft virkað hjá Liverpool, að láta hina stjórna leiknum, en reiða sig á skyndisóknir og sterka vörn. Gallinn er bara að í þessum leik þurfti Carragher greyið að vinna vinnuna hans Hyypia líka, og jafnvel Carragher má ekki við því gegn liði Eins og Arsenal. Þetta dugði þó fram á 80. mín, og er það kannski ekki svo slæmt.

Þrátt fyrir að Arsenal hafi átt 2 stangarskot, þá áttu Púllarar sín góðu færi einnig.Ég held að þetta hafi verið nokkuð sanngjörn úrslit og þótt ég skilji að Arsenal-menn (og konur) séu spældir, þá mega þeir kannski vera ánægðir að hafa þó náð að jafna, enda ekki mikið eftir af leiknum þegar markið kom.

2 "topp-4" leikir búnir og 2 stig út úr þeim. Það er ekkert glæsilegt, en vel viðunandi. Við erum ekki langt frá toppnum og langt eftir af mótinu.

Rúnar Geir (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 11:59

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Stebbi og rúnar Geir mæla viturlega, svo er það bara þannig, að í svona langri keppni, vinna lið alltaf nokkra leiki með slatta af heppni, hún var ekki alveg nógu mikið með "Rauða hernum" í leiknum, þess vegna kalla ég þetta súrt!

Magnús Geir Guðmundsson, 29.10.2007 kl. 13:57

11 identicon

Get kannski kvittað undir það að jafntefli voru nokkuð sanngjörn úrslit en Arsenalmenn voru þó nær því að taka þetta.

En gaman að heyra að það sé þó eitthvað af nokkuð raunsæjum poolurum hérna, annað en bloggið hjá hvíta riddaranum sem er alveg gjörsamlega útúr kú.

Hann ætti frekar að snúa sér að því að blogga um snyrtivörur, það myndi sennilega ganga betur....Go Arsenal!!!

Dúddi (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 17:40

12 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Takk fyrir það, en þekki nú ekki Hvíta riddarann!

En ég er nú stundum stríðin og virka vitlaus líka, en það er aðalega til að espa unga og sjálfumglaða Unitedmenn upp! Elska að gera þá brjálaða!

Magnús Geir Guðmundsson, 29.10.2007 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband